Ísköld Lovísa tryggði sigurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. maí 2015 07:00 Anett Köbli fagnar Lovísu Thompson en 22ja ára aldursmunur er á þeim. vísir/valli Grótta braut blað í sögu félagsins er liðið varð Íslandsmeistari kvenna í handbolta eftir æsilegan sigur á Stjörnunni í Garðabæ í gær, 24-23. Grótta vann úrslitaeinvígið þar með 3-1. Stjarnan var á góðri leið með að tryggja sér oddaleik í rimmunni þar til að Grótta kom sér aftur inn í leikinn með frábærum varnarleik síðustu tíu mínútur leiksins. Liðið fékk svo síðustu sókn leiksins þegar nítján sekúndur voru eftir og ákvað Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, að stilla upp í kerfi fyrir hina fimmtán ára gömlu Lovísu Thompson. Þrátt fyrir basl og þó svo að allt hafi ekki gengið upp samkvæmt uppskrift þjálfarans náði Lovísa að taka lokaskotið og skoraði hún fram hjá hinni frábæru Florentinu Stanciu, markverði Stjörnunnar. Gríðarlegur fögnuður braust út hjá Seltirningum sem höfðu beðið lengi eftir jafn stórum titli og þessum. Grótta vann því þrjá stærstu titla tímabilsins því liðið varð einnig deildarmeistari sem og bikarmeistari. Sannarlega glæsilegur árangri hjá Kára og leikmönnum hans. „Þetta er ótrúlegt að vera með lið sem er með uppalda leikmenn í nánast hverri stöðu. Þetta er ólýsanleg tilfinning, að vinna bæði þennan titil og bikarinn í vetur, og hrikalega skemmtilegt fyrir mig að fá að vinna með þessum hópi,“ sagði Kári sem óttaðist ekki að setja þá ábyrgð á herðar Lovísu að taka lokaskotið. „Hún hefur axlað ábyrgð í allan vetur og staðið sig frábærlega. Þetta er bara í beinu framhaldi af því. Hún er bara í stóru hlutverki hjá okkur.“ Sjálf sagði Lovísa að hún hefði ekki hugsað um neitt annað en að tryggja sínu liði sigur. „Ég hugsaði ekki um neitt annað en að ég ætlaði bara að skora. Það var það eina sem ég hugsaði um,“ sagði hin hógværa Lovísa. Hún er greinilega með stálaga þar að auki því hún fagnaði sigrinum með mölbrotnu páskaeggi sem var enn í umbúðum sínum. „Ég ákvað að geyma páskaeggið þar til að úrslitakeppnin var búin,“ sagði hún skælbrosandi. Rakel Dögg Bragadóttir kom inn í þjálfarateymi Stjörnunnar eftir að hafa glímt við afleiðingar höfuðhöggs sem batt enda á leikmannsferil hennar, þrátt fyrir ungan aldur. Hún segir að það hafi verið erfitt að sætta sig við niðurstöðuna. „Auðvitað vildi ég taka gullið. Engu að síður eru margir nýir leikmenn að koma inn og þessi hópur hefur bætt sig á mörgum sviðum – ekki bara í handboltanum. Það er ég mjög ánægð með,“ sagði hún um lið sitt. „Ég er mjög stolt af því að vera hér með þessu liði í úrslitum og hafa slegið út bæði Val og Fram, og svo að hafa náð alla vega einum sigri gegn Gróttu.“ Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Stjarnan 22-18 | Grótta einum sigri frá titlinum Grótta getur tryggt sér Íslandsmeistaratitil á þriðjudaginn. 10. maí 2015 00:01 Umfjöllun og viðtöl: Grótta-Stjarnan 24-21 | Grótta tók frumkvæðið Grótta komst í 1-0 gegn Fram í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með þriggja marka sigri, 24-21, á Stjörnunni í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. 5. maí 2015 15:26 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 23-19 | Stjarnan jafnaði einvígið Stjarnan jafnaði einvígið um Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið bar sigur úr býtum, 23-19, gegn Gróttu í öðrum leik liðanna í Mýrinni í kvöld. Staðan í einvíginu er því 1-1. 7. maí 2015 14:44 Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Nýkrýndir Evrópubikarmeistarar leika til úrslita „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Sjá meira
Grótta braut blað í sögu félagsins er liðið varð Íslandsmeistari kvenna í handbolta eftir æsilegan sigur á Stjörnunni í Garðabæ í gær, 24-23. Grótta vann úrslitaeinvígið þar með 3-1. Stjarnan var á góðri leið með að tryggja sér oddaleik í rimmunni þar til að Grótta kom sér aftur inn í leikinn með frábærum varnarleik síðustu tíu mínútur leiksins. Liðið fékk svo síðustu sókn leiksins þegar nítján sekúndur voru eftir og ákvað Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, að stilla upp í kerfi fyrir hina fimmtán ára gömlu Lovísu Thompson. Þrátt fyrir basl og þó svo að allt hafi ekki gengið upp samkvæmt uppskrift þjálfarans náði Lovísa að taka lokaskotið og skoraði hún fram hjá hinni frábæru Florentinu Stanciu, markverði Stjörnunnar. Gríðarlegur fögnuður braust út hjá Seltirningum sem höfðu beðið lengi eftir jafn stórum titli og þessum. Grótta vann því þrjá stærstu titla tímabilsins því liðið varð einnig deildarmeistari sem og bikarmeistari. Sannarlega glæsilegur árangri hjá Kára og leikmönnum hans. „Þetta er ótrúlegt að vera með lið sem er með uppalda leikmenn í nánast hverri stöðu. Þetta er ólýsanleg tilfinning, að vinna bæði þennan titil og bikarinn í vetur, og hrikalega skemmtilegt fyrir mig að fá að vinna með þessum hópi,“ sagði Kári sem óttaðist ekki að setja þá ábyrgð á herðar Lovísu að taka lokaskotið. „Hún hefur axlað ábyrgð í allan vetur og staðið sig frábærlega. Þetta er bara í beinu framhaldi af því. Hún er bara í stóru hlutverki hjá okkur.“ Sjálf sagði Lovísa að hún hefði ekki hugsað um neitt annað en að tryggja sínu liði sigur. „Ég hugsaði ekki um neitt annað en að ég ætlaði bara að skora. Það var það eina sem ég hugsaði um,“ sagði hin hógværa Lovísa. Hún er greinilega með stálaga þar að auki því hún fagnaði sigrinum með mölbrotnu páskaeggi sem var enn í umbúðum sínum. „Ég ákvað að geyma páskaeggið þar til að úrslitakeppnin var búin,“ sagði hún skælbrosandi. Rakel Dögg Bragadóttir kom inn í þjálfarateymi Stjörnunnar eftir að hafa glímt við afleiðingar höfuðhöggs sem batt enda á leikmannsferil hennar, þrátt fyrir ungan aldur. Hún segir að það hafi verið erfitt að sætta sig við niðurstöðuna. „Auðvitað vildi ég taka gullið. Engu að síður eru margir nýir leikmenn að koma inn og þessi hópur hefur bætt sig á mörgum sviðum – ekki bara í handboltanum. Það er ég mjög ánægð með,“ sagði hún um lið sitt. „Ég er mjög stolt af því að vera hér með þessu liði í úrslitum og hafa slegið út bæði Val og Fram, og svo að hafa náð alla vega einum sigri gegn Gróttu.“
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Stjarnan 22-18 | Grótta einum sigri frá titlinum Grótta getur tryggt sér Íslandsmeistaratitil á þriðjudaginn. 10. maí 2015 00:01 Umfjöllun og viðtöl: Grótta-Stjarnan 24-21 | Grótta tók frumkvæðið Grótta komst í 1-0 gegn Fram í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með þriggja marka sigri, 24-21, á Stjörnunni í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. 5. maí 2015 15:26 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 23-19 | Stjarnan jafnaði einvígið Stjarnan jafnaði einvígið um Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið bar sigur úr býtum, 23-19, gegn Gróttu í öðrum leik liðanna í Mýrinni í kvöld. Staðan í einvíginu er því 1-1. 7. maí 2015 14:44 Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Nýkrýndir Evrópubikarmeistarar leika til úrslita „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Stjarnan 22-18 | Grótta einum sigri frá titlinum Grótta getur tryggt sér Íslandsmeistaratitil á þriðjudaginn. 10. maí 2015 00:01
Umfjöllun og viðtöl: Grótta-Stjarnan 24-21 | Grótta tók frumkvæðið Grótta komst í 1-0 gegn Fram í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með þriggja marka sigri, 24-21, á Stjörnunni í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. 5. maí 2015 15:26
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 23-19 | Stjarnan jafnaði einvígið Stjarnan jafnaði einvígið um Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið bar sigur úr býtum, 23-19, gegn Gróttu í öðrum leik liðanna í Mýrinni í kvöld. Staðan í einvíginu er því 1-1. 7. maí 2015 14:44
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn