Segjast einir ekki fá undanþágu til slátrunar Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2015 16:52 Vísir/Auðunn Forsvarsmenn Síldar og fisks ehf., segjast vera eini svínræktandinn sem ekki fái undanþágu til slátrunar grísa. Undanþáguhópur Dýralæknafélags Íslands hafnaði í dag beiðni Matvælastofnunar um að fyrirtækið fengi að slátra alls 360 grísum á þremur dögum á búunum að Minni-Vatnsleysu og Þórustöðum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að enginn rökstuðningur hafi fylgt svarinu. Þó minnti Matvælastofnun í erindi til Síldar og fisks á að undanþáguhópurinn hafi sett það skilyrði fyrir undanþágu að umsókninni fylgdi skilyrði frá viðkomandi aðilum um að afurðir færu ekki á markað. „Síld og fiskur ehf. sækir um undanþágu á sömu forsendum og aðrir svínaræktendur, þ.e. á grundvelli dýravelferðar með vísan í reglugerðarákvæði um rými í stíum,“ segir í tilkynningunni. „Grísirnir eru komnir í sláturstærð og stækka áfram dag frá degi. Velferð dýranna er stefnt í voða.“ Síld og fiskur hefur ekki skrifað undir samkomulag „sem Dýralæknafélagið og Bandalag háskólamanna neyddu bændur til að undirgangast“. Það fjallar um að þeir fengju að slátra grísum með sama skilyrði og hefur verið nefnt hér að ofan. „Síld og fiskur er eini svínaræktandinn sem ekki fær undanþágu til slátrunar. Fyrirtækið lítur svo á að dýravelferð sé algild og að henni verði ekki vikið til hliðar vegna hagsmuna fólks í kjarabaráttu.“ Fyrirtækið hefur farið fram á við MAST að yfirdýralækni verði falið hlutverk kjötskoðunarlæknis, að aðrir dýralæknar verði fengnir til að gegna hlutverkinu. Annars beiti Matvælastofnun sér fyrir því að fá undanþágu Dýralæknafélagsins til að kalla starfsmenn stofnunarinnar úr verkfalli til að gegna hlutverkinu. „Verkfall dýralækna hjá Matvælastofnun hefur nú staðið í liðlega þrjár vikur og ástandið á kjúklinga- og svínabúum versnar stöðugt. Stjórnvöld landsins hljóta að grípa inn í atburðarásina áður en hreint neyðarástand skapast eða ber svo að skilja að kjarabarátta víki dýravernd til hliðar þegar það hentar?“ Verkfall 2016 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Forsvarsmenn Síldar og fisks ehf., segjast vera eini svínræktandinn sem ekki fái undanþágu til slátrunar grísa. Undanþáguhópur Dýralæknafélags Íslands hafnaði í dag beiðni Matvælastofnunar um að fyrirtækið fengi að slátra alls 360 grísum á þremur dögum á búunum að Minni-Vatnsleysu og Þórustöðum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að enginn rökstuðningur hafi fylgt svarinu. Þó minnti Matvælastofnun í erindi til Síldar og fisks á að undanþáguhópurinn hafi sett það skilyrði fyrir undanþágu að umsókninni fylgdi skilyrði frá viðkomandi aðilum um að afurðir færu ekki á markað. „Síld og fiskur ehf. sækir um undanþágu á sömu forsendum og aðrir svínaræktendur, þ.e. á grundvelli dýravelferðar með vísan í reglugerðarákvæði um rými í stíum,“ segir í tilkynningunni. „Grísirnir eru komnir í sláturstærð og stækka áfram dag frá degi. Velferð dýranna er stefnt í voða.“ Síld og fiskur hefur ekki skrifað undir samkomulag „sem Dýralæknafélagið og Bandalag háskólamanna neyddu bændur til að undirgangast“. Það fjallar um að þeir fengju að slátra grísum með sama skilyrði og hefur verið nefnt hér að ofan. „Síld og fiskur er eini svínaræktandinn sem ekki fær undanþágu til slátrunar. Fyrirtækið lítur svo á að dýravelferð sé algild og að henni verði ekki vikið til hliðar vegna hagsmuna fólks í kjarabaráttu.“ Fyrirtækið hefur farið fram á við MAST að yfirdýralækni verði falið hlutverk kjötskoðunarlæknis, að aðrir dýralæknar verði fengnir til að gegna hlutverkinu. Annars beiti Matvælastofnun sér fyrir því að fá undanþágu Dýralæknafélagsins til að kalla starfsmenn stofnunarinnar úr verkfalli til að gegna hlutverkinu. „Verkfall dýralækna hjá Matvælastofnun hefur nú staðið í liðlega þrjár vikur og ástandið á kjúklinga- og svínabúum versnar stöðugt. Stjórnvöld landsins hljóta að grípa inn í atburðarásina áður en hreint neyðarástand skapast eða ber svo að skilja að kjarabarátta víki dýravernd til hliðar þegar það hentar?“
Verkfall 2016 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira