Kjúklingur í verslanir þrátt fyrir verkfall Sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 15. maí 2015 21:15 Dreifing á kjúklingi hófst um klukkan þrjú í dag. Kjöt frá Matfugli ætti að vera komið í allar verslanir á morgun. vísir/gva Matfugl hóf í dag að dreifa kjúklingakjöti í verslanir. Kjúklingur var nánast genginn til þurrðar í verslunum landsins og í óefni stefndi hjá kjúklingabændum. Þeir fengu þó undanþágu fyrir slátrun gegn því skilyrði að kjötið yrði sett í frost og ekki á markað. Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls, segir slík skilyrði enga stoð eiga í lögum. „Það var bara löngu orðið tímabært að hefja dreifingu. Við sáum yfirlýsingu frá Dýralæknafélaginu til svínabænda um að þeim hefði snúist hugur og að það yrðu ekki gerðar kröfur um geymslu á hráefni. Það er ákveðin stefnubreyting hjá þeim frá því að verkfallið hófst og þess vegna sáum við okkur ekki annað fært en að hefja dreifingu,“ segir Sveinn í samtali við Vísi og bætir við að dreifingu verði framhaldið á meðan kjötið er til. Afleiðingarnar verði engar því fyrirtækið hafi engar reglur brotið. Sveinn segir daglegt tap hafa verið töluvert en vill þó ekki gefa upp neinar tölur að svo stöddu. Í sameiginlegri yfirlýsingu þrettán fyrirtækja í svína- og alifuglaframleiðslu segir að vikulegt tap hafi numið um 80-100 milljónum króna.Páll Halldórsson segir að hafi menn gengið bak orða sinna þurfi að skoða málið frekar, en vill þó ekki taka afstöðu til málsins að svo stöddu.Málið þurfi að skoða Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segist ekki geta tekið afstöðu til málsins að svo stöddu en að málið þurfi að skoða. „Til þess að hægt sé að slátra kjúklingi þá þarf auðvitað dýralæknir að fylgjast með. Ef þessi slátrun hefur átt sér stað undir því fororði að þetta fari ekki í dreifingu þá er þetta auðvitað eitthvað sem þarf að skoða,“ segir Páll í samtali við Vísi. „Ég veit ekki hvernig frá þessu var gengið en ef það var með þeim hætti að því hafi verið lofað að kjötið yrði sett í frost og ekki á markað þá eru menn auðvitað að ganga bak orða sinna, það liggur í augum uppi,“ bætir hann við.Íhuga skaðabótamál Í yfirlýsingu frá svína- og alifuglafyrirtækjum segir að reglur um dýravelferð hafi verið brotnar og að ástandið hafi bitnað á líðan dýra. Þá séu skilyrði dýralækna um að heilbrigðisskoðuð vara fari ekki á markað sé brot á samkeppnislögum og ólögmætt inngrip í framboð vara á markaði. Samkeppniseftirlitinu hafi því verið sent erindi og þess óskað að gripið verði inn í „þessar ólögmætu aðgerðir og að viðeigandi viðurlögum verði beitt“. Þá muni hagsmunaðilar skoða grundvöll þess að sækja bætur fyrir það tjón sem orðið hafa „með þessum ólögmætu þvinguðu skilyrðum“. Verkfall 2016 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Sjá meira
Matfugl hóf í dag að dreifa kjúklingakjöti í verslanir. Kjúklingur var nánast genginn til þurrðar í verslunum landsins og í óefni stefndi hjá kjúklingabændum. Þeir fengu þó undanþágu fyrir slátrun gegn því skilyrði að kjötið yrði sett í frost og ekki á markað. Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls, segir slík skilyrði enga stoð eiga í lögum. „Það var bara löngu orðið tímabært að hefja dreifingu. Við sáum yfirlýsingu frá Dýralæknafélaginu til svínabænda um að þeim hefði snúist hugur og að það yrðu ekki gerðar kröfur um geymslu á hráefni. Það er ákveðin stefnubreyting hjá þeim frá því að verkfallið hófst og þess vegna sáum við okkur ekki annað fært en að hefja dreifingu,“ segir Sveinn í samtali við Vísi og bætir við að dreifingu verði framhaldið á meðan kjötið er til. Afleiðingarnar verði engar því fyrirtækið hafi engar reglur brotið. Sveinn segir daglegt tap hafa verið töluvert en vill þó ekki gefa upp neinar tölur að svo stöddu. Í sameiginlegri yfirlýsingu þrettán fyrirtækja í svína- og alifuglaframleiðslu segir að vikulegt tap hafi numið um 80-100 milljónum króna.Páll Halldórsson segir að hafi menn gengið bak orða sinna þurfi að skoða málið frekar, en vill þó ekki taka afstöðu til málsins að svo stöddu.Málið þurfi að skoða Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segist ekki geta tekið afstöðu til málsins að svo stöddu en að málið þurfi að skoða. „Til þess að hægt sé að slátra kjúklingi þá þarf auðvitað dýralæknir að fylgjast með. Ef þessi slátrun hefur átt sér stað undir því fororði að þetta fari ekki í dreifingu þá er þetta auðvitað eitthvað sem þarf að skoða,“ segir Páll í samtali við Vísi. „Ég veit ekki hvernig frá þessu var gengið en ef það var með þeim hætti að því hafi verið lofað að kjötið yrði sett í frost og ekki á markað þá eru menn auðvitað að ganga bak orða sinna, það liggur í augum uppi,“ bætir hann við.Íhuga skaðabótamál Í yfirlýsingu frá svína- og alifuglafyrirtækjum segir að reglur um dýravelferð hafi verið brotnar og að ástandið hafi bitnað á líðan dýra. Þá séu skilyrði dýralækna um að heilbrigðisskoðuð vara fari ekki á markað sé brot á samkeppnislögum og ólögmætt inngrip í framboð vara á markaði. Samkeppniseftirlitinu hafi því verið sent erindi og þess óskað að gripið verði inn í „þessar ólögmætu aðgerðir og að viðeigandi viðurlögum verði beitt“. Þá muni hagsmunaðilar skoða grundvöll þess að sækja bætur fyrir það tjón sem orðið hafa „með þessum ólögmætu þvinguðu skilyrðum“.
Verkfall 2016 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Sjá meira