Viðræður komnar í strand Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2015 12:13 Tólf tíma verkfall rúmlega tíu þúsund manns í stéttarfélögum Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni hófst nú á hádegi. Forystumenn sambandsins funduðu með forystu Samtaka atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara í morgun og telja báðir aðilar að fundurinn hafi verið jákvæður. Fundurinn hjá Ríkissáttasemjara var stuttur og fyrirfram vitað að hann yrði ekki til að koma í veg fyrir mjög fjölmennt verkfall sextán stéttarfélaga á landsbyggðinni. Verkfallið hefur áhrif á nánast allar atvinugreinar en þó aðallega á fiskvinnslu, kjötvinnslu og allar greinar ferðaþjónustunnar. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir að þótt fundurinn í morgun hafi verið jákvæður sé staðan í viðræðunum mjög alvarleg.Fyrstu aðgerðir ykkar hófust í dag, lítur þú á þetta sem viðvörunarskot til atvinnurekenda? „Við erum náttúrlega bara að ýta á okkar kröfur og þetta fyrsta verkfall núna frá hádegi til miðnættis er alvöru verkfall og gert til að knýja á um okkar kröfur,“ segir Björn. Sem eru aðallega þær að lágmarkslaun hækki upp í 300 þúsund krónur á næstu þremur árum sem eru um 90 þúsund krónur á mánuði. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir eins og Björn að fundurinn hafi verið jákvæður. En atvinnurekendur kynntu meðal annars hugmyndir sínar um hækkun dagvinnulauna á móti einhverri lækkun á yfirvinnu. „Það hefur verið mjög langt á milli aðila og þar af leiðandi að okkar mati óhjákvæmilegt að til verkfalla kæmi. Það hefur einfaldlega ekki myndast sú staða hér á vinnumarkaði ennþá að það hilli undir neina lausn. Við höfum ítrekað sagt í viðræðum við alla aðila undanfarnar vikur að með þessum hætti séu viðræður einfaldlega í strandi,“ segir Þorsteinn. Hert verður á verkfallsaðgerðum Starfsgreinasambandsins eftir því sem líður á maímánuð. Þannig verður tveggja sólarhringa verkfall í næstu viku.Sýnis þér að þessi verkföll séu öll að fara að skella á og það færist mikil harka í þessa deilu? „Það er ekkert sem ég get séð í dag annað en að þessi verkföll verði. Auðvitað er þetta stutt í dag en svo fer þetta harðandi í næstu viku og svo aftur 19. og 20. maí og svo aftur 26. maí. Þannig að það fer harðnandi ef ekkert gerist en í dag sé ég ekki annað en að þetta muni verða,“ segir Björn. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir rétt að mörg fyrirtæki standi vel og önnur illa.En eruð þið kannski að horfa þar til lægsta samnefnarans í atvinnulífinu? Er ekki ljóst að það er fullt af fyrirtækjum sem ganga vel og myndu þola verulega kauphækkun án þess að hleypa þeim út í verðlagið? „Það er að sama skapi alveg ljóst að við erum alltaf að semja um lágmarkskjör. Það er fullt af fyrirtækjum sem greiðir talsvert umfram þessi lágmarkskjör. Það er raunar meginreglan að þetta eru einmitt lágmarkskjörin þar sem greitt er umfram. Eins og við sjáum í öllum tölum um meðallaun og svo framvegis. Þetta er einfaldlega gólfið sem við erum að semja um hér,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Verkfall 2016 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Tólf tíma verkfall rúmlega tíu þúsund manns í stéttarfélögum Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni hófst nú á hádegi. Forystumenn sambandsins funduðu með forystu Samtaka atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara í morgun og telja báðir aðilar að fundurinn hafi verið jákvæður. Fundurinn hjá Ríkissáttasemjara var stuttur og fyrirfram vitað að hann yrði ekki til að koma í veg fyrir mjög fjölmennt verkfall sextán stéttarfélaga á landsbyggðinni. Verkfallið hefur áhrif á nánast allar atvinugreinar en þó aðallega á fiskvinnslu, kjötvinnslu og allar greinar ferðaþjónustunnar. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir að þótt fundurinn í morgun hafi verið jákvæður sé staðan í viðræðunum mjög alvarleg.Fyrstu aðgerðir ykkar hófust í dag, lítur þú á þetta sem viðvörunarskot til atvinnurekenda? „Við erum náttúrlega bara að ýta á okkar kröfur og þetta fyrsta verkfall núna frá hádegi til miðnættis er alvöru verkfall og gert til að knýja á um okkar kröfur,“ segir Björn. Sem eru aðallega þær að lágmarkslaun hækki upp í 300 þúsund krónur á næstu þremur árum sem eru um 90 þúsund krónur á mánuði. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir eins og Björn að fundurinn hafi verið jákvæður. En atvinnurekendur kynntu meðal annars hugmyndir sínar um hækkun dagvinnulauna á móti einhverri lækkun á yfirvinnu. „Það hefur verið mjög langt á milli aðila og þar af leiðandi að okkar mati óhjákvæmilegt að til verkfalla kæmi. Það hefur einfaldlega ekki myndast sú staða hér á vinnumarkaði ennþá að það hilli undir neina lausn. Við höfum ítrekað sagt í viðræðum við alla aðila undanfarnar vikur að með þessum hætti séu viðræður einfaldlega í strandi,“ segir Þorsteinn. Hert verður á verkfallsaðgerðum Starfsgreinasambandsins eftir því sem líður á maímánuð. Þannig verður tveggja sólarhringa verkfall í næstu viku.Sýnis þér að þessi verkföll séu öll að fara að skella á og það færist mikil harka í þessa deilu? „Það er ekkert sem ég get séð í dag annað en að þessi verkföll verði. Auðvitað er þetta stutt í dag en svo fer þetta harðandi í næstu viku og svo aftur 19. og 20. maí og svo aftur 26. maí. Þannig að það fer harðnandi ef ekkert gerist en í dag sé ég ekki annað en að þetta muni verða,“ segir Björn. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir rétt að mörg fyrirtæki standi vel og önnur illa.En eruð þið kannski að horfa þar til lægsta samnefnarans í atvinnulífinu? Er ekki ljóst að það er fullt af fyrirtækjum sem ganga vel og myndu þola verulega kauphækkun án þess að hleypa þeim út í verðlagið? „Það er að sama skapi alveg ljóst að við erum alltaf að semja um lágmarkskjör. Það er fullt af fyrirtækjum sem greiðir talsvert umfram þessi lágmarkskjör. Það er raunar meginreglan að þetta eru einmitt lágmarkskjörin þar sem greitt er umfram. Eins og við sjáum í öllum tölum um meðallaun og svo framvegis. Þetta er einfaldlega gólfið sem við erum að semja um hér,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira