Hvalfjarðargöngin opin í verkfalli og forsvarsmenn Spalar sakaðir um lögbrot Birgir Olgeirsson skrifar 30. apríl 2015 14:44 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sakar forsvarsmenn Spalar ehf. um lögbrot og höfðar til samvisku þeirra. Vísir/Pjetur/Anton „Ég vil alltaf byrja á því að taka fram að við erum glöð í hjarta með að göngin séu opin og vegfarendur fái frítt í göngin. En við hörmum það innilega að fyrirtæki skuli ekki sækja um undanþágu til að uppfylla viðbragðs og neyðaráætlun sem almannavarnir hafa gefið út ásamt ríkislögreglustjóra, slökkviliðum og svo framvegis.“ Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við Vísi um þá ákvörðun Spalar ehf. að láta öryggisfulltrúa fyrirtækisins standa vaktina í gjaldskýli við Hvalfjarðargöng í fjarveru starfsmanns sem lagði niður störf í hádeginu vegna verkfalls. Vilhjálmur segir það liggja fyrir að öryggisfulltrúi Spalar ehf. hafi enga heimild til að ganga í störf starfsmanna í gjaldskýli og segir þetta vera brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Verkalýðsfélag Akraness hafði boðið Speli ehf. að sækja um undanþágu vegna verkfallsins svo halda mætti göngunum opnum en fyrirtækið hafi ákveðið að gera það ekki og stendur öryggisstjórinn vaktina.„Brot á lögum“ „Slíkt er brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Við munum skoða það hvernig við munum bregðast við því en við erum ekki að fara í neinn slag um að loka göngunum eða því um líkt. Þeir verða að eiga þessi vinnubrögð við sína samvisku og sína starfsmenn,“ segir Vilhjálmur en spurningin er hvort Verkalýðsfélag Akraness ætli ekki að gera neitt annað en að höfða til samvisku forsvarsmanna Spalar í ljósi þess að Vilhjálmur sakar þá um lögbrot? „Við höfðum bara til samvisku þeirra og það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum af því þeim stendur til boða að fá undanþágu til að uppfylla þessa viðbragðs- og neyðaráætlun sem almannavarnir hafa gefið út. En í staðinn kjósa þeir að fótum troða þennan rétt starfsfólksins og það er dapurt.“Starfsmenn gæta öryggis vegfarenda Hann segir starfsmenn í gjaldskýlinu gegna veigamiklu hlutverki hvað öryggi vegfarenda um Hvalfjarðargöng varðar. Ekki er þörf á slíkum starfsmönnum við önnur jarðgöng á landinu til að uppfylla kröfur um almannavarnir en Vilhjálmur segir ekki hægt að líkja umferðinni um Hvalfjarðargöng við umferð um göng á borð við Bolungarvíkurgöng eða Héðinsfjarðargöng, svo dæmi séu tekin. „Kannski í fyrsta lagi liggur alveg fyrir eðli þessara ganga á þjóðvegi 1 og allir sjá sem um Hvalfjarðargöng aka þá gríðarlegu umferð sem um þau eru. Við líkjum þessu ekki saman við þau veggöng sem eru annars staðar á landinu þar sem umferðin er einungis brotabrot af því sem þarna er. Og sagan sýnir í gegnum árin hversu gríðarlega mikilvægt það er að þarna sé mannskapur til staðar til að grípa inn í og forða frekara tjóni en hugsanlega getur orðið,“ segir Vilhjálmur.Munu skoða frekari verkfallsaðgerðir Verkfall starfsmanna Spalar ehf. í gjaldskýli við Hvalfjarðargöng mun standa yfir til miðnættis á morgun. Gripið verður aftur til verkfallsaðgerða 6. og 7. maí og 19. og 20. maí en Vilhjálmur segir Verkalýðsfélag Akraness með ýmsa þætti til skoðunar er varða starfsemi við göngin. „Verkalýðsfélag Akraness getur skoðað með einstök fyrirtæki að boða til frekari verkfallsaðgerða og við munum klárlega skoða slíkt þegar menn hegða sér með þessum hætti.“ Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Ég vil alltaf byrja á því að taka fram að við erum glöð í hjarta með að göngin séu opin og vegfarendur fái frítt í göngin. En við hörmum það innilega að fyrirtæki skuli ekki sækja um undanþágu til að uppfylla viðbragðs og neyðaráætlun sem almannavarnir hafa gefið út ásamt ríkislögreglustjóra, slökkviliðum og svo framvegis.“ Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við Vísi um þá ákvörðun Spalar ehf. að láta öryggisfulltrúa fyrirtækisins standa vaktina í gjaldskýli við Hvalfjarðargöng í fjarveru starfsmanns sem lagði niður störf í hádeginu vegna verkfalls. Vilhjálmur segir það liggja fyrir að öryggisfulltrúi Spalar ehf. hafi enga heimild til að ganga í störf starfsmanna í gjaldskýli og segir þetta vera brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Verkalýðsfélag Akraness hafði boðið Speli ehf. að sækja um undanþágu vegna verkfallsins svo halda mætti göngunum opnum en fyrirtækið hafi ákveðið að gera það ekki og stendur öryggisstjórinn vaktina.„Brot á lögum“ „Slíkt er brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Við munum skoða það hvernig við munum bregðast við því en við erum ekki að fara í neinn slag um að loka göngunum eða því um líkt. Þeir verða að eiga þessi vinnubrögð við sína samvisku og sína starfsmenn,“ segir Vilhjálmur en spurningin er hvort Verkalýðsfélag Akraness ætli ekki að gera neitt annað en að höfða til samvisku forsvarsmanna Spalar í ljósi þess að Vilhjálmur sakar þá um lögbrot? „Við höfðum bara til samvisku þeirra og það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum af því þeim stendur til boða að fá undanþágu til að uppfylla þessa viðbragðs- og neyðaráætlun sem almannavarnir hafa gefið út. En í staðinn kjósa þeir að fótum troða þennan rétt starfsfólksins og það er dapurt.“Starfsmenn gæta öryggis vegfarenda Hann segir starfsmenn í gjaldskýlinu gegna veigamiklu hlutverki hvað öryggi vegfarenda um Hvalfjarðargöng varðar. Ekki er þörf á slíkum starfsmönnum við önnur jarðgöng á landinu til að uppfylla kröfur um almannavarnir en Vilhjálmur segir ekki hægt að líkja umferðinni um Hvalfjarðargöng við umferð um göng á borð við Bolungarvíkurgöng eða Héðinsfjarðargöng, svo dæmi séu tekin. „Kannski í fyrsta lagi liggur alveg fyrir eðli þessara ganga á þjóðvegi 1 og allir sjá sem um Hvalfjarðargöng aka þá gríðarlegu umferð sem um þau eru. Við líkjum þessu ekki saman við þau veggöng sem eru annars staðar á landinu þar sem umferðin er einungis brotabrot af því sem þarna er. Og sagan sýnir í gegnum árin hversu gríðarlega mikilvægt það er að þarna sé mannskapur til staðar til að grípa inn í og forða frekara tjóni en hugsanlega getur orðið,“ segir Vilhjálmur.Munu skoða frekari verkfallsaðgerðir Verkfall starfsmanna Spalar ehf. í gjaldskýli við Hvalfjarðargöng mun standa yfir til miðnættis á morgun. Gripið verður aftur til verkfallsaðgerða 6. og 7. maí og 19. og 20. maí en Vilhjálmur segir Verkalýðsfélag Akraness með ýmsa þætti til skoðunar er varða starfsemi við göngin. „Verkalýðsfélag Akraness getur skoðað með einstök fyrirtæki að boða til frekari verkfallsaðgerða og við munum klárlega skoða slíkt þegar menn hegða sér með þessum hætti.“
Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira