Unglingsmæður á Íslandi: „Í meirihluta tilfella tekst ekki vel til“ Bjarki Ármannsson skrifar 20. apríl 2015 22:00 Fjallað var um ungar mæður á Íslandi í Brestum í kvöld. „Í meirihluta tilfella tekst ekki vel til þegar um unglingaþungun er að ræða,“ segir Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi, sem rannsakað hefur unglingaþungun undanfarin ár. Ólafur var meðal gesta í Brestaþætti kvöldsins á Stöð 2, þar sem fjallað var um ungar mæður á Íslandi. „Það væri mjög viðeigandi, nú þegar við erum að reyna að fara vel með þessar fáu krónur sem við eigum að ráðamenn kynntu sér þá möguleika sem eru í boði. Að gera ekkert, það er bara ávísun á erfiðleika, þjáningu, vandræði og kostar tugi milljarða.“ Í þætti kvöldsins kom fram að engin úrræði eru í boði hér á landi fyrir stúlkur undir lögaldri sem eignast börn, þrátt fyrir að unglingaþunganir séu mun algengari en í samanburðarlöndum. Um 150 unglingsstúlkur eignast börn á Íslandi á hverju ári.Í þætti kvöldsins var meðal annars rætt við þær Jennýju Björk, fimmtán ára verðandi móður, og Berglindi Erlendsdóttur, móður hennar. Berglind er 35 ára en hún varð móðir nítján ára. Jenný er búin að vera með Jósef, sem er fjórum árum eldri, síðan í sumar. Þau höfðu þó verið vinir einhvern tíma á undan. Hún á nú von á barni þeirra. „Ég var alltaf síælandi, bara á morgnana,“ segir Jenný. „Sem kom í veg fyrir að ég gæti mætt í skólann. Mér fannst þetta rosalega skrýtið og ég spurði marga hvað þetta gæti verið og svarið var að ég væri bara pottþétt ólétt.“ Jenný sagði móður sinni frá þunguninni við eldhúsborðið og Berglind segir sér hafa brugðið rosalega við fréttirnar. „Ég fór bara í eitthvað rugl,“ segir hún. „Ég sagði bara: Eruð þið búin að hugsa þetta og þetta og ég er bara 35, ég get ekkert orðið amma núna. Eitthvað svona. Síðan bara róar maður sig niður og tók nokkra daga í þetta. Svo fór maður bara með hana í allt sem var í boði, félagsráðgjafa og lækna og allt þetta. Það var ósköp lítið sem ég get gert, nema bara segja: Ókei, svona er þetta.“ „Við gleymdum alltaf pillunni og pældum ekkert í sprautunni,“ segir Jenný. „Síðan kosta smokkar bara alveg svakalega mikið, þannig að við vorum ekkert mikið að sækjast eftir því.“ Berglind segir engin félagsleg úrræði vera í boði fyrir stúlkur sem eignast börn undir lögaldri. Þær lendi hreinlega í gati í kerfinu. „Kerfið á Íslandi tekur ekki á móti börnum sem eru að eiga börn, það er bara þannig. Mér skilst að hún fái fæðingarstyrk, af því að hún er náttúrlega ekki í neinni vinnu og ekki neitt. En hún á ekki rétt á neinu af því að hún er svo ung sjálf,“ segir Berglind. Brestir Tengdar fréttir Varð ólétt í áttunda bekk: „Þetta var bara þaggað niður“ „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir því að það séu ungar mæður á Íslandi," segir Eva Rún Hafsteinsdóttir. 18. apríl 2015 14:45 Íslenskar unglingsmæður lenda í gati í kerfinu Engin úrræði eru í boði hér á landi fyrir stúlkur undir lögaldri sem eignast börn, þrátt fyrir að unglingaþunganir séu mun algengari en í samanburðarlöndum. Ung móðir segist upplifa sig réttindalausa og utanveltu í kerfinu. 20. apríl 2015 20:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira
„Í meirihluta tilfella tekst ekki vel til þegar um unglingaþungun er að ræða,“ segir Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi, sem rannsakað hefur unglingaþungun undanfarin ár. Ólafur var meðal gesta í Brestaþætti kvöldsins á Stöð 2, þar sem fjallað var um ungar mæður á Íslandi. „Það væri mjög viðeigandi, nú þegar við erum að reyna að fara vel með þessar fáu krónur sem við eigum að ráðamenn kynntu sér þá möguleika sem eru í boði. Að gera ekkert, það er bara ávísun á erfiðleika, þjáningu, vandræði og kostar tugi milljarða.“ Í þætti kvöldsins kom fram að engin úrræði eru í boði hér á landi fyrir stúlkur undir lögaldri sem eignast börn, þrátt fyrir að unglingaþunganir séu mun algengari en í samanburðarlöndum. Um 150 unglingsstúlkur eignast börn á Íslandi á hverju ári.Í þætti kvöldsins var meðal annars rætt við þær Jennýju Björk, fimmtán ára verðandi móður, og Berglindi Erlendsdóttur, móður hennar. Berglind er 35 ára en hún varð móðir nítján ára. Jenný er búin að vera með Jósef, sem er fjórum árum eldri, síðan í sumar. Þau höfðu þó verið vinir einhvern tíma á undan. Hún á nú von á barni þeirra. „Ég var alltaf síælandi, bara á morgnana,“ segir Jenný. „Sem kom í veg fyrir að ég gæti mætt í skólann. Mér fannst þetta rosalega skrýtið og ég spurði marga hvað þetta gæti verið og svarið var að ég væri bara pottþétt ólétt.“ Jenný sagði móður sinni frá þunguninni við eldhúsborðið og Berglind segir sér hafa brugðið rosalega við fréttirnar. „Ég fór bara í eitthvað rugl,“ segir hún. „Ég sagði bara: Eruð þið búin að hugsa þetta og þetta og ég er bara 35, ég get ekkert orðið amma núna. Eitthvað svona. Síðan bara róar maður sig niður og tók nokkra daga í þetta. Svo fór maður bara með hana í allt sem var í boði, félagsráðgjafa og lækna og allt þetta. Það var ósköp lítið sem ég get gert, nema bara segja: Ókei, svona er þetta.“ „Við gleymdum alltaf pillunni og pældum ekkert í sprautunni,“ segir Jenný. „Síðan kosta smokkar bara alveg svakalega mikið, þannig að við vorum ekkert mikið að sækjast eftir því.“ Berglind segir engin félagsleg úrræði vera í boði fyrir stúlkur sem eignast börn undir lögaldri. Þær lendi hreinlega í gati í kerfinu. „Kerfið á Íslandi tekur ekki á móti börnum sem eru að eiga börn, það er bara þannig. Mér skilst að hún fái fæðingarstyrk, af því að hún er náttúrlega ekki í neinni vinnu og ekki neitt. En hún á ekki rétt á neinu af því að hún er svo ung sjálf,“ segir Berglind.
Brestir Tengdar fréttir Varð ólétt í áttunda bekk: „Þetta var bara þaggað niður“ „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir því að það séu ungar mæður á Íslandi," segir Eva Rún Hafsteinsdóttir. 18. apríl 2015 14:45 Íslenskar unglingsmæður lenda í gati í kerfinu Engin úrræði eru í boði hér á landi fyrir stúlkur undir lögaldri sem eignast börn, þrátt fyrir að unglingaþunganir séu mun algengari en í samanburðarlöndum. Ung móðir segist upplifa sig réttindalausa og utanveltu í kerfinu. 20. apríl 2015 20:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira
Varð ólétt í áttunda bekk: „Þetta var bara þaggað niður“ „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir því að það séu ungar mæður á Íslandi," segir Eva Rún Hafsteinsdóttir. 18. apríl 2015 14:45
Íslenskar unglingsmæður lenda í gati í kerfinu Engin úrræði eru í boði hér á landi fyrir stúlkur undir lögaldri sem eignast börn, þrátt fyrir að unglingaþunganir séu mun algengari en í samanburðarlöndum. Ung móðir segist upplifa sig réttindalausa og utanveltu í kerfinu. 20. apríl 2015 20:30