Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps Sögu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 21. apríl 2015 13:23 Vísir/Aðsend mynd/Getty „Mér fannst þetta ganga allt of langt og vil fá tækifæri til að koma í þáttinn og svara fyrir þetta,“ segir Óskar Steinn Ómarsson, formaður Bersans samtaka ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Hann hlustaði á umræðu eða opinn símatíma á Útvarpi Sögu þar sem tekin var fyrir samþykkt Hafnarfjarðarbæjar um að hefja hinseginfræðslu í grunnskólum. Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar 15. febrúar síðastliðinn að efla fræðslu um málefni samkynhneigðra og hinsegin fólks að undirlagi Bersans. „Ég hlustaði á þessa umræðu í gær. Fólk var að hringja inn og kom með allskyns yfirlýsingar, var í raun með hreint og beint fordóma og hatursorðræðu í þessum símatíma,“ útskýrir Óskar Steinn. „Þáttastjórnandinn leyfir þessu að flakka alveg gagnrýnilaust.“ Óskar sendi því póst á Útvarp Sögu þar sem hann biður um að fá að koma í þáttinn.Will keep you posted. pic.twitter.com/eQPsDZFNai— Páskar Steinn (@osomarsson) April 21, 2015 Telja fræðsluna felast í sýnikennslu Óskar Steinn setti klippu af umræðunni inn á YouTube og þar eru hin ýmsu ummæli látin flakka. Fjölmargir hlustendur hringja inn og tekur þáttastjórnandi fullan þátt í umræðunni. Hana má heyra hér að neðan. Af umræðunni að dæma virðast margir hlustendur hræddir um að í fræðslunni felist á einhvern hátt kynferðisleg sýnikennsla. „Ég er að hringja út af þessu blessaða, eða já bölvaða máli, í sambandi við samkynhneigða,“ segir Kristjana, ein hlustenda. „Að það skuli eiga að leyfa að kenna þetta í skólum. Ætla þeir að sýna hvernig þeir eðla sig?“ segir Kristjana hneyksluð. Þá segir þáttastjórnandi: „Ég hugsa að sumir hugsi bara að það sé alveg í lagi, hjá þessu fólki.“ Kristjana svarar að bragði: „Mér finnst að hún ætti bara að sýna þeim hvernig hún og sín lesbía eðla sig fyrir framan börnin.“ Þáttastjórnandinn segir þetta til þess fallið að særa blygðunarkennd svona ungra barna. „Ég skil ekki hvernig nokkrum manni dettur þetta í hug, þetta er í raun bara refsivert athæfi,“ segir hann við Kristjönu sem spyr: „Eru þetta allt hommar í Hafnarfirði?“ Síðan spyr hún hvort nokkur muni leyfa henni að þukla á börnunum. Stúlkan sem Kristjana vísar í og segir lesbíu er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, Eva Lín Vilhjálmsdóttir sem lagði fram tillöguna um að efla hinsegin fræðslu. „Þetta er bara eins og barnaklám eða eitthvað“ Annar hlustandi, Halldóra að nafni, segir málið ógeðslegt. „Þetta er bara eins og barnaklám eða eitthvað.“ Enn önnur, Hulda að nafni, hringdi inn og bar upp vangaveltur um hvernig fræðslan færi fram. „Er þetta sýnikennsla? Er þetta verkleg kennsla?“ spurði hún. „Ég vil ekki hugsa út í þetta einu sinni,“ svarar þáttastjórnandi. Hulda segir dæmisögu um dreng í pilsi sem var í leikskóla og að öllum krökkunum hafi þótt það í lagi. „Er það ekki nóg? Þarf meira að gera?“ spyr hún og bætir við: „Þarf að fara að sýna þeim, kenna þeim eða káfa á þeim?“ Þá svarar þáttastjórnandi: „Þetta er innrætingarstarfsemi, það er alveg ljóst.“ Fleiri dæmi má heyra í klippu Óskars Steins hér að neðan.Markmiðið að styrkja sjálfsímynd barna og unglinga Óskar Steinn segir umræðuna lýsa miklu skilningsleysi á því hvað það er að vera hinsegin. Hann hefur ekkert svar fengið við bréfinu sem hann sendi Útvarpi Sögu en myndi vilja útskýra fyrir hlustendum og þáttastjórnanda að sumt fólk sé einfaldlega hinsegin, börn og unglingar einnig. „Ég vildi fá að útskýra út á hvað hinsegin fræðsla gengur. Markmiðið með hinsegin fræðslu er að aðstoða börn og ungmenni við það að sættast við sig sjálf.