Handbolti

Helena Rut með 6,1 mark að meðaltali í leik í úrslitakeppninni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Helena Rut hefur farið mikinn í úrslitakeppninni.
Helena Rut hefur farið mikinn í úrslitakeppninni. vísir/daníel
Grótta og Stjarnan mætast í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld.

Grótta, sem varð deildarmeistari, sló Selfoss út í tveimur leikjum í átta-liða úrslitunum og tryggði sér svo sæti í úrslitarimmunni með sigri á ÍBV í oddaleik í undanúrslitunum.

Stjarnan, sem endaði í 3. sæti deildarinnar, byrjaði á því að leggja Val í þremur leikjum og fór svo í gegnum fimm leikja einvígi við Fram í undanúrslitunum. Þetta er annað árið í röð sem Stjarnan leikur til úrslita í Olís-deild kvenna en liðið hefur sjö sinnum orðið Íslandsmeistari, síðast árið 2009.

Grótta hefur skorað 193 mörk í sjö leikjum í úrslitakeppninni til þessa, eða 27,6 mörk að meðaltali í leik.

Eva Björk Davíðsdóttir hefur verið iðinn við kolann hjá Seltirningum en leikstjórnandinn hefur skorað 40 mörk í leikjunum sjö, eða 5,7 mörk að meðaltali í leik. Næst kemur Karólína Bæhrenz Lárudóttir með 36 mörk, en stór hluti þeirra hefur komið eftir hraðaupphlaup.

Stjarnan hefur aftur á móti gert 172 mörk í átta leikjum, eða 21,5 að meðaltali í leik. Helena Rut Örvarsdóttir hefur verið iðnust við kolann hjá Garðbæingum en hún er komin með 49 mörk í úrslitakeppninni, ekkert úr vítakasti.

Þórhildur Gunnarsdóttir og Sólveig Lára Kjærnested koma næstar með 28 mörk hvor en 11 leikmenn Stjörnunnar hafa skorað í úrslitakeppni líkt og hjá Gróttu.

Leikurinn í kvöld er í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi og hefst klukkan 19:30. Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.

Eva Björk er markahæst Gróttukvenna í úrslitakeppninni með 40 mörk.vísir/valli
Mörk Gróttu í úrslitakeppninni (193):

Eva Björk Davíðsdóttir 40/12

Karólína Bæhrenz Lárudóttir 36

Anna Úrsúla Guðmunsdóttir 25

Lovísa Thompson 20

Laufey Ásta Guðmundsdóttir 20/5

Anett Köbli 11

Eva Margrét Kristinsdóttir 10

Arndís María Erlingsdóttir 8

Sunna María Einarsdóttir 8

Guðný Hjaltadóttir 5

Þórunn Friðriksdóttir 3

Mörk Stjörnunnar (172):

Helena Rut Örvarsdóttir 49

Sólveig Lára Kjærnested 28/6

Þórhildur Gunnarsdóttir 28/11

Hanna G. Stefánsdóttir 13

Esther Viktoría Ragnarsdóttir 13

Nataly Sæunn Valencia 12

Alina Tamasan 8

Stefanía Theodórsdóttir 8/5

Guðrún Erla Bjarnadóttir 6

Arna Björk Almarsdóttir 4

Sandra Sif Sigurjónsdóttir 3


Tengdar fréttir

ÍBV svaraði fyrir skellinn á Nesinu

ÍBV jafnaði metin í undanúrslitarimmunni við Gróttu með eins marks sigri, 30-29, í Íþróttahöllinni í Vestmannaeyjum í dag.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 23-18 | Stjarnan jafnaði metin

Stjarnan jafnaði metin í undanúrslitareinvíginu gegn Fram í Olís-deild kvenna, en annar leikur liðanna fór fram í TM-höllinni í Garðarbæ í dag. Lokatölur urðu 23-18, en Stjarnan náði góðri forystu í fyrri hálfleik sem liðið hélt út allan leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×