„Þetta er rétt hjá ákærða, hann er ekki í prófi“ sunna kristín hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2015 10:58 vísir/gva Björn Þorvaldsson, saksóknari, spyr Sigurð Einarsson nú út í ákæruatriði í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem embætti sérstaks saksóknara hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Sigurður byrjaði á að svara spurningum sem snúa að fyrsta lið ákærunnar en þar eiga starfsmenn eigin viðskipta Kaupþings að hafa keypt mikið magn af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Eiga þeir að hafa gert það að undirlagi yfirmanna hjá Kaupþingi, meðal annars Sigurðar Einarssonar. Kom ekki nálægt hlutabréfakaupum bankans í sjálfum sér Fyrir dómi í morgun kvaðst Sigurður ekki kannast við að hafa komið nálægt kaupum Kaupþings á hlutabréfum í sjálfu sér. Hann segist aðeins hafa vitað að bankinn mætti ekki fara yfir 10% mörkin samkvæmt lögum og reglum. Fimm prósent mörkin hafi ekki skipt hann sérstaklega miklu máli.Sjá einnig: Sigurður Einarsson í héraðsdómi: „Traust mitt á réttarkerfinu er ekki lengur til staðar“ Þá sagði Sigurður að hann hefði ekki haft neina yfirsýn yfir það hversu mikið eigin viðskipti keyptu í eigin bréfum enda hafi hann engu ráðið þar um. Það eina sem hann vissi var það sem kom fram á stjórnarfundum hverju sinni um hversu mikið Kaupþing átti í eigin bréfum. Fram kom við skýrslutöku yfir Ingólfi Helgasyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi að Sigurður hafi lagt línuna með það hversu mikið bankinn keypti í sjálfum sér. Sigurður kannaðist ekki við það fyrir dómi í dag.„Kannski var þessum póstum eytt“ Gögn málsins benda til þess að Sigurður hafi fengið yfirlitspósta yfir viðskipti eigin viðskipta með bréf í Kaupþingi en Sigurður segir að þessir tölvupóstar finnist ekki í pósthólfi hans. „Kannski var þessum póstum eytt af aðstoðarmanni mínum, ég veit það ekki. Ég fór yfir þetta í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara á sínum tíma að þessir póstar hafi ekki fundist í inboxinu mínu.“ Saksóknari spurði Sigurð svo út í formlega og óformlega viðskiptavakt en komið hefur fram að Kaupþing hafi verið með svokallaða óformlega viðskiptavakt í bréfum bankans. Sigurður gat litlu svarað um þetta og spurði saksóknari hann þá út í það hvaða reglur gilda um formlega viðskiptavakt. „Ég er ekki í prófi hérna,“ svaraði Sigurður. Undir þetta tók dómsformaður, Arngrímur Ísberg: „Þetta er rétt hjá ákærða, hann er ekki í prófi. Það á bara að spyrja út í ákæruatriðin.“ Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari, spyr Sigurð Einarsson nú út í ákæruatriði í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem embætti sérstaks saksóknara hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Sigurður byrjaði á að svara spurningum sem snúa að fyrsta lið ákærunnar en þar eiga starfsmenn eigin viðskipta Kaupþings að hafa keypt mikið magn af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Eiga þeir að hafa gert það að undirlagi yfirmanna hjá Kaupþingi, meðal annars Sigurðar Einarssonar. Kom ekki nálægt hlutabréfakaupum bankans í sjálfum sér Fyrir dómi í morgun kvaðst Sigurður ekki kannast við að hafa komið nálægt kaupum Kaupþings á hlutabréfum í sjálfu sér. Hann segist aðeins hafa vitað að bankinn mætti ekki fara yfir 10% mörkin samkvæmt lögum og reglum. Fimm prósent mörkin hafi ekki skipt hann sérstaklega miklu máli.Sjá einnig: Sigurður Einarsson í héraðsdómi: „Traust mitt á réttarkerfinu er ekki lengur til staðar“ Þá sagði Sigurður að hann hefði ekki haft neina yfirsýn yfir það hversu mikið eigin viðskipti keyptu í eigin bréfum enda hafi hann engu ráðið þar um. Það eina sem hann vissi var það sem kom fram á stjórnarfundum hverju sinni um hversu mikið Kaupþing átti í eigin bréfum. Fram kom við skýrslutöku yfir Ingólfi Helgasyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi að Sigurður hafi lagt línuna með það hversu mikið bankinn keypti í sjálfum sér. Sigurður kannaðist ekki við það fyrir dómi í dag.„Kannski var þessum póstum eytt“ Gögn málsins benda til þess að Sigurður hafi fengið yfirlitspósta yfir viðskipti eigin viðskipta með bréf í Kaupþingi en Sigurður segir að þessir tölvupóstar finnist ekki í pósthólfi hans. „Kannski var þessum póstum eytt af aðstoðarmanni mínum, ég veit það ekki. Ég fór yfir þetta í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara á sínum tíma að þessir póstar hafi ekki fundist í inboxinu mínu.“ Saksóknari spurði Sigurð svo út í formlega og óformlega viðskiptavakt en komið hefur fram að Kaupþing hafi verið með svokallaða óformlega viðskiptavakt í bréfum bankans. Sigurður gat litlu svarað um þetta og spurði saksóknari hann þá út í það hvaða reglur gilda um formlega viðskiptavakt. „Ég er ekki í prófi hérna,“ svaraði Sigurður. Undir þetta tók dómsformaður, Arngrímur Ísberg: „Þetta er rétt hjá ákærða, hann er ekki í prófi. Það á bara að spyrja út í ákæruatriðin.“
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira