Formaður lyfjaráðs: Hefði sætt mig við árs keppnisbann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2015 16:11 vísir/pjetur „Mér finnst þetta helst til of stutt,“ segir Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, í samtali við Vísi í dag, aðspurður um sex mánaða bannið sem handboltamaðurinn Jóhann Birgir Ingvarsson var dæmdur í en hann féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. „Ég hefði sætt við mig við árs keppnisbann. Við fórum fram á tvö ár þótt refsiramminn væri fjögur ár. Ástæðan fyrir því er að það þarf að vera um skýran ásetning að ræða til að fara fram á fjögur ár,“ sagði Skúli ennfremur en niðurbrotsefni af sterum fundust í þvagsýni Jóhanns. „Í þessu máli, miðað við magndreifinguna sem kemur úr honum og T/E hlutfallið (epitestosterone), er alveg klárt að það er ekki til staðar. Þess vegna fórum við fram á tvö ár.Búinn að taka út stóran hluta refsingarinnar „Við höfum ekkert val um að fara fram á neitt minna, annað hvort förum við fram á tvö eða fjögur ár,“ sagði Skúli og bætti því við að dómurinn hefði eflaust tekið tillit til þess hversu samvinnuþýður sá brotlegi var og hvernig hann greindi frá inntökunni. Jóhann var dæmdur í bráðabirgðabann sem hófst 18. mars og hann verður því orðinn löglegur á ný 18. september. Jóhann missir því væntanlega ekki af meira en 1-2 leikjum í upphafi Olís-deildarinnar í haust. „Hann er búinn að taka út stóran hluta af refsingunni því hann samþykkti bráðabirgðabann um leið og niðurstaðan lá fyrir. Þar af leiðandi byrjaði hann strax að taka út bannið,“ sagði Skúli en hyggst lyfjaráðið að áfrýja dómnum? „Ég á síður von á því. Sé litið til fordæmanna er ekki líklegt að það skili neinu.“Íþróttamenn bera ábyrgð á því sem þeir setja ofan í sig Skúli hefur nokkrar áhyggjur af því að þessi vægi dómur geti verið fordæmisgefandi. „Ég hef pínulitlar áhyggjur af því. Íþróttamenn verða að hafa ábyrgðarhlutinn í huga. Það sem menn setja ofan í sig er algjörlega á þeirri ábyrgð. Það er ekki hægt að treysta því að aðilinn við hliðina á þér sé alveg hreinn,“ sagði Skúli að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Dómur fallinn: Sex mánaða bann fyrir steranotkun Dómur er fallinn í máli FH-ingsins Jóhanns Birgis Ingvarssonar sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. 15. maí 2015 17:11 Fæðubótarefni felldi Jóhann Birgi Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir Ingvarsson eru búin að senda frá sér fréttatilkynningu í kjölfar þess að Jóhann Birnir féll á lyfjaprófi. 9. apríl 2015 17:39 Segir sopa af steradrykk Crossfit kunningja hafa fellt sig Lyfjaráð ÍSÍ fór fram á tveggja ára keppnisbann yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem dæmdur var í sex mánaða keppnisbann á föstudaginn. 18. maí 2015 12:15 Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Fleiri fréttir Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ Sjá meira
„Mér finnst þetta helst til of stutt,“ segir Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, í samtali við Vísi í dag, aðspurður um sex mánaða bannið sem handboltamaðurinn Jóhann Birgir Ingvarsson var dæmdur í en hann féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. „Ég hefði sætt við mig við árs keppnisbann. Við fórum fram á tvö ár þótt refsiramminn væri fjögur ár. Ástæðan fyrir því er að það þarf að vera um skýran ásetning að ræða til að fara fram á fjögur ár,“ sagði Skúli ennfremur en niðurbrotsefni af sterum fundust í þvagsýni Jóhanns. „Í þessu máli, miðað við magndreifinguna sem kemur úr honum og T/E hlutfallið (epitestosterone), er alveg klárt að það er ekki til staðar. Þess vegna fórum við fram á tvö ár.Búinn að taka út stóran hluta refsingarinnar „Við höfum ekkert val um að fara fram á neitt minna, annað hvort förum við fram á tvö eða fjögur ár,“ sagði Skúli og bætti því við að dómurinn hefði eflaust tekið tillit til þess hversu samvinnuþýður sá brotlegi var og hvernig hann greindi frá inntökunni. Jóhann var dæmdur í bráðabirgðabann sem hófst 18. mars og hann verður því orðinn löglegur á ný 18. september. Jóhann missir því væntanlega ekki af meira en 1-2 leikjum í upphafi Olís-deildarinnar í haust. „Hann er búinn að taka út stóran hluta af refsingunni því hann samþykkti bráðabirgðabann um leið og niðurstaðan lá fyrir. Þar af leiðandi byrjaði hann strax að taka út bannið,“ sagði Skúli en hyggst lyfjaráðið að áfrýja dómnum? „Ég á síður von á því. Sé litið til fordæmanna er ekki líklegt að það skili neinu.“Íþróttamenn bera ábyrgð á því sem þeir setja ofan í sig Skúli hefur nokkrar áhyggjur af því að þessi vægi dómur geti verið fordæmisgefandi. „Ég hef pínulitlar áhyggjur af því. Íþróttamenn verða að hafa ábyrgðarhlutinn í huga. Það sem menn setja ofan í sig er algjörlega á þeirri ábyrgð. Það er ekki hægt að treysta því að aðilinn við hliðina á þér sé alveg hreinn,“ sagði Skúli að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Dómur fallinn: Sex mánaða bann fyrir steranotkun Dómur er fallinn í máli FH-ingsins Jóhanns Birgis Ingvarssonar sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. 15. maí 2015 17:11 Fæðubótarefni felldi Jóhann Birgi Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir Ingvarsson eru búin að senda frá sér fréttatilkynningu í kjölfar þess að Jóhann Birnir féll á lyfjaprófi. 9. apríl 2015 17:39 Segir sopa af steradrykk Crossfit kunningja hafa fellt sig Lyfjaráð ÍSÍ fór fram á tveggja ára keppnisbann yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem dæmdur var í sex mánaða keppnisbann á föstudaginn. 18. maí 2015 12:15 Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Fleiri fréttir Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ Sjá meira
Dómur fallinn: Sex mánaða bann fyrir steranotkun Dómur er fallinn í máli FH-ingsins Jóhanns Birgis Ingvarssonar sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. 15. maí 2015 17:11
Fæðubótarefni felldi Jóhann Birgi Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir Ingvarsson eru búin að senda frá sér fréttatilkynningu í kjölfar þess að Jóhann Birnir féll á lyfjaprófi. 9. apríl 2015 17:39
Segir sopa af steradrykk Crossfit kunningja hafa fellt sig Lyfjaráð ÍSÍ fór fram á tveggja ára keppnisbann yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem dæmdur var í sex mánaða keppnisbann á föstudaginn. 18. maí 2015 12:15