„Gjörsamlega átti salinn“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2015 21:00 „Maður veit þó yfirleitt af forsetanum á bakvið sig.“ Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hélt ræðu í dag fyrir tómum Alþingissal. Þá var hann að mæla fyrir lögum um að auglýsa eigi stöður sendiherra. Í dag var mælt fyrir mörgum málum og á slíkum dögum segir Guðmundur að fámennt geti verið í þingsalnum. „Þegar ég lenti í því í fyrsta skipti að tala fyrir tómum þingsal, reyndi svolítið á. Maður þurfti að ímynda sér að maður væri að tala við einhvern. Síðan kemst þetta í vana,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Guðmundur segir þó að yfirleitt sitji einhver í þingsalnum, en nú hafi enginn gert það. „Þá reynir maður bara að ímynda sér að maður sé að tala við einhvern.“ Hann segir þetta hafa verið svipað og giggið hjá hljómsveit hans, Ske í Hull í gamla daga. „Ég held að enginn hafi mætt. Það var bara hljóðmaðurinn.“ „Málið var mikilvægt. Um að auglýsa stöður sendiherra og innblásin ræða um gagnsæi, jafnræði og fagmennsku í skipun opinberra starfa.“ Frumvarp Guðmundar má sjá hér á vef Alþingis. Þá mætti horfa á ræðu hans hér, en svo virðist sem að bilun hafi orðið á vef Alþingis. „Maður er að tala fyrir tómum sal sem er kannski sérstakt. Maður er að tala um hjartans mál og erfitt að ná einhverju flugi ef maður er að horfa á engan. Maður veit þó yfirleitt af forsetanum á bakvið sig. Svo eru auðvitað myndavélar og það er talsvert áhorf á Alþingisrásina.“ Guðmundur birti mynd af sér í tómum salnum á Facebook fyrr í kvöld. Margir hverjir sem tjá sig um myndina og deila henni virðast ósáttir og segja Alþingismenn ekki vera að sinna vinnunni sinni. „Svo ég beri nú blak að samþingmönnum mínum er það ekki eina hlutverk þingmanna að sitja í þingsal. Það eru margar leiðir til að fylgjast með þingstörfum. Þetta er allt á netinu og útsendingunni er sjónvarpað á allar skrifstofur þingmanna,“ segir Guðmundur. Var að mæla fyrir frumvarpi um að auglýsa eigi stöður sendiherra. Flutti að sjálfsögðu innblásna ræðu um mikilvægi jafnræðis, gagnsæis og fagmennsku við skipun í opinber embætti. Gjörsamlega átti salinn.Posted by Guðmundur Steingrímsson on Thursday, April 30, 2015 Alþingi Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hélt ræðu í dag fyrir tómum Alþingissal. Þá var hann að mæla fyrir lögum um að auglýsa eigi stöður sendiherra. Í dag var mælt fyrir mörgum málum og á slíkum dögum segir Guðmundur að fámennt geti verið í þingsalnum. „Þegar ég lenti í því í fyrsta skipti að tala fyrir tómum þingsal, reyndi svolítið á. Maður þurfti að ímynda sér að maður væri að tala við einhvern. Síðan kemst þetta í vana,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Guðmundur segir þó að yfirleitt sitji einhver í þingsalnum, en nú hafi enginn gert það. „Þá reynir maður bara að ímynda sér að maður sé að tala við einhvern.“ Hann segir þetta hafa verið svipað og giggið hjá hljómsveit hans, Ske í Hull í gamla daga. „Ég held að enginn hafi mætt. Það var bara hljóðmaðurinn.“ „Málið var mikilvægt. Um að auglýsa stöður sendiherra og innblásin ræða um gagnsæi, jafnræði og fagmennsku í skipun opinberra starfa.“ Frumvarp Guðmundar má sjá hér á vef Alþingis. Þá mætti horfa á ræðu hans hér, en svo virðist sem að bilun hafi orðið á vef Alþingis. „Maður er að tala fyrir tómum sal sem er kannski sérstakt. Maður er að tala um hjartans mál og erfitt að ná einhverju flugi ef maður er að horfa á engan. Maður veit þó yfirleitt af forsetanum á bakvið sig. Svo eru auðvitað myndavélar og það er talsvert áhorf á Alþingisrásina.“ Guðmundur birti mynd af sér í tómum salnum á Facebook fyrr í kvöld. Margir hverjir sem tjá sig um myndina og deila henni virðast ósáttir og segja Alþingismenn ekki vera að sinna vinnunni sinni. „Svo ég beri nú blak að samþingmönnum mínum er það ekki eina hlutverk þingmanna að sitja í þingsal. Það eru margar leiðir til að fylgjast með þingstörfum. Þetta er allt á netinu og útsendingunni er sjónvarpað á allar skrifstofur þingmanna,“ segir Guðmundur. Var að mæla fyrir frumvarpi um að auglýsa eigi stöður sendiherra. Flutti að sjálfsögðu innblásna ræðu um mikilvægi jafnræðis, gagnsæis og fagmennsku við skipun í opinber embætti. Gjörsamlega átti salinn.Posted by Guðmundur Steingrímsson on Thursday, April 30, 2015
Alþingi Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sjá meira