„Gjörsamlega átti salinn“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2015 21:00 „Maður veit þó yfirleitt af forsetanum á bakvið sig.“ Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hélt ræðu í dag fyrir tómum Alþingissal. Þá var hann að mæla fyrir lögum um að auglýsa eigi stöður sendiherra. Í dag var mælt fyrir mörgum málum og á slíkum dögum segir Guðmundur að fámennt geti verið í þingsalnum. „Þegar ég lenti í því í fyrsta skipti að tala fyrir tómum þingsal, reyndi svolítið á. Maður þurfti að ímynda sér að maður væri að tala við einhvern. Síðan kemst þetta í vana,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Guðmundur segir þó að yfirleitt sitji einhver í þingsalnum, en nú hafi enginn gert það. „Þá reynir maður bara að ímynda sér að maður sé að tala við einhvern.“ Hann segir þetta hafa verið svipað og giggið hjá hljómsveit hans, Ske í Hull í gamla daga. „Ég held að enginn hafi mætt. Það var bara hljóðmaðurinn.“ „Málið var mikilvægt. Um að auglýsa stöður sendiherra og innblásin ræða um gagnsæi, jafnræði og fagmennsku í skipun opinberra starfa.“ Frumvarp Guðmundar má sjá hér á vef Alþingis. Þá mætti horfa á ræðu hans hér, en svo virðist sem að bilun hafi orðið á vef Alþingis. „Maður er að tala fyrir tómum sal sem er kannski sérstakt. Maður er að tala um hjartans mál og erfitt að ná einhverju flugi ef maður er að horfa á engan. Maður veit þó yfirleitt af forsetanum á bakvið sig. Svo eru auðvitað myndavélar og það er talsvert áhorf á Alþingisrásina.“ Guðmundur birti mynd af sér í tómum salnum á Facebook fyrr í kvöld. Margir hverjir sem tjá sig um myndina og deila henni virðast ósáttir og segja Alþingismenn ekki vera að sinna vinnunni sinni. „Svo ég beri nú blak að samþingmönnum mínum er það ekki eina hlutverk þingmanna að sitja í þingsal. Það eru margar leiðir til að fylgjast með þingstörfum. Þetta er allt á netinu og útsendingunni er sjónvarpað á allar skrifstofur þingmanna,“ segir Guðmundur. Var að mæla fyrir frumvarpi um að auglýsa eigi stöður sendiherra. Flutti að sjálfsögðu innblásna ræðu um mikilvægi jafnræðis, gagnsæis og fagmennsku við skipun í opinber embætti. Gjörsamlega átti salinn.Posted by Guðmundur Steingrímsson on Thursday, April 30, 2015 Alþingi Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hélt ræðu í dag fyrir tómum Alþingissal. Þá var hann að mæla fyrir lögum um að auglýsa eigi stöður sendiherra. Í dag var mælt fyrir mörgum málum og á slíkum dögum segir Guðmundur að fámennt geti verið í þingsalnum. „Þegar ég lenti í því í fyrsta skipti að tala fyrir tómum þingsal, reyndi svolítið á. Maður þurfti að ímynda sér að maður væri að tala við einhvern. Síðan kemst þetta í vana,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Guðmundur segir þó að yfirleitt sitji einhver í þingsalnum, en nú hafi enginn gert það. „Þá reynir maður bara að ímynda sér að maður sé að tala við einhvern.“ Hann segir þetta hafa verið svipað og giggið hjá hljómsveit hans, Ske í Hull í gamla daga. „Ég held að enginn hafi mætt. Það var bara hljóðmaðurinn.“ „Málið var mikilvægt. Um að auglýsa stöður sendiherra og innblásin ræða um gagnsæi, jafnræði og fagmennsku í skipun opinberra starfa.“ Frumvarp Guðmundar má sjá hér á vef Alþingis. Þá mætti horfa á ræðu hans hér, en svo virðist sem að bilun hafi orðið á vef Alþingis. „Maður er að tala fyrir tómum sal sem er kannski sérstakt. Maður er að tala um hjartans mál og erfitt að ná einhverju flugi ef maður er að horfa á engan. Maður veit þó yfirleitt af forsetanum á bakvið sig. Svo eru auðvitað myndavélar og það er talsvert áhorf á Alþingisrásina.“ Guðmundur birti mynd af sér í tómum salnum á Facebook fyrr í kvöld. Margir hverjir sem tjá sig um myndina og deila henni virðast ósáttir og segja Alþingismenn ekki vera að sinna vinnunni sinni. „Svo ég beri nú blak að samþingmönnum mínum er það ekki eina hlutverk þingmanna að sitja í þingsal. Það eru margar leiðir til að fylgjast með þingstörfum. Þetta er allt á netinu og útsendingunni er sjónvarpað á allar skrifstofur þingmanna,“ segir Guðmundur. Var að mæla fyrir frumvarpi um að auglýsa eigi stöður sendiherra. Flutti að sjálfsögðu innblásna ræðu um mikilvægi jafnræðis, gagnsæis og fagmennsku við skipun í opinber embætti. Gjörsamlega átti salinn.Posted by Guðmundur Steingrímsson on Thursday, April 30, 2015
Alþingi Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira