Krullurnar mega kíkja út fyrir Sigga Dögg og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 19. maí 2015 11:08 Skapahár, tískubylgjur og straumar í slíkum vexti voru til umræðu í innslagi Siggu Daggar í Ísland í dag. Þar ræddi hún við Ernu Maríu Eiríksdóttur, snyrtifræðimeistara, og Arnar Hauksson, kvensjúkdómalækni. „Stundum eru barmar á konum orðnir eins og húð á unglingi, allir út í inngrónum hárum og örum. Það er ekki fallegt til lengdar,“ segir Arnar Hauksson kvensjúkdómalæknir. „Það sem margar konur átta sig ekki á, og ég reyni oft að benda þeim á er að hárið er náttúruleg vörn gegn sýkingum og ýmiskonar nuddi.“ „Mér finnst eins og stelpur séu að skilja meira eftir en áður. Sumar vilja láta taka allt en aðrar vilja skilja eftir þríhyrning eða rönd. Fólk veltir þessu meira fyrir sér,“ segir Erna María um hvað sé inn núna í tískunni. Arnar merkir einnig breytingu á tískunni og segir konur í meira mæli mæta með ósnert hár. Erna segir einnig að margir karlmenn mæti til þeirra og á stofunni hennar sé ein sem sérhæfi sig í körlum. „Þeim finnst einna mestur léttir að losna við hárin sem eru á rassinum. Það er mjög algengt. Margar stelpur láta einnig gera það.“ Margt annað fróðlegt kemur fram í innslaginu. Til dæmis var elsta konan sem mætt hefur í vax til Ernu 79 ára og ekki má gleyma því að Sigga Dögg kíkti í sund með skapahárkollu og uppskar að launum augngotur og fliss frá viðstöddum. Heilsa Heilsa video Tengdar fréttir Sleipiefni skal smakka Sleipiefni er fáanlegt með allskyns bragðtegundum og sumar geta ert kynfærin og því er vissara að smakka fyrst. 27. apríl 2015 11:00 Sex leiðir til betra kynlífs árið 2015 Ný er tími markmiðssetningar og auðvitað á það við um kynlífið eins og allt annað. 29. desember 2014 14:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Skapahár, tískubylgjur og straumar í slíkum vexti voru til umræðu í innslagi Siggu Daggar í Ísland í dag. Þar ræddi hún við Ernu Maríu Eiríksdóttur, snyrtifræðimeistara, og Arnar Hauksson, kvensjúkdómalækni. „Stundum eru barmar á konum orðnir eins og húð á unglingi, allir út í inngrónum hárum og örum. Það er ekki fallegt til lengdar,“ segir Arnar Hauksson kvensjúkdómalæknir. „Það sem margar konur átta sig ekki á, og ég reyni oft að benda þeim á er að hárið er náttúruleg vörn gegn sýkingum og ýmiskonar nuddi.“ „Mér finnst eins og stelpur séu að skilja meira eftir en áður. Sumar vilja láta taka allt en aðrar vilja skilja eftir þríhyrning eða rönd. Fólk veltir þessu meira fyrir sér,“ segir Erna María um hvað sé inn núna í tískunni. Arnar merkir einnig breytingu á tískunni og segir konur í meira mæli mæta með ósnert hár. Erna segir einnig að margir karlmenn mæti til þeirra og á stofunni hennar sé ein sem sérhæfi sig í körlum. „Þeim finnst einna mestur léttir að losna við hárin sem eru á rassinum. Það er mjög algengt. Margar stelpur láta einnig gera það.“ Margt annað fróðlegt kemur fram í innslaginu. Til dæmis var elsta konan sem mætt hefur í vax til Ernu 79 ára og ekki má gleyma því að Sigga Dögg kíkti í sund með skapahárkollu og uppskar að launum augngotur og fliss frá viðstöddum.
Heilsa Heilsa video Tengdar fréttir Sleipiefni skal smakka Sleipiefni er fáanlegt með allskyns bragðtegundum og sumar geta ert kynfærin og því er vissara að smakka fyrst. 27. apríl 2015 11:00 Sex leiðir til betra kynlífs árið 2015 Ný er tími markmiðssetningar og auðvitað á það við um kynlífið eins og allt annað. 29. desember 2014 14:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Sleipiefni skal smakka Sleipiefni er fáanlegt með allskyns bragðtegundum og sumar geta ert kynfærin og því er vissara að smakka fyrst. 27. apríl 2015 11:00
Sex leiðir til betra kynlífs árið 2015 Ný er tími markmiðssetningar og auðvitað á það við um kynlífið eins og allt annað. 29. desember 2014 14:00