BHM skoðar leiðir til að herða verkfallsaðgerðir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. maí 2015 19:30 Aukin harka er að færast í átökin á vinnumarkaðnum. Bandalag háskólamanna skoðar leiðir til að herða verkfallsaðgerðir sínar þegar nær mánuður er frá því að verkföll hófust. Þá virðist fátt geta afstýrt tveggja sólahringa verkfalli tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandins eftir helgina. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt í kjaradeilu BHM og ríksins á þeim tæpa mánuði sem verkfallsaðgerðir BHM hafa staðið yfir. Vilji er nú meðal félagsmanna að herða aðgerðirnar. „Ég held að mönnum fari nú að verða það ljóst að það er mikið í gangi í landinu þessa dagana og þessi stefna að bjóða mönnum sífellt upp á 3,5% er eitthvað sem að verður ekki tekið við. Nú menn fara auðvitað að skoða það og eru að skoða það, í baklandinu, hvernig hægt sé að herða á þeim aðgerðum sem í gangi eru,“ segir Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM. Á meðal þeirra félagsmanna BHM sem eru í verkfalli eru geislafræðingar og ljósmæður á Landspítalanum, lögfræðingar hjá Sýslumanni Reykjavíkur, dýralæknar og starfsmenn hjá Matvælastofnun. Páll segir fleiri hópa innan félagsins skoða það að leggja niður störf á næstunni. Verkfallsaðgerðirnar hafa haft víðtæk áhrif en þó nokkrar undanþágur hafa verið gefnar til að kalla starfsmenn til vinnu á meðan á verkfalli hefur staðið. „Um undanþágur gilda auðvitað bara ákveðnar reglur og við getum í sjálfu sér ekki breytt þeim. Stéttarfélögin geta ekki breytt þeim. Hins vegar hafa stéttarfélögin verið svona að reyna að beina því til undanþágunefndar að fara vægilega um hluti. Ég veit ekki hvort að þau verði eins mikið í því á næstunni,“ segir Páll. Allt stefnir í að tíu þúsund félagsmenn starfsgreinasambandis leggi niður störf á þriðjudaginn í tvo sólarhringa. „Þetta hefur töluvert meiri áhrif heldur en síðast. Við fórum í verkfall síðast á fimmtudaginn í hálfan dag. Þarna erum við að tala um tveggja daga lokun. Ég reikna með að þetta muni hafa víðtæk áhrif á matvinnslu, á ferðaþjónustu, fólksflutninga og vöruflutninga og fleira. Ég sé ekki að það sé það er mikið sem geti afstýrt verkfallinu framundan,“ segir Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir stöðuna alvarlega. „Það er alveg ljóst að ef að kemur til verkfallsátaka af fullum þunga eins og boðað hefur verið þá getur það orðið mjög alvarlegt ástand. Gæti haft mjög alvarleg áhrif á hagkerfið í heild sinni ef að til þess kemur en ég treysti því að við finnum lausn áður en að svo verður,“segir Þorsteinn. Eftir að Flóabandalagið, VR og Landssamband verslunarmanna slitu kjaraviðræðum í vikunni þá hófu þau að undirbúa verkfallsaðgerðir. Verkföll gætu orðið að veruleika í lok maí. „Við gerum ráð fyrir því að það verði hafin atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun um miðjan þennan mánuð,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR. Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Sjá meira
Aukin harka er að færast í átökin á vinnumarkaðnum. Bandalag háskólamanna skoðar leiðir til að herða verkfallsaðgerðir sínar þegar nær mánuður er frá því að verkföll hófust. Þá virðist fátt geta afstýrt tveggja sólahringa verkfalli tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandins eftir helgina. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt í kjaradeilu BHM og ríksins á þeim tæpa mánuði sem verkfallsaðgerðir BHM hafa staðið yfir. Vilji er nú meðal félagsmanna að herða aðgerðirnar. „Ég held að mönnum fari nú að verða það ljóst að það er mikið í gangi í landinu þessa dagana og þessi stefna að bjóða mönnum sífellt upp á 3,5% er eitthvað sem að verður ekki tekið við. Nú menn fara auðvitað að skoða það og eru að skoða það, í baklandinu, hvernig hægt sé að herða á þeim aðgerðum sem í gangi eru,“ segir Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM. Á meðal þeirra félagsmanna BHM sem eru í verkfalli eru geislafræðingar og ljósmæður á Landspítalanum, lögfræðingar hjá Sýslumanni Reykjavíkur, dýralæknar og starfsmenn hjá Matvælastofnun. Páll segir fleiri hópa innan félagsins skoða það að leggja niður störf á næstunni. Verkfallsaðgerðirnar hafa haft víðtæk áhrif en þó nokkrar undanþágur hafa verið gefnar til að kalla starfsmenn til vinnu á meðan á verkfalli hefur staðið. „Um undanþágur gilda auðvitað bara ákveðnar reglur og við getum í sjálfu sér ekki breytt þeim. Stéttarfélögin geta ekki breytt þeim. Hins vegar hafa stéttarfélögin verið svona að reyna að beina því til undanþágunefndar að fara vægilega um hluti. Ég veit ekki hvort að þau verði eins mikið í því á næstunni,“ segir Páll. Allt stefnir í að tíu þúsund félagsmenn starfsgreinasambandis leggi niður störf á þriðjudaginn í tvo sólarhringa. „Þetta hefur töluvert meiri áhrif heldur en síðast. Við fórum í verkfall síðast á fimmtudaginn í hálfan dag. Þarna erum við að tala um tveggja daga lokun. Ég reikna með að þetta muni hafa víðtæk áhrif á matvinnslu, á ferðaþjónustu, fólksflutninga og vöruflutninga og fleira. Ég sé ekki að það sé það er mikið sem geti afstýrt verkfallinu framundan,“ segir Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir stöðuna alvarlega. „Það er alveg ljóst að ef að kemur til verkfallsátaka af fullum þunga eins og boðað hefur verið þá getur það orðið mjög alvarlegt ástand. Gæti haft mjög alvarleg áhrif á hagkerfið í heild sinni ef að til þess kemur en ég treysti því að við finnum lausn áður en að svo verður,“segir Þorsteinn. Eftir að Flóabandalagið, VR og Landssamband verslunarmanna slitu kjaraviðræðum í vikunni þá hófu þau að undirbúa verkfallsaðgerðir. Verkföll gætu orðið að veruleika í lok maí. „Við gerum ráð fyrir því að það verði hafin atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun um miðjan þennan mánuð,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR.
Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Sjá meira