Idris Elba sló 88 ára hraðamet Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2015 11:15 Idris Elba fagnar metslættinum á Pendine sandströndinni í Wales. Leikarinn Idris Elba sem þekktur er úr The Wire, Luther og Thor gerði sér lítið fyrir og bætti 88 ára „Flying mile“ hraðamet á Bentley bíl sínum á Pendine sandströndinni í Wales. Metið hafði staðið frá 1927 og var í eigu Sir Malcolm Campell á Napier-Campbell Blue Bird bíl sínum og náði hann þá 281,3 km meðalhraða. Til þess að bæta metið þufti Elba að halda meiri meðalhraða í fulla mílu og sló hann það nokkuð sannfærandi og náði 290,2 km meðalhraða. Á þessari leið sinni náði Idris Elba á tíma 300 km hraða. Bíll Idris Elba er Bentley Continental GT Speed með 12 stokka og 635 hestafla vél. Þessi metsláttur Elba var tekinn upp fyrir þáttinn Idris Elba: No Limits sem framleiddur er af Discovery Channel og verður sendur út í júlí.Napier-Campbell Blue Bird bíll Sir Malcolm Campbell átti metið áður, sem staðið hafði frá árinu 1927. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent
Leikarinn Idris Elba sem þekktur er úr The Wire, Luther og Thor gerði sér lítið fyrir og bætti 88 ára „Flying mile“ hraðamet á Bentley bíl sínum á Pendine sandströndinni í Wales. Metið hafði staðið frá 1927 og var í eigu Sir Malcolm Campell á Napier-Campbell Blue Bird bíl sínum og náði hann þá 281,3 km meðalhraða. Til þess að bæta metið þufti Elba að halda meiri meðalhraða í fulla mílu og sló hann það nokkuð sannfærandi og náði 290,2 km meðalhraða. Á þessari leið sinni náði Idris Elba á tíma 300 km hraða. Bíll Idris Elba er Bentley Continental GT Speed með 12 stokka og 635 hestafla vél. Þessi metsláttur Elba var tekinn upp fyrir þáttinn Idris Elba: No Limits sem framleiddur er af Discovery Channel og verður sendur út í júlí.Napier-Campbell Blue Bird bíll Sir Malcolm Campbell átti metið áður, sem staðið hafði frá árinu 1927.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent