Nóg til af kjöti: „Það verður alveg hægt að grilla um næstu helgi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. maí 2015 10:42 Jón Björnsson forstjóri Festar. vísir „Staðan er bara ágæt, það er til nóg af kjöti,“ segir Jón Björnsson forstjóri Festar í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Festi er eigandi verslana Kaupáss sem rekur matvöruverslanir undir merkjum Krónunnar, Nóatúns og Kjarvals. Verkfall dýralækna hefur skapað vandræði í sölu á kjöti. Slátrun liggur niðri og ekki er hægt að tollafgreiða innflutt kjöt. „Þetta á ekki við um allt kjöt. Það er t.d. ekki til ferskur kjúklingur. Það er aftur á móti til lambakjöt, svínakjöt, kalkúnn, endur, nautakjöt og svo eitthvað af frosnum kjúkling. Það er til nóg af lambakjöti, svínakjöti og ýmsu fuglakjöti. Með tíð og tíma mun fara tæmast í nautakjöti og kjúklingi. Við sveltum ekki neitt. Það er t.d. til nóg af fiski.“ Jón segir að lambakjötsala hafi aukist eftir að dýralæknar fóru í verkfall. „Þetta er hræðilegt ástand fyrir svínabændur og kjúklingaræktendur að lenda í því að þeir hafi ekki stjórn á sínu eigin fyrirtæki vegna þess að þeir geta ekki losað sig við framleiðslu sína. Síðan þegar þeir geta það, þá væntanlega eiga þeir svo mikið að þeir þurfa að losa það hratt út og þá yfirleitt lækkar verð. Þetta hlýtur að vera skelfilegt fyrir þá.“ Hann segir að Íslendingar þurfi samt ekki að óttast framhaldið. „Það verður alveg hægt að grilla um næstu helgi og þar frameftir. Það verða kannski einhverjar tegundir sem detta út.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Mikið slátrað á næstunni Átta undanþágur voru veittar í dag af undanþágunefnd dýralækna til slátrunar svína. 8. maí 2015 18:23 Undanþágur veittar fyrir slátrun Tvö svínabú, bæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi munu slátra um 120 svínum á morgun eftir að undanþága var veitt til þess á grundvelli dýravelferðar og yfirlýsingar um að kjötið færi ekki á markað á meðan verkfalli stendur. 7. maí 2015 16:33 Neyðarástand á svínabúum landsins Dýralæknar á vegum Matvælastofnunar hafa verið í verkfalli í átján daga. Lög um velferð dýra eru brotin á hverjum degi þar sem ekki fæst heimild til að slátra til vinnslu. 7. maí 2015 07:00 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
„Staðan er bara ágæt, það er til nóg af kjöti,“ segir Jón Björnsson forstjóri Festar í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Festi er eigandi verslana Kaupáss sem rekur matvöruverslanir undir merkjum Krónunnar, Nóatúns og Kjarvals. Verkfall dýralækna hefur skapað vandræði í sölu á kjöti. Slátrun liggur niðri og ekki er hægt að tollafgreiða innflutt kjöt. „Þetta á ekki við um allt kjöt. Það er t.d. ekki til ferskur kjúklingur. Það er aftur á móti til lambakjöt, svínakjöt, kalkúnn, endur, nautakjöt og svo eitthvað af frosnum kjúkling. Það er til nóg af lambakjöti, svínakjöti og ýmsu fuglakjöti. Með tíð og tíma mun fara tæmast í nautakjöti og kjúklingi. Við sveltum ekki neitt. Það er t.d. til nóg af fiski.“ Jón segir að lambakjötsala hafi aukist eftir að dýralæknar fóru í verkfall. „Þetta er hræðilegt ástand fyrir svínabændur og kjúklingaræktendur að lenda í því að þeir hafi ekki stjórn á sínu eigin fyrirtæki vegna þess að þeir geta ekki losað sig við framleiðslu sína. Síðan þegar þeir geta það, þá væntanlega eiga þeir svo mikið að þeir þurfa að losa það hratt út og þá yfirleitt lækkar verð. Þetta hlýtur að vera skelfilegt fyrir þá.“ Hann segir að Íslendingar þurfi samt ekki að óttast framhaldið. „Það verður alveg hægt að grilla um næstu helgi og þar frameftir. Það verða kannski einhverjar tegundir sem detta út.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Mikið slátrað á næstunni Átta undanþágur voru veittar í dag af undanþágunefnd dýralækna til slátrunar svína. 8. maí 2015 18:23 Undanþágur veittar fyrir slátrun Tvö svínabú, bæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi munu slátra um 120 svínum á morgun eftir að undanþága var veitt til þess á grundvelli dýravelferðar og yfirlýsingar um að kjötið færi ekki á markað á meðan verkfalli stendur. 7. maí 2015 16:33 Neyðarástand á svínabúum landsins Dýralæknar á vegum Matvælastofnunar hafa verið í verkfalli í átján daga. Lög um velferð dýra eru brotin á hverjum degi þar sem ekki fæst heimild til að slátra til vinnslu. 7. maí 2015 07:00 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Mikið slátrað á næstunni Átta undanþágur voru veittar í dag af undanþágunefnd dýralækna til slátrunar svína. 8. maí 2015 18:23
Undanþágur veittar fyrir slátrun Tvö svínabú, bæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi munu slátra um 120 svínum á morgun eftir að undanþága var veitt til þess á grundvelli dýravelferðar og yfirlýsingar um að kjötið færi ekki á markað á meðan verkfalli stendur. 7. maí 2015 16:33
Neyðarástand á svínabúum landsins Dýralæknar á vegum Matvælastofnunar hafa verið í verkfalli í átján daga. Lög um velferð dýra eru brotin á hverjum degi þar sem ekki fæst heimild til að slátra til vinnslu. 7. maí 2015 07:00