„Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð Lovísa Arnardóttir skrifar 28. maí 2025 08:56 Guðmundur óttast að hærri veiðgjöld hafi slæm áhrif á efnahagslega uppbyggingu á Vestfjörðum. Vísir/Arnar Guðmundur Fertram, stofnandi og forstjóri Kerecis, hefur miklar áhyggjur af því að hærri veiðigjöld muni hafa slæm áhrif á efnahag Vestfjarða. Það hafi verið mikill uppgangur, nýsköpun og fólksfjölgun en líklegt sé að sjávarútvegsfyrirtækin minnki fjárfestingar sínar hækki veiðigjöldin eins mikið og stjórnvöld fari fram á. Guðmundur segir síðustu áratugi hafa einkennst af miklu svartnætti á Vestfjörðum, í kringum 9. Áratuginn hafi fólkið og fyrirtækin farið og verið stöðug fólksfækkun. Þessi hafi þó verið snúið við síðustu ár með vexti Kerecis, fjölda laxeldisfyrirtækja og sjávarútvegs á svæðinu. „Það er efnahagslegur vöxtur á Vestfjörðum, við köllum það vestfirska efnahagsævintýrið,“ segir Guðmundur sem fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það gerði hann í tilefni þess að hann tekur þátt í pallborði á málþingi á vegum Samtaka atvinnulífsins um veiðigjöldin sem fer nú fram á Hilton. Auk þess skrifaði lögfræðingur Kerecis umsögn við frumvarp stjórnvalda um veiðigjöldin þar sem hann segir þörf á frekara samráði, umræðu og greiningu á áhrifum áður en málið verður samþykkt. Þar er skorað á stjórnvöld að vísa frumvarpinu til frekari meðferðar og umræðu með hagaðilum í samfélaginu. Guðmundur bendir á að samhliða meiri vexti á Vestfjörðum hafi skattafótsporið þar verið að aukast og efnahagsleg umsvif. Skatttekjur síðustu fimm ára séu um 30 milljarðar frá Vestfjörðum og verði um 60 milljarðar næstu fimm ár og ofan á það 40 milljarðar sem Kerecis greiðir fyrir sölu á einkaleyfum á þessu ári. „Skattafótspor Vestfjarða er nú að aukast úr 30 milljörðum í 100 milljarða.“ Guðmundur segir aukinn rekstrarkostnað ríkisins taka þennan pening til sín og þannig hafi fjármagnið ekki endilega farið í innviði á Vestfjörðum en fólkið þar hafi notið þess því það sé hærra fasteignaverð, fleiri krakkar í skóla og fleiri krakkar í tónlistarskóla. Gott að vera fyrir vestan „Það er gott að vera fyrir vestan núna. Það er fólksfjölgun, fólk er að flytja þangað og þetta er vegna þess að það eru fyrirtæki þar sem gengur ágætlega í og þau eru að fjárfesta í nýjum skipum, kvíum, grunnbátum. Það eru ný fyrirtæki að verða til, ný námssmiðja. Það eru dýralæknar, kafarar, tölvufólk í fiskeldisgeiranum. Það er bara allt á blússandi siglingu.“ Nú þegar tekjurnar séu að aukast þá eigi að kippa hálfum milljarði út úr þessu hagkerfi, frá sjávarútvegsfyrirtækjunum, þá komi það til með að minnka getu þeirra til að fjárfesta í nýjum skipum, nýjum færiböndum, nýjum frystihúsum og fleiru. „Það setur þetta mögulega í uppnám að þessi efnahagslegi vöxtur haldi áfram og valdi því að sjávarútvegur haldi ekki áfram að fjárfesta,“ segir Guðmundur og gerir ráð fyrir því að minni aðilar sem eigi kvóta muni selja hann og hætti í útgerð. Guðmundur segir það þannig að sjávarútvegur um allan heim sé rekinn með neikvæðri arðsemi, sé ríkisstyrktur, og Ísland sé eina landið í heiminum þar sem hann er rekinn með bærilegum rekstrarniðurstöðum. Það séu betri rekstrarniðurstöður þar en í öðrum kerfum og með því að taka meiri pening úr honum sé hætta á að rekstrarniðurstaðan verði eins og annars staðar, og fjárfestingin minni, eins og annars staðar. Það verði minni fjárfesting og nýsköpun. Þörf á að spara ef meiri peningar eru teknir Til að setja þetta í samhengi segir Guðmundur að til dæmis hafi skattafótspor sjávarútvegarins verið um 83,4 milljarðar í fyrra og hafi hækkað um tólf og hálfan milljarð á milli ára. Með breytingum ríkisstjórnarinnar eigi að taka út sjö milljarða til viðbótar. „Ef þú lítur á heimilisbókhaldið og það eru allt í einu teknir miklu meiri peningar úr heimilisbókhaldinu þá þarf einhvers staðar að spara.“ Spurður um til dæmis arðgreiðslur til eigenda sjávarútvegsfyrirtækja segir Guðmundur að greiðslurnar séu ekki hærri en í öðrum geirum. Það séu ekki meiri peningar í vösum þeirra sem eigi sjávarútvegsfyrirtækin en í vösum þeirra sem eigi Ikea, Haga eða önnur fyrirtæki. Bent á að þetta sé ekki sambærilegur rekstur því að í sjávarútvegi sé verið að sýsla með auðlind sem þjóðin standi í þeirri trú að hún eigi svarar Guðmundur því að hún hafi enda fengið 83 milljarða í skatta frá sjávarútvegsfyrirtækjunum fyrir afnotin. Spurður um bein áhrif á Vestfirði eða vestfirsk fyrirtæki tekur Guðmundur dæmi um fyrirtækið Básafell. Það sé nýtt laxeldisfyrirtæki sem sé enn verið að byggja upp. Það hafi verið rekið með tapi síðustu ár vegna þess að það er verið að byggja upp lífmassa í kvíunum. Peningurinn til að reka þetta fyrirtæki komi frá eigendum Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal. Það séu 70 starfsmenn sem starfi þarna, dýralæknar, tölvunarfræðingar. Minni nýsköpun Verði veiðigjöldin hækkuð verði minna afgangs og hann segist hafa áhyggjur af því að þá muni menn ekki setja fjármagn í „eitthvað sem er öðruvísi“ og fyrirtæki eins og Básafell, muni fara í þrot. Guðmundur segist ekki skynja að fólk sé ósátt við sjávarútveginn eins og hann er rekinn í dag. Fólk sem starfi innan hans sé stolt af því. Kvótinn hafi verið að minnka en tekjur að aukast. Við séum langbest að nýta allan þorskinn sem sé veiddur. Hann segir deilurnar vera á milli stjórnvalda og útgerðarfyrirtækjanna og snúast um milliverðlagningu sem eigi að breyta. Stjórnvöld séu að búa til séríslenska reglu um milliverðlagningu en ætti frekar að breyta einfaldlega hlutfallinu sem ríkissjóður fái. Það sé ekki nóg að 1/3 fari til þjóðarinnar og 2/3 til útgerðar og það ætti að breyta því í 40 prósent til þjóðar og 60 prósent til útgerðarinnar. Þannig væri búið til kerfi sem sé ekki gullhúðað. Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Fiskeldi Skattar og tollar Ísafjarðarbær Bítið Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Erlent Fleiri fréttir Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Sjá meira
Guðmundur segir síðustu áratugi hafa einkennst af miklu svartnætti á Vestfjörðum, í kringum 9. Áratuginn hafi fólkið og fyrirtækin farið og verið stöðug fólksfækkun. Þessi hafi þó verið snúið við síðustu ár með vexti Kerecis, fjölda laxeldisfyrirtækja og sjávarútvegs á svæðinu. „Það er efnahagslegur vöxtur á Vestfjörðum, við köllum það vestfirska efnahagsævintýrið,“ segir Guðmundur sem fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það gerði hann í tilefni þess að hann tekur þátt í pallborði á málþingi á vegum Samtaka atvinnulífsins um veiðigjöldin sem fer nú fram á Hilton. Auk þess skrifaði lögfræðingur Kerecis umsögn við frumvarp stjórnvalda um veiðigjöldin þar sem hann segir þörf á frekara samráði, umræðu og greiningu á áhrifum áður en málið verður samþykkt. Þar er skorað á stjórnvöld að vísa frumvarpinu til frekari meðferðar og umræðu með hagaðilum í samfélaginu. Guðmundur bendir á að samhliða meiri vexti á Vestfjörðum hafi skattafótsporið þar verið að aukast og efnahagsleg umsvif. Skatttekjur síðustu fimm ára séu um 30 milljarðar frá Vestfjörðum og verði um 60 milljarðar næstu fimm ár og ofan á það 40 milljarðar sem Kerecis greiðir fyrir sölu á einkaleyfum á þessu ári. „Skattafótspor Vestfjarða er nú að aukast úr 30 milljörðum í 100 milljarða.“ Guðmundur segir aukinn rekstrarkostnað ríkisins taka þennan pening til sín og þannig hafi fjármagnið ekki endilega farið í innviði á Vestfjörðum en fólkið þar hafi notið þess því það sé hærra fasteignaverð, fleiri krakkar í skóla og fleiri krakkar í tónlistarskóla. Gott að vera fyrir vestan „Það er gott að vera fyrir vestan núna. Það er fólksfjölgun, fólk er að flytja þangað og þetta er vegna þess að það eru fyrirtæki þar sem gengur ágætlega í og þau eru að fjárfesta í nýjum skipum, kvíum, grunnbátum. Það eru ný fyrirtæki að verða til, ný námssmiðja. Það eru dýralæknar, kafarar, tölvufólk í fiskeldisgeiranum. Það er bara allt á blússandi siglingu.“ Nú þegar tekjurnar séu að aukast þá eigi að kippa hálfum milljarði út úr þessu hagkerfi, frá sjávarútvegsfyrirtækjunum, þá komi það til með að minnka getu þeirra til að fjárfesta í nýjum skipum, nýjum færiböndum, nýjum frystihúsum og fleiru. „Það setur þetta mögulega í uppnám að þessi efnahagslegi vöxtur haldi áfram og valdi því að sjávarútvegur haldi ekki áfram að fjárfesta,“ segir Guðmundur og gerir ráð fyrir því að minni aðilar sem eigi kvóta muni selja hann og hætti í útgerð. Guðmundur segir það þannig að sjávarútvegur um allan heim sé rekinn með neikvæðri arðsemi, sé ríkisstyrktur, og Ísland sé eina landið í heiminum þar sem hann er rekinn með bærilegum rekstrarniðurstöðum. Það séu betri rekstrarniðurstöður þar en í öðrum kerfum og með því að taka meiri pening úr honum sé hætta á að rekstrarniðurstaðan verði eins og annars staðar, og fjárfestingin minni, eins og annars staðar. Það verði minni fjárfesting og nýsköpun. Þörf á að spara ef meiri peningar eru teknir Til að setja þetta í samhengi segir Guðmundur að til dæmis hafi skattafótspor sjávarútvegarins verið um 83,4 milljarðar í fyrra og hafi hækkað um tólf og hálfan milljarð á milli ára. Með breytingum ríkisstjórnarinnar eigi að taka út sjö milljarða til viðbótar. „Ef þú lítur á heimilisbókhaldið og það eru allt í einu teknir miklu meiri peningar úr heimilisbókhaldinu þá þarf einhvers staðar að spara.“ Spurður um til dæmis arðgreiðslur til eigenda sjávarútvegsfyrirtækja segir Guðmundur að greiðslurnar séu ekki hærri en í öðrum geirum. Það séu ekki meiri peningar í vösum þeirra sem eigi sjávarútvegsfyrirtækin en í vösum þeirra sem eigi Ikea, Haga eða önnur fyrirtæki. Bent á að þetta sé ekki sambærilegur rekstur því að í sjávarútvegi sé verið að sýsla með auðlind sem þjóðin standi í þeirri trú að hún eigi svarar Guðmundur því að hún hafi enda fengið 83 milljarða í skatta frá sjávarútvegsfyrirtækjunum fyrir afnotin. Spurður um bein áhrif á Vestfirði eða vestfirsk fyrirtæki tekur Guðmundur dæmi um fyrirtækið Básafell. Það sé nýtt laxeldisfyrirtæki sem sé enn verið að byggja upp. Það hafi verið rekið með tapi síðustu ár vegna þess að það er verið að byggja upp lífmassa í kvíunum. Peningurinn til að reka þetta fyrirtæki komi frá eigendum Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal. Það séu 70 starfsmenn sem starfi þarna, dýralæknar, tölvunarfræðingar. Minni nýsköpun Verði veiðigjöldin hækkuð verði minna afgangs og hann segist hafa áhyggjur af því að þá muni menn ekki setja fjármagn í „eitthvað sem er öðruvísi“ og fyrirtæki eins og Básafell, muni fara í þrot. Guðmundur segist ekki skynja að fólk sé ósátt við sjávarútveginn eins og hann er rekinn í dag. Fólk sem starfi innan hans sé stolt af því. Kvótinn hafi verið að minnka en tekjur að aukast. Við séum langbest að nýta allan þorskinn sem sé veiddur. Hann segir deilurnar vera á milli stjórnvalda og útgerðarfyrirtækjanna og snúast um milliverðlagningu sem eigi að breyta. Stjórnvöld séu að búa til séríslenska reglu um milliverðlagningu en ætti frekar að breyta einfaldlega hlutfallinu sem ríkissjóður fái. Það sé ekki nóg að 1/3 fari til þjóðarinnar og 2/3 til útgerðar og það ætti að breyta því í 40 prósent til þjóðar og 60 prósent til útgerðarinnar. Þannig væri búið til kerfi sem sé ekki gullhúðað.
Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Fiskeldi Skattar og tollar Ísafjarðarbær Bítið Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Erlent Fleiri fréttir Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Sjá meira