“ Hann segir orðræðuna í þættinum aðra, þar er lagt upp með að tilgangur fræðslunnar sé að heilaþvo börnin og skemma þau. Í kjölfar samþykktarinnar var stofnuð síðan Barnaskjól - Stöðvum innrætingu Samtakanna 78 á skólabörnum á Facebook. Síðan hefur fengið "læk" frá yfir þrjúhundruð einstaklingum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu stendur Gylfi Ægisson, söngvari, sem hefur verið áberandi í baráttu sinni gegn Samtökunum '78 á síðastliðnum árum. „Ég held að ef að á að vernda börnin þá eigi að vernda þau fyrir þeim sjónarmiðum sem koma fram á þessari síðu," segir Óskar Steinn um Facebook-síðuna. „Sem betur fer eru þetta ekki margir. Þetta eru engu að síður slatti og þetta er fólk sem á börn og er í tengslum við börn. Mér finnst hrikalegt að hugsa til þess að það séu börn að alast upp við svona fordóma.“ Hann segir rosalega erfitt að fá Facebook til þess að fjarlægja síður sem þessar. „Þeir taka ekki hluti niður nema það sjáist í kvenmannsbrjóst.“María Rut Kristinsdóttir tjáði sig á Facebook síðu sinni um nýjan hóp sem leggst gegn hinsegin fræðslu í grunnskólum.Hefði viljað fá fræðslu á unglingsárum Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um síðuna nýju er María Rut Kristinsdóttir, varaformaður Samtakanna ´78. Í færslunni þvertekur hún fyrir að Samtökin ´78 séu að innræta fólki ákveðna hegðun. „Ég hefði óskað þess að ég hefði fengið einhverja fræðslu sem barn/unglingur um möguleikann á því að vera samkynhneigð, það hefði ef til vill opnað augun mín aðeins fyrr og þá hefði kannski ekki þóst vera gagnkynhneigð í mjög mörg ár og skammast mín fyrir sjálfa mig.“Hún hvetur fólk til þess að tilkynna síðuna þar sem hún falli undir hatursorðræðu. Segjast nokkrir hafa tilkynnt síðuna en fengið neitun frá Facebook. Mikið finnst mér nú leiðinlegt að sjá þegar fólk hefur svona illa upplýstar skoðanir. Samtökin 78 eru ekki að innræta...Posted by María Rut Kristinsdóttir on Monday, April 20, 2015 Til hamingju með frábær "samfélagsviðmið" FB. Þú sökkar. #verndumbörnin #ástæðurtilaðhættaáfacebook pic.twitter.com/zeGzcRgHvG— Gunna Odds (@gunnaodds) April 21, 2015 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
„Mér fannst þetta ganga allt of langt og vil fá tækifæri til að koma í þáttinn og svara fyrir þetta,“ segir Óskar Steinn Ómarsson, formaður Bersans samtaka ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Hann hlustaði á umræðu eða opinn símatíma á Útvarpi Sögu þar sem tekin var fyrir samþykkt Hafnarfjarðarbæjar um að hefja hinseginfræðslu í grunnskólum. Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar 15. febrúar síðastliðinn að efla fræðslu um málefni samkynhneigðra og hinsegin fólks að undirlagi Bersans. „Ég hlustaði á þessa umræðu í gær. Fólk var að hringja inn og kom með allskyns yfirlýsingar, var í raun með hreint og beint fordóma og hatursorðræðu í þessum símatíma,“ útskýrir Óskar Steinn. „Þáttastjórnandinn leyfir þessu að flakka alveg gagnrýnilaust.“ Óskar sendi því póst á Útvarp Sögu þar sem hann biður um að fá að koma í þáttinn.Will keep you posted. pic.twitter.com/eQPsDZFNai— Páskar Steinn (@osomarsson) April 21, 2015 Telja fræðsluna felast í sýnikennslu Óskar Steinn setti klippu af umræðunni inn á YouTube og þar eru hin ýmsu ummæli látin flakka. Fjölmargir hlustendur hringja inn og tekur þáttastjórnandi fullan þátt í umræðunni. Hana má heyra hér að neðan. Af umræðunni að dæma virðast margir hlustendur hræddir um að í fræðslunni felist á einhvern hátt kynferðisleg sýnikennsla. „Ég er að hringja út af þessu blessaða, eða já bölvaða máli, í sambandi við samkynhneigða,“ segir Kristjana, ein hlustenda. „Að það skuli eiga að leyfa að kenna þetta í skólum. Ætla þeir að sýna hvernig þeir eðla sig?“ segir Kristjana hneyksluð. Þá segir þáttastjórnandi: „Ég hugsa að sumir hugsi bara að það sé alveg í lagi, hjá þessu fólki.“ Kristjana svarar að bragði: „Mér finnst að hún ætti bara að sýna þeim hvernig hún og sín lesbía eðla sig fyrir framan börnin.“ Þáttastjórnandinn segir þetta til þess fallið að særa blygðunarkennd svona ungra barna. „Ég skil ekki hvernig nokkrum manni dettur þetta í hug, þetta er í raun bara refsivert athæfi,“ segir hann við Kristjönu sem spyr: „Eru þetta allt hommar í Hafnarfirði?“ Síðan spyr hún hvort nokkur muni leyfa henni að þukla á börnunum. Stúlkan sem Kristjana vísar í og segir lesbíu er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, Eva Lín Vilhjálmsdóttir sem lagði fram tillöguna um að efla hinsegin fræðslu. „Þetta er bara eins og barnaklám eða eitthvað“ Annar hlustandi, Halldóra að nafni, segir málið ógeðslegt. „Þetta er bara eins og barnaklám eða eitthvað.“ Enn önnur, Hulda að nafni, hringdi inn og bar upp vangaveltur um hvernig fræðslan færi fram. „Er þetta sýnikennsla? Er þetta verkleg kennsla?“ spurði hún. „Ég vil ekki hugsa út í þetta einu sinni,“ svarar þáttastjórnandi. Hulda segir dæmisögu um dreng í pilsi sem var í leikskóla og að öllum krökkunum hafi þótt það í lagi. „Er það ekki nóg? Þarf meira að gera?“ spyr hún og bætir við: „Þarf að fara að sýna þeim, kenna þeim eða káfa á þeim?“ Þá svarar þáttastjórnandi: „Þetta er innrætingarstarfsemi, það er alveg ljóst.“ Fleiri dæmi má heyra í klippu Óskars Steins hér að neðan.Markmiðið að styrkja sjálfsímynd barna og unglinga Óskar Steinn segir umræðuna lýsa miklu skilningsleysi á því hvað það er að vera hinsegin. Hann hefur ekkert svar fengið við bréfinu sem hann sendi Útvarpi Sögu en myndi vilja útskýra fyrir hlustendum og þáttastjórnanda að sumt fólk sé einfaldlega hinsegin, börn og unglingar einnig. „Ég vildi fá að útskýra út á hvað hinsegin fræðsla gengur. Markmiðið með hinsegin fræðslu er að aðstoða börn og ungmenni við það að sættast við sig sjálf.“ Hann segir orðræðuna í þættinum aðra, þar er lagt upp með að tilgangur fræðslunnar sé að heilaþvo börnin og skemma þau. Í kjölfar samþykktarinnar var stofnuð síðan Barnaskjól - Stöðvum innrætingu Samtakanna 78 á skólabörnum á Facebook. Síðan hefur fengið "læk" frá yfir þrjúhundruð einstaklingum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu stendur Gylfi Ægisson, söngvari, sem hefur verið áberandi í baráttu sinni gegn Samtökunum '78 á síðastliðnum árum. „Ég held að ef að á að vernda börnin þá eigi að vernda þau fyrir þeim sjónarmiðum sem koma fram á þessari síðu," segir Óskar Steinn um Facebook-síðuna. „Sem betur fer eru þetta ekki margir. Þetta eru engu að síður slatti og þetta er fólk sem á börn og er í tengslum við börn. Mér finnst hrikalegt að hugsa til þess að það séu börn að alast upp við svona fordóma.“ Hann segir rosalega erfitt að fá Facebook til þess að fjarlægja síður sem þessar. „Þeir taka ekki hluti niður nema það sjáist í kvenmannsbrjóst.“María Rut Kristinsdóttir tjáði sig á Facebook síðu sinni um nýjan hóp sem leggst gegn hinsegin fræðslu í grunnskólum.Hefði viljað fá fræðslu á unglingsárum Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um síðuna nýju er María Rut Kristinsdóttir, varaformaður Samtakanna ´78. Í færslunni þvertekur hún fyrir að Samtökin ´78 séu að innræta fólki ákveðna hegðun. „Ég hefði óskað þess að ég hefði fengið einhverja fræðslu sem barn/unglingur um möguleikann á því að vera samkynhneigð, það hefði ef til vill opnað augun mín aðeins fyrr og þá hefði kannski ekki þóst vera gagnkynhneigð í mjög mörg ár og skammast mín fyrir sjálfa mig.“Hún hvetur fólk til þess að tilkynna síðuna þar sem hún falli undir hatursorðræðu. Segjast nokkrir hafa tilkynnt síðuna en fengið neitun frá Facebook. Mikið finnst mér nú leiðinlegt að sjá þegar fólk hefur svona illa upplýstar skoðanir. Samtökin 78 eru ekki að innræta...Posted by María Rut Kristinsdóttir on Monday, April 20, 2015 Til hamingju með frábær "samfélagsviðmið" FB. Þú sökkar. #verndumbörnin #ástæðurtilaðhættaáfacebook pic.twitter.com/zeGzcRgHvG— Gunna Odds (@gunnaodds) April 21, 2015
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira