SA segir tilboð sitt grundvöll að heildarlausn á vinnumarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 8. maí 2015 19:00 Samtök atvinnulífsins telja að tilboð þeirra til Starfsgreinasambandsins um 23,5 prósenta launahækkun geti orðið grunnurinn að almennum kjarasamningum. En þá þurfi samtök launafólks hjá hinu opinbera og ríkisstjórnin einnig að koma að sameiginlegu samningaborði. Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram tilboð til Starfsgreinasambandsins sem þau segja þýða 23,5 prósenta hækkun dagvinnulauna á þremur árum sem þýði að mánaðrlaun muni hækka um 47 þúsund krónur á samningstímanum. Þetta eru töluvert meiri hækkanir en þau 3,5 prósent myndu gefa og áður hafa verið boðin. Allar þær kjaradeilur sem nú standa yfir snúast um það að reyna að auka kaupmáttinn. Samtök atvinnulífsins segja að tilboð þeirra þýði sögulega hækkun launa og kaupmáttar. Hins vegar verði erfitt að semja við alla án aðkomu ríkisins. Þá er fyrst og fremst horft til húsnæðismálannaog jafnvel breytinga á persónuafslætti. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur m.a. verið rætt við stjórnvöld um þrepaskiptan persónuafslátt og hækkun hans fyrir tekjulægstu hópana. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins og SA funduðu um tilboð atvinnurekenda í dag. „Ég met þetta sem mjög góðan fund. Menn ræddu málin opinskátt og veltu upp ýmsum hliðum, möguleikum og útfærslum,“ segir Hannes G. Sigurðsson aðstoðrarframkvæmdastjóri SA. Á móti þeim kauphækkunum sem SA býður vilja samtökin að dagvinnutíminn verði sveigjanlegri þannig að átta tíma dagvinna geti farið fram á tímabilinu sex að morgni til sjö að kveldi og að yfirvinnuálag lækki. Fyrst samkvæmt heimildum fréttastofunnar úr 80 prósentum í 60 prósent og endi í 50 prósentum við lok samningstímans.Heldur þú að það náist nokkurn tíma í gegn hjá verkalýðshreyfingunni?„Ég vil nálgast þetta frá hinni hliðinni. Þetta er eina leiðin fyrir okkur til að koma eitthvað til móts við hinar miklu kröfur sem við stöndum frammi fyrir. Við höfum þá trú að þessar breytingar á vinnutímaákvæðinu og aukin sveigjanleiki geti aukið framleiðni sem muni þá skapa grundvöll fyrir auknum kaupmætti,“ segir Hannes. Ef þetta eigi hins vegar að ganga upp þurfi opinberir starfsmenn einnig að verða hluti af heildarsamkomulagi og stjórnvöld þurfi að leggja sitt til málanna. „Við stöndum frammi fyrir því að nánast öll þjóðin er að fara í verkfall og það er ekki möguleiki að leysa þessa kjaradeilu nema með einni samræmdri lausn. Þessar hugmyndir okkar um aukinn sveigjanleika vinnutíma og aukna framleiðni; forsenda þeirrar lausnar er að hún gangi yfir alla,“ segir Hannes G. Sigurðsson. Verkfall 2016 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Samtök atvinnulífsins telja að tilboð þeirra til Starfsgreinasambandsins um 23,5 prósenta launahækkun geti orðið grunnurinn að almennum kjarasamningum. En þá þurfi samtök launafólks hjá hinu opinbera og ríkisstjórnin einnig að koma að sameiginlegu samningaborði. Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram tilboð til Starfsgreinasambandsins sem þau segja þýða 23,5 prósenta hækkun dagvinnulauna á þremur árum sem þýði að mánaðrlaun muni hækka um 47 þúsund krónur á samningstímanum. Þetta eru töluvert meiri hækkanir en þau 3,5 prósent myndu gefa og áður hafa verið boðin. Allar þær kjaradeilur sem nú standa yfir snúast um það að reyna að auka kaupmáttinn. Samtök atvinnulífsins segja að tilboð þeirra þýði sögulega hækkun launa og kaupmáttar. Hins vegar verði erfitt að semja við alla án aðkomu ríkisins. Þá er fyrst og fremst horft til húsnæðismálannaog jafnvel breytinga á persónuafslætti. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur m.a. verið rætt við stjórnvöld um þrepaskiptan persónuafslátt og hækkun hans fyrir tekjulægstu hópana. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins og SA funduðu um tilboð atvinnurekenda í dag. „Ég met þetta sem mjög góðan fund. Menn ræddu málin opinskátt og veltu upp ýmsum hliðum, möguleikum og útfærslum,“ segir Hannes G. Sigurðsson aðstoðrarframkvæmdastjóri SA. Á móti þeim kauphækkunum sem SA býður vilja samtökin að dagvinnutíminn verði sveigjanlegri þannig að átta tíma dagvinna geti farið fram á tímabilinu sex að morgni til sjö að kveldi og að yfirvinnuálag lækki. Fyrst samkvæmt heimildum fréttastofunnar úr 80 prósentum í 60 prósent og endi í 50 prósentum við lok samningstímans.Heldur þú að það náist nokkurn tíma í gegn hjá verkalýðshreyfingunni?„Ég vil nálgast þetta frá hinni hliðinni. Þetta er eina leiðin fyrir okkur til að koma eitthvað til móts við hinar miklu kröfur sem við stöndum frammi fyrir. Við höfum þá trú að þessar breytingar á vinnutímaákvæðinu og aukin sveigjanleiki geti aukið framleiðni sem muni þá skapa grundvöll fyrir auknum kaupmætti,“ segir Hannes. Ef þetta eigi hins vegar að ganga upp þurfi opinberir starfsmenn einnig að verða hluti af heildarsamkomulagi og stjórnvöld þurfi að leggja sitt til málanna. „Við stöndum frammi fyrir því að nánast öll þjóðin er að fara í verkfall og það er ekki möguleiki að leysa þessa kjaradeilu nema með einni samræmdri lausn. Þessar hugmyndir okkar um aukinn sveigjanleika vinnutíma og aukna framleiðni; forsenda þeirrar lausnar er að hún gangi yfir alla,“ segir Hannes G. Sigurðsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira