Segjast einir ekki fá undanþágu til slátrunar Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2015 16:52 Vísir/Auðunn Forsvarsmenn Síldar og fisks ehf., segjast vera eini svínræktandinn sem ekki fái undanþágu til slátrunar grísa. Undanþáguhópur Dýralæknafélags Íslands hafnaði í dag beiðni Matvælastofnunar um að fyrirtækið fengi að slátra alls 360 grísum á þremur dögum á búunum að Minni-Vatnsleysu og Þórustöðum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að enginn rökstuðningur hafi fylgt svarinu. Þó minnti Matvælastofnun í erindi til Síldar og fisks á að undanþáguhópurinn hafi sett það skilyrði fyrir undanþágu að umsókninni fylgdi skilyrði frá viðkomandi aðilum um að afurðir færu ekki á markað. „Síld og fiskur ehf. sækir um undanþágu á sömu forsendum og aðrir svínaræktendur, þ.e. á grundvelli dýravelferðar með vísan í reglugerðarákvæði um rými í stíum,“ segir í tilkynningunni. „Grísirnir eru komnir í sláturstærð og stækka áfram dag frá degi. Velferð dýranna er stefnt í voða.“ Síld og fiskur hefur ekki skrifað undir samkomulag „sem Dýralæknafélagið og Bandalag háskólamanna neyddu bændur til að undirgangast“. Það fjallar um að þeir fengju að slátra grísum með sama skilyrði og hefur verið nefnt hér að ofan. „Síld og fiskur er eini svínaræktandinn sem ekki fær undanþágu til slátrunar. Fyrirtækið lítur svo á að dýravelferð sé algild og að henni verði ekki vikið til hliðar vegna hagsmuna fólks í kjarabaráttu.“ Fyrirtækið hefur farið fram á við MAST að yfirdýralækni verði falið hlutverk kjötskoðunarlæknis, að aðrir dýralæknar verði fengnir til að gegna hlutverkinu. Annars beiti Matvælastofnun sér fyrir því að fá undanþágu Dýralæknafélagsins til að kalla starfsmenn stofnunarinnar úr verkfalli til að gegna hlutverkinu. „Verkfall dýralækna hjá Matvælastofnun hefur nú staðið í liðlega þrjár vikur og ástandið á kjúklinga- og svínabúum versnar stöðugt. Stjórnvöld landsins hljóta að grípa inn í atburðarásina áður en hreint neyðarástand skapast eða ber svo að skilja að kjarabarátta víki dýravernd til hliðar þegar það hentar?“ Verkfall 2016 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Forsvarsmenn Síldar og fisks ehf., segjast vera eini svínræktandinn sem ekki fái undanþágu til slátrunar grísa. Undanþáguhópur Dýralæknafélags Íslands hafnaði í dag beiðni Matvælastofnunar um að fyrirtækið fengi að slátra alls 360 grísum á þremur dögum á búunum að Minni-Vatnsleysu og Þórustöðum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að enginn rökstuðningur hafi fylgt svarinu. Þó minnti Matvælastofnun í erindi til Síldar og fisks á að undanþáguhópurinn hafi sett það skilyrði fyrir undanþágu að umsókninni fylgdi skilyrði frá viðkomandi aðilum um að afurðir færu ekki á markað. „Síld og fiskur ehf. sækir um undanþágu á sömu forsendum og aðrir svínaræktendur, þ.e. á grundvelli dýravelferðar með vísan í reglugerðarákvæði um rými í stíum,“ segir í tilkynningunni. „Grísirnir eru komnir í sláturstærð og stækka áfram dag frá degi. Velferð dýranna er stefnt í voða.“ Síld og fiskur hefur ekki skrifað undir samkomulag „sem Dýralæknafélagið og Bandalag háskólamanna neyddu bændur til að undirgangast“. Það fjallar um að þeir fengju að slátra grísum með sama skilyrði og hefur verið nefnt hér að ofan. „Síld og fiskur er eini svínaræktandinn sem ekki fær undanþágu til slátrunar. Fyrirtækið lítur svo á að dýravelferð sé algild og að henni verði ekki vikið til hliðar vegna hagsmuna fólks í kjarabaráttu.“ Fyrirtækið hefur farið fram á við MAST að yfirdýralækni verði falið hlutverk kjötskoðunarlæknis, að aðrir dýralæknar verði fengnir til að gegna hlutverkinu. Annars beiti Matvælastofnun sér fyrir því að fá undanþágu Dýralæknafélagsins til að kalla starfsmenn stofnunarinnar úr verkfalli til að gegna hlutverkinu. „Verkfall dýralækna hjá Matvælastofnun hefur nú staðið í liðlega þrjár vikur og ástandið á kjúklinga- og svínabúum versnar stöðugt. Stjórnvöld landsins hljóta að grípa inn í atburðarásina áður en hreint neyðarástand skapast eða ber svo að skilja að kjarabarátta víki dýravernd til hliðar þegar það hentar?“
Verkfall 2016 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira