Viðskiptaráð lýsir yfir vonbrigðum: Skattgreiðendur greiði nú uppbyggingu ferðamannastaða Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 30. apríl 2015 16:41 Sífelld aukning ferðamanna hefur haft áhrif á náttúru Íslands. Vísir/GVA Viðskiptaráð lýsir yfir vonbrigðum með að fallið hafi verið frá áformum um upptöku náttúrupassa. Þetta kemur fram í tilkynningu. Eins og fram hefur komið dagaði frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur upp í atvinnuveganefnd Alþingis. „Þess í stað stendur til að fjármagna uppbyggingu og viðhald ferðamannastaða með fjárframlögum úr ríkissjóði. Því er ljóst að kostnaður vegna aukins átroðnings á helstu ferðamannastöðum verður borinn af skattgreiðendum í stað þeirra sem njóta þjónustunnar. Afleiðingar þess verða óhjákvæmilega hærri álögur eða skert þjónusta í öðrum málaflokkum,“ segir í tilkynningunni. Ráðið telur gjaldtöku á ferðamannastöðum bestu fjármögnunarleiðina þegar kemur að uppbyggingu ferðaþjónustu. „Slík gjaldtaka leggst á þá sem njóta ávinningsins af uppbyggingu ferðamannastaða, getur dregið úr átroðningi á vinsælustu áfangastaðina og skapar hvata fyrir greinina til að koma á fót nýjum áfangastöðum. Með beinum framlögum úr ríkissjóði verður engu þessara markmiða náð.“Sjá einnig: Ferðamannastaðir verði settir á fjárlög Viðskiptaráð gerði athugasemdir við útfærslu náttúrupassans í umsögn við fyrirliggjandi frumvarp. Þrátt fyrir það segist ráðið heilt yfir hafa stutt framgöngu þess þar sem að með því yrði tekið fyrsta skrefið í átt að þróaðra kerfi „sem nær fram markmiðum um náttúruvernd samhliða aukinni framleiðni og verðmætasköpun án þess að byrðar skattgreiðenda þyngist.“ Ragnheiður Elín, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að ferðaþjónustan skili sífellt meiri tekjum sem séu rök fyrir því að fé renni beint úr ríkissjóði til að byggja upp og vernda þær náttúruperlur sem eru helsta aðdráttarafl sífellt fleiri ferðamanna sem hingað koma. „Það er von Viðskiptaráðs að stjórnvöld endurskoði afstöðu sína og innleiði markaðsmiða lausn í stað beinna ríkisframlaga með tilheyrandi aukningu á almennri skattbyrði. Einungis þannig verður hægt að skapa umgjörð fyrir sjálfbæra uppbyggingu ferðamannastaða til frambúðar,“ segir í tilkynningunni. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Viðskiptaráð lýsir yfir vonbrigðum með að fallið hafi verið frá áformum um upptöku náttúrupassa. Þetta kemur fram í tilkynningu. Eins og fram hefur komið dagaði frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur upp í atvinnuveganefnd Alþingis. „Þess í stað stendur til að fjármagna uppbyggingu og viðhald ferðamannastaða með fjárframlögum úr ríkissjóði. Því er ljóst að kostnaður vegna aukins átroðnings á helstu ferðamannastöðum verður borinn af skattgreiðendum í stað þeirra sem njóta þjónustunnar. Afleiðingar þess verða óhjákvæmilega hærri álögur eða skert þjónusta í öðrum málaflokkum,“ segir í tilkynningunni. Ráðið telur gjaldtöku á ferðamannastöðum bestu fjármögnunarleiðina þegar kemur að uppbyggingu ferðaþjónustu. „Slík gjaldtaka leggst á þá sem njóta ávinningsins af uppbyggingu ferðamannastaða, getur dregið úr átroðningi á vinsælustu áfangastaðina og skapar hvata fyrir greinina til að koma á fót nýjum áfangastöðum. Með beinum framlögum úr ríkissjóði verður engu þessara markmiða náð.“Sjá einnig: Ferðamannastaðir verði settir á fjárlög Viðskiptaráð gerði athugasemdir við útfærslu náttúrupassans í umsögn við fyrirliggjandi frumvarp. Þrátt fyrir það segist ráðið heilt yfir hafa stutt framgöngu þess þar sem að með því yrði tekið fyrsta skrefið í átt að þróaðra kerfi „sem nær fram markmiðum um náttúruvernd samhliða aukinni framleiðni og verðmætasköpun án þess að byrðar skattgreiðenda þyngist.“ Ragnheiður Elín, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að ferðaþjónustan skili sífellt meiri tekjum sem séu rök fyrir því að fé renni beint úr ríkissjóði til að byggja upp og vernda þær náttúruperlur sem eru helsta aðdráttarafl sífellt fleiri ferðamanna sem hingað koma. „Það er von Viðskiptaráðs að stjórnvöld endurskoði afstöðu sína og innleiði markaðsmiða lausn í stað beinna ríkisframlaga með tilheyrandi aukningu á almennri skattbyrði. Einungis þannig verður hægt að skapa umgjörð fyrir sjálfbæra uppbyggingu ferðamannastaða til frambúðar,“ segir í tilkynningunni.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira