Mayweather enn ósigraður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. maí 2015 10:47 Vísir/Getty Floyd Mayweather sýndi enn og sannaði í nótt að hann er einn besti hnefaleikakappi sögunnar. Hann hafði þá betur gegn Manny Pacquaio á stigum og er því enn ósigraður á nítján ára atvinnumannaferli sínum í alls 48 bardögum. Mayweather er almennt talinn besti hnefaleikamaður sinnar kynslóðar og hann sjálfur vill meina að hann sé sá besti í sögunni. Fáir deila um að hann sé í hópi þeirra allra bestu sem stundað hafa íþróttina. Hann er nú handhafi allra stóru titlanna í veltivigt. Hann varði WBA, WBC og The Ring titlana sína og vann WBO-titilinn af Pacquaio. Bardaginn gaf af sér ótrúlegar tekjur en talið er að beinar tekjur af honum (miðasala, sjónvarpstekjur, matvörur og varniningur á staðnum) nemi 500 milljónum Bandaríkjadala - jafnvirði 65,5 milljarða króna. Talið er að Mayweather fái 23,5 milljarða króna í vasann fyrir kvöldið. Bardagans í nótt hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda hefur Pacquaio lengi þótt einn fárra sem hafi getuna til að fella Mayweather af stalli sínum. Það gerðist ekki í nótt.Vísir/GettyBardagi þeirra stóð yfir í tólf lotur og þurfti því stigagjöf dómara til að fá niðurstöðu. Allir þrír dómararnir dæmdu Mayweather öruggan sigur. Hjá tveimur dómurum hafði sá bandaríski betur, 116-112, og 118-110 hjá þeim þriðja. Pacquaio, sem er frá Filippseyjum, var vel studdur af áhorfendum í Las Vegas. Hann ólst upp í fátækt en er nú einn þekktasti íþróttamaður heims, stjórnmálamaður í heimalandinu og vinsæll poppsöngvari þar að auki. Hann söng sjálfur lagið sem ómaði undir í innkomu hans fyrir bardagans. Hann náði góðu höggi á Mayweather í fjórðu lotu en átti erfitt með að vinna bug á andstæðingi sínum, sem varðist fimlega eins og hann hefur gert allan sinn feril. „Ég hélt að ég hafi náð fleiri höggum á hann en hann á mig. Stiganiðurstaðan kom mér verulega á óvart,“ sagði Pacquaio eftir bardagann en Mayweather hrósaði andstæðingi sínum. „Hann er erfiður. Ég þurfti að taka mér tíma og fylgjast afar náið með hverri hreyfingu,“ sagði Mayweather sem var í raun í bílstjórasætinu allan bardagann.Vísir/GettyÞjálfari Pacquaio, Freddie Roach, sagði eftir bardagann að sinn maður hafi meiðst á öxl þremur til fjórum vikum fyrir bardagann og það hafi háð honum í nótt. Hann hefur fengið bólgueyðandi sprautur síðustu vikurnar en fékk ekki leyfi til að fá sprautu fyrir bardagann í gærkvöldi, þótt hann hafi óskað þess. Mayweather á einn bardaga eftir af samningi sínum við bandarísku sjónvarpsstöðirnar CBS og Showtime og Mayweather sagði í nótt að hann ætlaði sér að berjast næst í september. Eftir það mun hann hætta. Ef hann vinnur síðasta bardagann sinn verður árangur hans 49 sigrar og ekkert tap. Rocky Marciano, sem keppti í þyngdarvigt á sjötta áratug síðustu aldar, státar af sama árangri og er eini heimsmeistari sögunnar í þeim þyngdarflokki sem aldrei tapaði bardaga. Box Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Fleiri fréttir Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Sjá meira
Floyd Mayweather sýndi enn og sannaði í nótt að hann er einn besti hnefaleikakappi sögunnar. Hann hafði þá betur gegn Manny Pacquaio á stigum og er því enn ósigraður á nítján ára atvinnumannaferli sínum í alls 48 bardögum. Mayweather er almennt talinn besti hnefaleikamaður sinnar kynslóðar og hann sjálfur vill meina að hann sé sá besti í sögunni. Fáir deila um að hann sé í hópi þeirra allra bestu sem stundað hafa íþróttina. Hann er nú handhafi allra stóru titlanna í veltivigt. Hann varði WBA, WBC og The Ring titlana sína og vann WBO-titilinn af Pacquaio. Bardaginn gaf af sér ótrúlegar tekjur en talið er að beinar tekjur af honum (miðasala, sjónvarpstekjur, matvörur og varniningur á staðnum) nemi 500 milljónum Bandaríkjadala - jafnvirði 65,5 milljarða króna. Talið er að Mayweather fái 23,5 milljarða króna í vasann fyrir kvöldið. Bardagans í nótt hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda hefur Pacquaio lengi þótt einn fárra sem hafi getuna til að fella Mayweather af stalli sínum. Það gerðist ekki í nótt.Vísir/GettyBardagi þeirra stóð yfir í tólf lotur og þurfti því stigagjöf dómara til að fá niðurstöðu. Allir þrír dómararnir dæmdu Mayweather öruggan sigur. Hjá tveimur dómurum hafði sá bandaríski betur, 116-112, og 118-110 hjá þeim þriðja. Pacquaio, sem er frá Filippseyjum, var vel studdur af áhorfendum í Las Vegas. Hann ólst upp í fátækt en er nú einn þekktasti íþróttamaður heims, stjórnmálamaður í heimalandinu og vinsæll poppsöngvari þar að auki. Hann söng sjálfur lagið sem ómaði undir í innkomu hans fyrir bardagans. Hann náði góðu höggi á Mayweather í fjórðu lotu en átti erfitt með að vinna bug á andstæðingi sínum, sem varðist fimlega eins og hann hefur gert allan sinn feril. „Ég hélt að ég hafi náð fleiri höggum á hann en hann á mig. Stiganiðurstaðan kom mér verulega á óvart,“ sagði Pacquaio eftir bardagann en Mayweather hrósaði andstæðingi sínum. „Hann er erfiður. Ég þurfti að taka mér tíma og fylgjast afar náið með hverri hreyfingu,“ sagði Mayweather sem var í raun í bílstjórasætinu allan bardagann.Vísir/GettyÞjálfari Pacquaio, Freddie Roach, sagði eftir bardagann að sinn maður hafi meiðst á öxl þremur til fjórum vikum fyrir bardagann og það hafi háð honum í nótt. Hann hefur fengið bólgueyðandi sprautur síðustu vikurnar en fékk ekki leyfi til að fá sprautu fyrir bardagann í gærkvöldi, þótt hann hafi óskað þess. Mayweather á einn bardaga eftir af samningi sínum við bandarísku sjónvarpsstöðirnar CBS og Showtime og Mayweather sagði í nótt að hann ætlaði sér að berjast næst í september. Eftir það mun hann hætta. Ef hann vinnur síðasta bardagann sinn verður árangur hans 49 sigrar og ekkert tap. Rocky Marciano, sem keppti í þyngdarvigt á sjötta áratug síðustu aldar, státar af sama árangri og er eini heimsmeistari sögunnar í þeim þyngdarflokki sem aldrei tapaði bardaga.
Box Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Fleiri fréttir Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Sjá meira