„Ansi groddaleg eingreiðsla upp á fjögur þúsund milljónir króna“ Heimir Már Pétursson og Stefán Árni Pálsson skrifa 9. maí 2015 13:39 Guðlaugur Þór Þórðarson. Fréttablaðið/Vilhelm Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd segir ekki liggja fyrir að ríkið yfirtaki lífeyrisskuldbindingar Ríkisútvarpsins eins og stjórn félagsins leggur til að verði gert. Það væri ansi groddaleg eingreiðsla frá skattgreiðendum upp á fjóra milljarða ef þær hugmyndir gengju eftir. Stjórn Ríkisútvarpsins og útvarpsstjóri komu fyrir fjárlaganefnd Alþingis hinn 28. apríl til að fara yfir tillögur til lausnar erfiðri fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Nefnd forsætisráðherra, fjármálaráðherra og menntamálaráðherra fer með málefni Ríkisútvarpsins ohf. og aðgerðir til lausnar fjárhagsvanda þess. Nefndin hefur þegar samþykkt að ekki verði að lækkun útvarpsgjaldsins á næsta ári eins og til stóð og mun Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra væntanlega leggja fram frumvarp þar að lútandi í haust.Öllu stærri biti er hins vegar hvernig skuli farið með lífeyrisskuldbindingar Ríkisútvarpsins ohf. Stjórnendur Ríkisútvarpsins leggja til að ríkið létti þeim af stofnuninni. Guðlaugur Þór Þórðarson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis segir enga samþykkt liggja fyrir um yfirtöku ríkisins á þeim. „Það kom okkur á óvart hvað mikið var lagt upp úr því í þeirra hugmyndum að auka framlög skattgreiðenda til stofnunarinnar. Við skulum ekki gleyma því að það er búið að hækka á þessum kjörtímabili framlögin um fimm hundrið milljónir á hverju ári. Ef þessar hugmyndir myndu ganga eftir þá væri þetta bæði hækkun á útvarpsgjaldi og ansi groddaleg eingreiðsla upp á fjögur þúsund milljónir króna,“ segir Guðlaugur. Frá árinu 2006 til 2015 hefur ríkissjóður tekið á sig afskriftir á skuldum Ríkisútvarpsins upp á tvo milljarða króna á verðlagi ársins í ár. Í fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir um 180 milljóna aukafjárveitingu til Ríkisútvarpsins og á móti gerðar kröfur um að Ríkisútvarpið leggi fram áætlanir um tiltekt í rekstrinum fyrir lok marsmánaðar á þessu ári. Stofnunin hefur þegar ákveðið að selja stóra lóð við útvarpshúsið sem áætlað er að skili 1,4 milljarði króna. Guðlaugur Þór segir fjárlaganefnd enn bíða upplýsinga frá Ríkisútvarpinu ohf. Honum finnist ekki koma til greina að létta lífeyrisskuldbindingum af Ríkisútvarpinu. „Ég get ekki séð nein málefnaleg rök fyrir því og ég held að það verði mjög erfitt að horfa framan í aðrar stofnanir ríkisins sem veita grunnþjónustu ef við myndum forgangsraða í þá veru.“ Það væri í andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar sem ákveðið hafi að forgangsraða í þágu heilbrigðis- og velferðamála. „Ef við gengum þessa leið þá myndi þessi ríkisstjórn fyrst og fremst forgangsráða í þágu ríkisfjölmiðla. Ég sé enginn málefnaleg rök fyrir því. Þessi ríkisstjórn hefur og mun áfram forgangsraða í þágu grunnþjónustunnar.“ Alþingi Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd segir ekki liggja fyrir að ríkið yfirtaki lífeyrisskuldbindingar Ríkisútvarpsins eins og stjórn félagsins leggur til að verði gert. Það væri ansi groddaleg eingreiðsla frá skattgreiðendum upp á fjóra milljarða ef þær hugmyndir gengju eftir. Stjórn Ríkisútvarpsins og útvarpsstjóri komu fyrir fjárlaganefnd Alþingis hinn 28. apríl til að fara yfir tillögur til lausnar erfiðri fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Nefnd forsætisráðherra, fjármálaráðherra og menntamálaráðherra fer með málefni Ríkisútvarpsins ohf. og aðgerðir til lausnar fjárhagsvanda þess. Nefndin hefur þegar samþykkt að ekki verði að lækkun útvarpsgjaldsins á næsta ári eins og til stóð og mun Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra væntanlega leggja fram frumvarp þar að lútandi í haust.Öllu stærri biti er hins vegar hvernig skuli farið með lífeyrisskuldbindingar Ríkisútvarpsins ohf. Stjórnendur Ríkisútvarpsins leggja til að ríkið létti þeim af stofnuninni. Guðlaugur Þór Þórðarson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis segir enga samþykkt liggja fyrir um yfirtöku ríkisins á þeim. „Það kom okkur á óvart hvað mikið var lagt upp úr því í þeirra hugmyndum að auka framlög skattgreiðenda til stofnunarinnar. Við skulum ekki gleyma því að það er búið að hækka á þessum kjörtímabili framlögin um fimm hundrið milljónir á hverju ári. Ef þessar hugmyndir myndu ganga eftir þá væri þetta bæði hækkun á útvarpsgjaldi og ansi groddaleg eingreiðsla upp á fjögur þúsund milljónir króna,“ segir Guðlaugur. Frá árinu 2006 til 2015 hefur ríkissjóður tekið á sig afskriftir á skuldum Ríkisútvarpsins upp á tvo milljarða króna á verðlagi ársins í ár. Í fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir um 180 milljóna aukafjárveitingu til Ríkisútvarpsins og á móti gerðar kröfur um að Ríkisútvarpið leggi fram áætlanir um tiltekt í rekstrinum fyrir lok marsmánaðar á þessu ári. Stofnunin hefur þegar ákveðið að selja stóra lóð við útvarpshúsið sem áætlað er að skili 1,4 milljarði króna. Guðlaugur Þór segir fjárlaganefnd enn bíða upplýsinga frá Ríkisútvarpinu ohf. Honum finnist ekki koma til greina að létta lífeyrisskuldbindingum af Ríkisútvarpinu. „Ég get ekki séð nein málefnaleg rök fyrir því og ég held að það verði mjög erfitt að horfa framan í aðrar stofnanir ríkisins sem veita grunnþjónustu ef við myndum forgangsraða í þá veru.“ Það væri í andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar sem ákveðið hafi að forgangsraða í þágu heilbrigðis- og velferðamála. „Ef við gengum þessa leið þá myndi þessi ríkisstjórn fyrst og fremst forgangsráða í þágu ríkisfjölmiðla. Ég sé enginn málefnaleg rök fyrir því. Þessi ríkisstjórn hefur og mun áfram forgangsraða í þágu grunnþjónustunnar.“
Alþingi Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira