Nepalar óttast nýja skjálfta nær höfuðborginni Heimir Már Pétursson skrifar 12. maí 2015 19:30 Fólki í Nepal varð mjög brugðið þegar annar stór jarðskjálfti reið yfir landið í morgun. Íslenskur hjálparstarfsmaður segir íbúa höfuðborgarinnar hafa þust út á götur í skelfingu en tjón og mannfall var ekkert í líkingu við það sem varð í öflugum jarðskjálfta í síðasta mánuði. Talið er að minnsta kosti 37 manns hafi látist og yfir þúsund manns slasast í skjálftanum í morgun sem mældist 7,3 með upptök tæpa 70 kílómetra frá bænum Namche Bazar, sem stendur nærri Everest-fjalli og 83 kílómetrum norðaustur af Katmandú. Þingfundur stóð yfir þegar skjálftinn varð og flúðu þingmenn þinghúsið í ofvæni.Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður er staddur í Nepal.Vísir/NepalGísli Rafn Ólafsson hefur unnið að því að koma á gervihnattasímasambandi við einstök svæði í Nepal að undanförnu. „Við fundum mjög vel fyrir þessum skjálfta enda varði hann í tæpar 45 sekúndur og var mjög sterkur. Þó hann væri reyndar í 70 kílómetra fjarlægð. En það lék allt á reiðiskjálfi hjá okkur rétt við flugvöllinn þar sem við erum með okkar aðstöðu,“ segir Gísli Rafn. Íbúar Katmandu hafi orðið mjög hræddir enda varla búnir að jafna sig á mjög stórum skjálfta norðvestur af höfuðborginni fyrir um hálfum mánuði. Þar fórust yfir átta þúsund manns í vesturhluta landsins og um hundrað þúsund byggingar hrundu. „Það var mikil skelfing hér í höfuðborginni strax og skjálftinn reið yfir og fólk fór út á götur. Maður sá það nú undir kvöld (klukkan er 6 klst. á undan íslenskum tíma) að fólk var byrjað að setja upp tjöld aftur sem það gisti í fyrstu dagana eftir fyrri skjálftann og hafði verið að taka niður um helgina. Þau eru öll komin upp aftur og greinilegt að fólk ætlar að sofa utandyra,“ segir Gísli Rafn. Ríkharður Már Pétursson rafiðnaðarfræðingur hefur dvalið í Nepal að undanförnu á vegum Rauða krossins og í dag kom Helga Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur þangað. Á morgun bætist Elín Jónasdóttir, sálfræðingur síðan í hópinn. Gísli Rafn segir að nú óttist menn frekari skjálfta og þá nær höfuðborginni. „Sjálft misgengið sem menn voru hræddastir við að myndi skjálfa hér á svæðinu gengur í gegnum sjálfan Katmandu-dalinn og hann hefur ekki hreyfst ennþá. Þannig að menn hafa dálitlar áhyggjur af því að það geti komið eftirskjálftar á því misgengi,“ segir Gísli Rafn Ólafsson. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Íslendingur í Nepal: „Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur“ „Það varð gríðarlegur eftirskjálfi hér í Nepal,“ segir Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður en hann er staddur í Nepal. 12. maí 2015 08:39 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Fólki í Nepal varð mjög brugðið þegar annar stór jarðskjálfti reið yfir landið í morgun. Íslenskur hjálparstarfsmaður segir íbúa höfuðborgarinnar hafa þust út á götur í skelfingu en tjón og mannfall var ekkert í líkingu við það sem varð í öflugum jarðskjálfta í síðasta mánuði. Talið er að minnsta kosti 37 manns hafi látist og yfir þúsund manns slasast í skjálftanum í morgun sem mældist 7,3 með upptök tæpa 70 kílómetra frá bænum Namche Bazar, sem stendur nærri Everest-fjalli og 83 kílómetrum norðaustur af Katmandú. Þingfundur stóð yfir þegar skjálftinn varð og flúðu þingmenn þinghúsið í ofvæni.Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður er staddur í Nepal.Vísir/NepalGísli Rafn Ólafsson hefur unnið að því að koma á gervihnattasímasambandi við einstök svæði í Nepal að undanförnu. „Við fundum mjög vel fyrir þessum skjálfta enda varði hann í tæpar 45 sekúndur og var mjög sterkur. Þó hann væri reyndar í 70 kílómetra fjarlægð. En það lék allt á reiðiskjálfi hjá okkur rétt við flugvöllinn þar sem við erum með okkar aðstöðu,“ segir Gísli Rafn. Íbúar Katmandu hafi orðið mjög hræddir enda varla búnir að jafna sig á mjög stórum skjálfta norðvestur af höfuðborginni fyrir um hálfum mánuði. Þar fórust yfir átta þúsund manns í vesturhluta landsins og um hundrað þúsund byggingar hrundu. „Það var mikil skelfing hér í höfuðborginni strax og skjálftinn reið yfir og fólk fór út á götur. Maður sá það nú undir kvöld (klukkan er 6 klst. á undan íslenskum tíma) að fólk var byrjað að setja upp tjöld aftur sem það gisti í fyrstu dagana eftir fyrri skjálftann og hafði verið að taka niður um helgina. Þau eru öll komin upp aftur og greinilegt að fólk ætlar að sofa utandyra,“ segir Gísli Rafn. Ríkharður Már Pétursson rafiðnaðarfræðingur hefur dvalið í Nepal að undanförnu á vegum Rauða krossins og í dag kom Helga Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur þangað. Á morgun bætist Elín Jónasdóttir, sálfræðingur síðan í hópinn. Gísli Rafn segir að nú óttist menn frekari skjálfta og þá nær höfuðborginni. „Sjálft misgengið sem menn voru hræddastir við að myndi skjálfa hér á svæðinu gengur í gegnum sjálfan Katmandu-dalinn og hann hefur ekki hreyfst ennþá. Þannig að menn hafa dálitlar áhyggjur af því að það geti komið eftirskjálftar á því misgengi,“ segir Gísli Rafn Ólafsson.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Íslendingur í Nepal: „Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur“ „Það varð gríðarlegur eftirskjálfi hér í Nepal,“ segir Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður en hann er staddur í Nepal. 12. maí 2015 08:39 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Íslendingur í Nepal: „Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur“ „Það varð gríðarlegur eftirskjálfi hér í Nepal,“ segir Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður en hann er staddur í Nepal. 12. maí 2015 08:39