Bakkaði að eldhúsglugganum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 17. maí 2015 19:51 Halldóri Bragasyni blúsara og íbúa í Þingholtunum lenti saman við lögregluþjón eftir að rúta kom svo nærri heimili hans í gær, að engu líkara var en að hún ætlaði að bakka inn um eldhúsgluggann. Halldór tók upp símann sinn og náði rútunni á myndband en lögregluþjónn sem kemur á vettvang skipaði Halldóri að hætta myndatökunni samstundis, Halldór birti myndirnar á Facebook síðu sinni og auglýsir eftir afsökunarbeiðni frá lögreglunni enda segist hann hafa verið mjög sleginn eftir atvikið. Sama rútan var mætt í morgun til að sækja erlenda ferðamenn eins og ekkert hefði í skorist. Fleiri íbúar gagnrýna rútuumferð um þingholtin og telja rétt að setja þeim strangari skorður.Íbúar miðbæjarins eru orðnir þreyttir á umferð stórra rúta um þröngar götur.Mynd/Kári SölmundarsonVarð alveg steinhissa Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta. Hann segir að leita verði skýringa á þessu atviki hjá viðkomandi ferðaþjónustufyrirtæki. Hann gefi sér það að bílstjórinn hafi ekki kunnað reglurnar. Borgin hafi samþykkt í fyrra að mælast til þess að hópferðarbílar lengri en átta metrar væru ekki að keyra um þröngar götur í Þingholtunum. Mikilvægt sé að ferðaþjónustufyrirtæki séu ekki að pirra íbúa að óþörfu. Sara Stef íbúi á Freyjugötu, segist ekki skilja af hverju bílstjórar geti ekki notað merkt rútubílastæði og látið þröngu götunar í friði. Fólk ætti að vera vant því erlendis frá að fólk sé ekki alltaf keyrt upp að dyrum. Kári Sölmundarson íbúi á Þórsgötunni segir að mörg dæmi séu um að það slái í brýnu milli íbúa og rútubílstjóra. Það séu rútur á fimmtán mínútna fresti á Þórsgötunni, líka stærri rútur þótt það sé bannað. Einn íbúi hafi brugðist ókvæða við þegar rútu var ítrekað lagt fyrir utan svefnherbergisglugga barnsins hans og spjó þar díselreyk í gríð og erg. Hann sér að bílstjórarnir hafi heldur ekki alltaf verið viðmótsþýðir.Mynd/Kári Sölmundarson.. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Skýrsla komin til ráðherra sem þarf að taka ákvörðun um framtíð hvalveiða Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Sjá meira
Halldóri Bragasyni blúsara og íbúa í Þingholtunum lenti saman við lögregluþjón eftir að rúta kom svo nærri heimili hans í gær, að engu líkara var en að hún ætlaði að bakka inn um eldhúsgluggann. Halldór tók upp símann sinn og náði rútunni á myndband en lögregluþjónn sem kemur á vettvang skipaði Halldóri að hætta myndatökunni samstundis, Halldór birti myndirnar á Facebook síðu sinni og auglýsir eftir afsökunarbeiðni frá lögreglunni enda segist hann hafa verið mjög sleginn eftir atvikið. Sama rútan var mætt í morgun til að sækja erlenda ferðamenn eins og ekkert hefði í skorist. Fleiri íbúar gagnrýna rútuumferð um þingholtin og telja rétt að setja þeim strangari skorður.Íbúar miðbæjarins eru orðnir þreyttir á umferð stórra rúta um þröngar götur.Mynd/Kári SölmundarsonVarð alveg steinhissa Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta. Hann segir að leita verði skýringa á þessu atviki hjá viðkomandi ferðaþjónustufyrirtæki. Hann gefi sér það að bílstjórinn hafi ekki kunnað reglurnar. Borgin hafi samþykkt í fyrra að mælast til þess að hópferðarbílar lengri en átta metrar væru ekki að keyra um þröngar götur í Þingholtunum. Mikilvægt sé að ferðaþjónustufyrirtæki séu ekki að pirra íbúa að óþörfu. Sara Stef íbúi á Freyjugötu, segist ekki skilja af hverju bílstjórar geti ekki notað merkt rútubílastæði og látið þröngu götunar í friði. Fólk ætti að vera vant því erlendis frá að fólk sé ekki alltaf keyrt upp að dyrum. Kári Sölmundarson íbúi á Þórsgötunni segir að mörg dæmi séu um að það slái í brýnu milli íbúa og rútubílstjóra. Það séu rútur á fimmtán mínútna fresti á Þórsgötunni, líka stærri rútur þótt það sé bannað. Einn íbúi hafi brugðist ókvæða við þegar rútu var ítrekað lagt fyrir utan svefnherbergisglugga barnsins hans og spjó þar díselreyk í gríð og erg. Hann sér að bílstjórarnir hafi heldur ekki alltaf verið viðmótsþýðir.Mynd/Kári Sölmundarson..
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Skýrsla komin til ráðherra sem þarf að taka ákvörðun um framtíð hvalveiða Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Sjá meira
Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent