Enski boltinn

Rooney spilar þrátt fyrir meiðsli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Louis van Gaal, stjóri Manchester United, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Wayne Rooney verði með liðinu þegar það mætir West Brom í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

„Rooney er leikfær og meiðslin hans eru ekki alvarleg og við töldum,“ sagði Van Gaal en Rooney hefur verið að glíma við hnémeiðsli.

Robin van Persie og Phil Jones verða einnig tilbúnir fyrir leikinn en þeir Luke Shaw, Michael Carrick, Marcos Rojo og Jonny Evans séu frá vegna meiðsla.

„Jones er klár en við þurfum að kanna betur leikformið hans. Shaw er meiddur í nára og getur því ekki spilað.“

United er í fjórða sæti deildarinnar og er sjö stigum á undan Liverpool sem er í því fimmta. Sigur um helgina tryggir nánast að United spili í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×