„Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka“ Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 31. maí 2015 09:00 Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, var gestur Viktoríu Hermannsdóttir og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu sem hlusta má á hér. Hún ræddi þar um tengsl áfalla, ofbeldis og fíknar og kallaði eftir breytingum í úrræðarmeðferðum á Íslandi. „Ég hætti að drekka fyrir átta árum, en vissi lítið um meðferðarkerfið. Ég hringdi á þann stað sem mér datt fyrst í hug sem var Vogur og pantaði innlögn. Það var að koma sumar, þannig að ég tók stuttu útgáfuna. Viku á Vogi og 2 vikur á Vík. Ég tók allan pakkann og kláraði ársprógramm sem þá var í boði og mætti í eftirfylgni. Þetta nýttist mér ágætlega. Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka. Ég gat nýtt mér þessa hjálp mjög vel. Til dæmis, þegar ég kem inn á Vog þá er þarna indæll eldri maður með mér í meðferðinni, sem var þarna í áttugasta sinn. Það var greinilega mat manna inn á Vogi að við, ég og þessi ágæti maður sem hafði viðurnefnið Kardó, þyrftum sömu meðferð. Svona eftir á að hyggja þá held ég að hvorugt okkar hafi þurft þessa meðferð sem við fengum. Ég held að Kardó hefði þurft B-vítamín sprautu og bað og kjötsúpu og hlýlega umönnun. Ég hefði sennilega komist af með göngudeildarmeðferð," útskýrir Kristín. „Meðferðin sem ég fór í gegnum er aðallega þessi grúppumeðferð. Það er lítil einstaklingsmeðferð og þetta felst aðallega í því að setja með ráðgjöfum og annað hvort að hlusta á fyrirlestra eða ræða við jafningja undir leiðsögn ráðgjafa. Þannig að þetta er eiginlega svona fræðsluprógramm, meira heldur en læknismeðferð. Þannig að jú, mér fannst – ég ákvað nú að klára meðferðina, en mér fannst þetta orðið heldur þunnt í lokin,” segir hún. Kristín segist hafa átt óskaplega góða æsku. „Ég var í stanslausu sólsskini austur á Fljótsdalshéraði, er alin upp á Egilsttöðum í stórri fjölskyldu. Ég á sex systkini og amma mín bjó líka inni á heimilinu. Ég átti mjög góða æsku, ég get ekki kvartað undan því. Svo flytjum við í bæinn þegar ég var unglingur og ég missti bara satt að segja dálítið fótanna á unglingsárum. Ég hætti í skóla og var að þvælast um allt, fór svo til Hondúras þar sem ég var skiptinemi. Ég átti fljótt í vanda með drykkju, en náði mér nú samt alveg á strik og eignaðist fjölskyldu og svona. Ég krafsaði mig í gegnum Hamrahlíð á kvöldin.” Kristínu fannst hún framan af hafa stjórn á áfengisneyslu sinni. „Mér fannst áfengi afskaplega skemmtilegt og fannst ekkert vandamál til að byrja með. En ég náttúrulega hafði aldrei neitt góða stjórn á drykkjunni hjá mér. Ég var samt komin yfir fertugt þegar ég hætti að drekka – og það voru svona mínir nánustu sem vissu að það var góð hugmynd að fara í meðferð. Mörgum fannst þetta bölvuð della að ég væri að hætta að drekka. Þeim fannst ég svo ægilega skemmtileg í partýum og svona. En mér var bara alveg farið að hætta finnast skemmtilegt sjálfri, sem er mjög góð ástæða til að hætta. Og við metum það bara sjálf, hvenær okkur finnst nóg að gert. Það var nú sagt við mig í meðferð að ég hefði komið snemma, mér fannst það ekkert sérstaklega, en þetta er bara eitthvað persónulegt mat hvað er snemma og hvað ekki. En ég hef ekki séð eftir því í eitt augnablik að hafa hætt að drekka. Áfengi er ávanabindandi efni og ég var nú ekki að drekka daglega, en þetta var orðið mjög óþægilega reglulegt. Svo hefur áfengi áhrif á taugakerfið og þegar maður er kominn yfir fertugt og búinn að drekka mikið of lengi þá fara þunglyndiseinkenni að láta á sér kræla og ýmislegt sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur. Lífið verður erfiðara. Ég var á þessum tímapunkti að hugsa um að byrja í lyfjunum eða hætta að drekka. Ég ákvað að hætta að drekka.”Rótin stendur fyrir ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð í september þar sem fjallað verður um önnur meðferðarúrræði fyrir konur. Hlusta má á lengra og ítarlegra viðtal við Kristínu í hlaðvarpinu Föstudagsviðtalið sem finna má í heild sinni hér. Föstudagsviðtalið Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, var gestur Viktoríu Hermannsdóttir og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu sem hlusta má á hér. Hún ræddi þar um tengsl áfalla, ofbeldis og fíknar og kallaði eftir breytingum í úrræðarmeðferðum á Íslandi. „Ég hætti að drekka fyrir átta árum, en vissi lítið um meðferðarkerfið. Ég hringdi á þann stað sem mér datt fyrst í hug sem var Vogur og pantaði innlögn. Það var að koma sumar, þannig að ég tók stuttu útgáfuna. Viku á Vogi og 2 vikur á Vík. Ég tók allan pakkann og kláraði ársprógramm sem þá var í boði og mætti í eftirfylgni. Þetta nýttist mér ágætlega. Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka. Ég gat nýtt mér þessa hjálp mjög vel. Til dæmis, þegar ég kem inn á Vog þá er þarna indæll eldri maður með mér í meðferðinni, sem var þarna í áttugasta sinn. Það var greinilega mat manna inn á Vogi að við, ég og þessi ágæti maður sem hafði viðurnefnið Kardó, þyrftum sömu meðferð. Svona eftir á að hyggja þá held ég að hvorugt okkar hafi þurft þessa meðferð sem við fengum. Ég held að Kardó hefði þurft B-vítamín sprautu og bað og kjötsúpu og hlýlega umönnun. Ég hefði sennilega komist af með göngudeildarmeðferð," útskýrir Kristín. „Meðferðin sem ég fór í gegnum er aðallega þessi grúppumeðferð. Það er lítil einstaklingsmeðferð og þetta felst aðallega í því að setja með ráðgjöfum og annað hvort að hlusta á fyrirlestra eða ræða við jafningja undir leiðsögn ráðgjafa. Þannig að þetta er eiginlega svona fræðsluprógramm, meira heldur en læknismeðferð. Þannig að jú, mér fannst – ég ákvað nú að klára meðferðina, en mér fannst þetta orðið heldur þunnt í lokin,” segir hún. Kristín segist hafa átt óskaplega góða æsku. „Ég var í stanslausu sólsskini austur á Fljótsdalshéraði, er alin upp á Egilsttöðum í stórri fjölskyldu. Ég á sex systkini og amma mín bjó líka inni á heimilinu. Ég átti mjög góða æsku, ég get ekki kvartað undan því. Svo flytjum við í bæinn þegar ég var unglingur og ég missti bara satt að segja dálítið fótanna á unglingsárum. Ég hætti í skóla og var að þvælast um allt, fór svo til Hondúras þar sem ég var skiptinemi. Ég átti fljótt í vanda með drykkju, en náði mér nú samt alveg á strik og eignaðist fjölskyldu og svona. Ég krafsaði mig í gegnum Hamrahlíð á kvöldin.” Kristínu fannst hún framan af hafa stjórn á áfengisneyslu sinni. „Mér fannst áfengi afskaplega skemmtilegt og fannst ekkert vandamál til að byrja með. En ég náttúrulega hafði aldrei neitt góða stjórn á drykkjunni hjá mér. Ég var samt komin yfir fertugt þegar ég hætti að drekka – og það voru svona mínir nánustu sem vissu að það var góð hugmynd að fara í meðferð. Mörgum fannst þetta bölvuð della að ég væri að hætta að drekka. Þeim fannst ég svo ægilega skemmtileg í partýum og svona. En mér var bara alveg farið að hætta finnast skemmtilegt sjálfri, sem er mjög góð ástæða til að hætta. Og við metum það bara sjálf, hvenær okkur finnst nóg að gert. Það var nú sagt við mig í meðferð að ég hefði komið snemma, mér fannst það ekkert sérstaklega, en þetta er bara eitthvað persónulegt mat hvað er snemma og hvað ekki. En ég hef ekki séð eftir því í eitt augnablik að hafa hætt að drekka. Áfengi er ávanabindandi efni og ég var nú ekki að drekka daglega, en þetta var orðið mjög óþægilega reglulegt. Svo hefur áfengi áhrif á taugakerfið og þegar maður er kominn yfir fertugt og búinn að drekka mikið of lengi þá fara þunglyndiseinkenni að láta á sér kræla og ýmislegt sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur. Lífið verður erfiðara. Ég var á þessum tímapunkti að hugsa um að byrja í lyfjunum eða hætta að drekka. Ég ákvað að hætta að drekka.”Rótin stendur fyrir ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð í september þar sem fjallað verður um önnur meðferðarúrræði fyrir konur. Hlusta má á lengra og ítarlegra viðtal við Kristínu í hlaðvarpinu Föstudagsviðtalið sem finna má í heild sinni hér.
Föstudagsviðtalið Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira