Hleruð upptaka: „Hreiðar býst við að fara í jailið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2015 12:32 Í símtali sem saksóknari hleraði sagði Bjarki að Hreiðar Már byggist við því að fara í fangelsi. Vísir/Pjetur Björn Þorvaldsson, saksóknari, hefur spilað nokkur símtöl fyrir dómi í dag en Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum bankans.Hleruð símtöl spiluð Saksóknari spilaði meðal annars símtal sem hlerað var við rannsókn málsins í apríl 2010. Þar ræðir Bjarki við Jóhannes Bjarna Björnsson, lögmann, um hvort að viðskipti Kaupþings með eigin bréf hafi verið markaðsmisnotkun. JBB: „Þetta er bara markaðsmisnotkun, hrein og klár, það blasir bara við.“ BD:„Já, já.“ JBB: „Það er einhvern veginn erfitt að verjast því sko og það er erfitt að verjast því þegar menn voru farnir að breyta útlánareglunum [...]“ BD: „Já, það eru forstjórarnir sem eru langsamlega veikastir. Þeir taka ákvarðanir um þetta. Það var hlutverk forstjórans og stjórnarformannsins að finna hluthafa og ef þeir fundu þá ekki þá bjuggu þeir þá bara til.“ Bjarki og Jóhannes ræða svo um að verðinu í hlutabréfum Kaupþings hafi verið haldið uppi og það hafi verið reynt að koma í veg fyrir að verðið lækkaði eða hægja á lækkun. JBB: „Það er auðvitað markaðsmisnotkun.“ BD: „Þetta er bara skólabókardæmi.“ Spurður út í þetta símtal sagði Bjarki að það væri síðan 12. apríl 2010 en þá um morguninn hafði Rannsóknarskýrsla Alþingis um bankahrunið komið út. „Fólki var brugðið og mér var líka brugðið vegna þeirra ályktanna sem settar voru fram þar og þessi mynd sem dregin var upp í skýrslunni. [...] Hugmyndir um markaðsmisnotkun [í símtalinu] bera keim af því sem fram kom í rannsóknarskýrslunni og svo mikilli umfjöllun um Stím-málið.“Hreiðar og kannski Siggi í fangelsi Í öðru símtali frá 13. apríl 2010 ræðir Bjarki svo við Jónas Björn Sigurgeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri samskiptasviðs Kaupþings. Þeir ræða um verkferla vegna viðskipta með Kaupþings með eigin bréf og hver sé ábyrgur fyrir kaupum og sölu hlutabréfanna. Þeir ræða meðal annars aðkomu Hreiðar Más og ábyrgð Bjarka vegna lánveitinga til hlutabréfakaupa. JBS: „Nei, þú sleppur, þetta endar með því að Hreiðar tekur jailið og kannski Siggi. [...] Hreiðar býst við að fara í jailið.“ Bjarki veltir því síðan fyrir sér hvað verði um hann sjálfan og segir svo: „Og auðvitað kem ég alveg til með að engjast. Ef ég er að segja satt og rétt frá kem ég til með að benda svolítið mikið á Hreiðar og það er alveg ömurlegt.“ Björn spurði Bjarka í hvaða tilvikum hann þyrfti að benda á Hreiðar. „Ég er bara þarna að draga ályktanir um að hann hafi komið að sölu á hlutabréfunum, ég veit það ekki fyrir víst.“ Saksóknari spurði hvort hann hefði dregið þær ályktanir út frá Rannsóknarskýrslu Alþingis. Sagði Bjarki ekki svo hafa verið; þetta hefði verið almennt ályktað. Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Stím málið Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari, hefur spilað nokkur símtöl fyrir dómi í dag en Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum bankans.Hleruð símtöl spiluð Saksóknari spilaði meðal annars símtal sem hlerað var við rannsókn málsins í apríl 2010. Þar ræðir Bjarki við Jóhannes Bjarna Björnsson, lögmann, um hvort að viðskipti Kaupþings með eigin bréf hafi verið markaðsmisnotkun. JBB: „Þetta er bara markaðsmisnotkun, hrein og klár, það blasir bara við.“ BD:„Já, já.“ JBB: „Það er einhvern veginn erfitt að verjast því sko og það er erfitt að verjast því þegar menn voru farnir að breyta útlánareglunum [...]“ BD: „Já, það eru forstjórarnir sem eru langsamlega veikastir. Þeir taka ákvarðanir um þetta. Það var hlutverk forstjórans og stjórnarformannsins að finna hluthafa og ef þeir fundu þá ekki þá bjuggu þeir þá bara til.“ Bjarki og Jóhannes ræða svo um að verðinu í hlutabréfum Kaupþings hafi verið haldið uppi og það hafi verið reynt að koma í veg fyrir að verðið lækkaði eða hægja á lækkun. JBB: „Það er auðvitað markaðsmisnotkun.“ BD: „Þetta er bara skólabókardæmi.“ Spurður út í þetta símtal sagði Bjarki að það væri síðan 12. apríl 2010 en þá um morguninn hafði Rannsóknarskýrsla Alþingis um bankahrunið komið út. „Fólki var brugðið og mér var líka brugðið vegna þeirra ályktanna sem settar voru fram þar og þessi mynd sem dregin var upp í skýrslunni. [...] Hugmyndir um markaðsmisnotkun [í símtalinu] bera keim af því sem fram kom í rannsóknarskýrslunni og svo mikilli umfjöllun um Stím-málið.“Hreiðar og kannski Siggi í fangelsi Í öðru símtali frá 13. apríl 2010 ræðir Bjarki svo við Jónas Björn Sigurgeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri samskiptasviðs Kaupþings. Þeir ræða um verkferla vegna viðskipta með Kaupþings með eigin bréf og hver sé ábyrgur fyrir kaupum og sölu hlutabréfanna. Þeir ræða meðal annars aðkomu Hreiðar Más og ábyrgð Bjarka vegna lánveitinga til hlutabréfakaupa. JBS: „Nei, þú sleppur, þetta endar með því að Hreiðar tekur jailið og kannski Siggi. [...] Hreiðar býst við að fara í jailið.“ Bjarki veltir því síðan fyrir sér hvað verði um hann sjálfan og segir svo: „Og auðvitað kem ég alveg til með að engjast. Ef ég er að segja satt og rétt frá kem ég til með að benda svolítið mikið á Hreiðar og það er alveg ömurlegt.“ Björn spurði Bjarka í hvaða tilvikum hann þyrfti að benda á Hreiðar. „Ég er bara þarna að draga ályktanir um að hann hafi komið að sölu á hlutabréfunum, ég veit það ekki fyrir víst.“ Saksóknari spurði hvort hann hefði dregið þær ályktanir út frá Rannsóknarskýrslu Alþingis. Sagði Bjarki ekki svo hafa verið; þetta hefði verið almennt ályktað.
Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Stím málið Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira