Sjúklingar og ferðamenn saman á Hótel Íslandi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 19. maí 2015 21:00 Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Hótel Íslandi þar sem ferðamenn og sjúklingar af Landspítala dvelja saman. Sjúkrahótel Landspítalans er rekið í samræmi við samkomulag Landspítala og Sjúkratrygginga Íslands í samstarfi við Sinnum ehf. Hjúkrunarfræðingar af spítalanum sjá um daglegan rekstur og hjúkrunarþjónustu en Sinnum ehf hefur með höndum hótelþjónustuna sem felur í sér þrif og matreiðslu. Erlendir ferðamenn sem gistu á Hótel Íslandi í Ármúla níu í Reykjavík eru margir forviða yfir því að deila hótelinu með sjúklingum og lýsa reynslu sinni á umsagnarsíðu á netinu, Tripadvisor. Einn gesta setur út á að þurfa að deila lyftu með sjúklingum, annar heldur að á hótelinu sé einnig rekið elliheimili og enn annar sagðist hafa séð sjúklinga hvert sem hann leit. Frá þessu var greint í Stundinni nýverið. Kolbrún Hrund Víðisdóttir hótelstjóri segir rekstur sjúkrahótels og venjulegs hótels fara vel saman. „Það gengur mjög vel,“ segir Kolbrún. „Þeir gestir sem við erum með á Sjúkrahótelinu eru sjálfbjarga í alla staði. Þeir búa ef til vill úti á landi, til dæmis á Egilstöðum og þurfa að leita á Landspítala eftir meðferð en fara svo heim aftur.“ Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir reksturinn til fyrirmyndar. „Við erum með samning um rekstur sjúkrahótelsins sem var gengið frá á þessu ári. Auðvitað fylgjumst við vel með rekstri. Fyrst þú spyrð þá er rétt að nota tækifærið að þær athuganir leiða í ljós að reksturinn er til fyrirmyndar.“ Hann segir samlegðaráhrifin góð. „Það er okkur algjörlega að meinalausu og við náðum góðum hagstæðum samningi vegna samlegðar sjúkrahótelsreksturs við annan rekstur, ekki síst annan hótelreksturs.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Hótel Íslandi þar sem ferðamenn og sjúklingar af Landspítala dvelja saman. Sjúkrahótel Landspítalans er rekið í samræmi við samkomulag Landspítala og Sjúkratrygginga Íslands í samstarfi við Sinnum ehf. Hjúkrunarfræðingar af spítalanum sjá um daglegan rekstur og hjúkrunarþjónustu en Sinnum ehf hefur með höndum hótelþjónustuna sem felur í sér þrif og matreiðslu. Erlendir ferðamenn sem gistu á Hótel Íslandi í Ármúla níu í Reykjavík eru margir forviða yfir því að deila hótelinu með sjúklingum og lýsa reynslu sinni á umsagnarsíðu á netinu, Tripadvisor. Einn gesta setur út á að þurfa að deila lyftu með sjúklingum, annar heldur að á hótelinu sé einnig rekið elliheimili og enn annar sagðist hafa séð sjúklinga hvert sem hann leit. Frá þessu var greint í Stundinni nýverið. Kolbrún Hrund Víðisdóttir hótelstjóri segir rekstur sjúkrahótels og venjulegs hótels fara vel saman. „Það gengur mjög vel,“ segir Kolbrún. „Þeir gestir sem við erum með á Sjúkrahótelinu eru sjálfbjarga í alla staði. Þeir búa ef til vill úti á landi, til dæmis á Egilstöðum og þurfa að leita á Landspítala eftir meðferð en fara svo heim aftur.“ Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir reksturinn til fyrirmyndar. „Við erum með samning um rekstur sjúkrahótelsins sem var gengið frá á þessu ári. Auðvitað fylgjumst við vel með rekstri. Fyrst þú spyrð þá er rétt að nota tækifærið að þær athuganir leiða í ljós að reksturinn er til fyrirmyndar.“ Hann segir samlegðaráhrifin góð. „Það er okkur algjörlega að meinalausu og við náðum góðum hagstæðum samningi vegna samlegðar sjúkrahótelsreksturs við annan rekstur, ekki síst annan hótelreksturs.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira