Kári: Ekkert ýkja bjartsýnn með Karólínu Ingvi Þór Sæmundsson í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi skrifar 5. maí 2015 22:02 Kári Garðarson, þjálfari Gróttu, í leiknum í kvöld. Vísir/Stefán Kári Garðarson, þjálfari Gróttu, var hæstánægður með sigur Seltirninga á Stjörnunni fyrsta leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. "Þetta var mjög sveiflukenndur leikur. Þær komust yfir í fyrri hálfleik en við nörtuðum í það forskot undir lok hálfleiksins," sagði Kári. "Við sýndum svo mikinn karakter í seinni hálfleik, þéttum vörnina og Íris (Björk Símonardóttir) var frábær í markinu. Svo fórum við að skora framhjá Florentinu (Stanciu) og nýta færin okkar betur. "Ég er gríðarlega stoltur af stelpunum, sérstaklega í ljósi þess hversu mörg skörð hafa verið höggvin í okkar lið," sagði Kári en Karólína Bæhrenz Lárudóttir fór meidd af velli snemma leiks. Þjálfarinn var ekkert alltof bjartsýnn á frekari þátttöku hennar í úrslitarimmunni. "Það er erfitt að segja hver staðan á henni er núna en tognun aftan í læri er alltaf mjög erfið og maður er lengi að jafna sig á því. Ég er ekkert ýkja bjartsýnn með hana," sagði Kári en Laufey Ásta Guðmundsdóttir, fyrirliði Gróttu, er einnig meidd og spilaði ekkert í seinni hálfleik í kvöld. Þá hefur Anett Köbli ekki leikið með Seltirningum frá því í öðrum leiknum gegn ÍBV vegna meiðsla. "Laufey var að pína sig áfram og það hlaut eitthvað að gefa sig í kálfanum og svo misstum við Evu Margréti (Kristinsdóttur) út af með rautt spjaldið," sagði Kári en hvað fannst honum um þann dóm? "Mér fannst það mjög sérstakt en þessir dómarar (Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson) reka mikið út af. Maður hefur varla tölu á því hversu marga þeir eru búnir að reka út af og áður en maður veit eru þeir búnir að reka annan út af," sagði Kári en við hversu býst hann í leik tvö á fimmtudaginn? "Ég býst við því sama og í kvöld. Sterkum vörnum, markvörslu og sóknarleik sem er ekkert alltaf gullfallegur," sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Sjá meira
Kári Garðarson, þjálfari Gróttu, var hæstánægður með sigur Seltirninga á Stjörnunni fyrsta leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. "Þetta var mjög sveiflukenndur leikur. Þær komust yfir í fyrri hálfleik en við nörtuðum í það forskot undir lok hálfleiksins," sagði Kári. "Við sýndum svo mikinn karakter í seinni hálfleik, þéttum vörnina og Íris (Björk Símonardóttir) var frábær í markinu. Svo fórum við að skora framhjá Florentinu (Stanciu) og nýta færin okkar betur. "Ég er gríðarlega stoltur af stelpunum, sérstaklega í ljósi þess hversu mörg skörð hafa verið höggvin í okkar lið," sagði Kári en Karólína Bæhrenz Lárudóttir fór meidd af velli snemma leiks. Þjálfarinn var ekkert alltof bjartsýnn á frekari þátttöku hennar í úrslitarimmunni. "Það er erfitt að segja hver staðan á henni er núna en tognun aftan í læri er alltaf mjög erfið og maður er lengi að jafna sig á því. Ég er ekkert ýkja bjartsýnn með hana," sagði Kári en Laufey Ásta Guðmundsdóttir, fyrirliði Gróttu, er einnig meidd og spilaði ekkert í seinni hálfleik í kvöld. Þá hefur Anett Köbli ekki leikið með Seltirningum frá því í öðrum leiknum gegn ÍBV vegna meiðsla. "Laufey var að pína sig áfram og það hlaut eitthvað að gefa sig í kálfanum og svo misstum við Evu Margréti (Kristinsdóttur) út af með rautt spjaldið," sagði Kári en hvað fannst honum um þann dóm? "Mér fannst það mjög sérstakt en þessir dómarar (Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson) reka mikið út af. Maður hefur varla tölu á því hversu marga þeir eru búnir að reka út af og áður en maður veit eru þeir búnir að reka annan út af," sagði Kári en við hversu býst hann í leik tvö á fimmtudaginn? "Ég býst við því sama og í kvöld. Sterkum vörnum, markvörslu og sóknarleik sem er ekkert alltaf gullfallegur," sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Sjá meira