Aðgerðir ríkisstjórnar vegna samninga ljósar fyrir helgi Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2015 19:45 Stjórnvöld greina frá aðgerðum sínum í tengslum við gerð kjarasamninga fyrir helgi. Lágmarkslaun munu hækka um ríflega 30 prósent á næstu þremur árum samkvæmt samningsdrögum Flóabandalagsins og verslunarmanna. Þau drög að kjarasamningum sem nú liggja fyrir hjá Flóabandalaginu, Verslunarmönnum og Stéttarfélagi Vesturlands við Samtök atvinnurekenda fela í sér blöndu krónutöluhækkana fyrir lægst launuðu hópana og stiglækkandi prósentuhækkanir til þeirra sem eru með 300 þúsund eða meira í mánaðarlaun á þessu ári. Þá er miðað við að lægstu laun verði 300 þúsund við lok samningstímans eftir rúm þrjú ár.Hér eru dæmi um hækkanir á þessu ári, þar sem sést hvernig mánaðarlaun frá 230 þúsund krónum upp í 750 þúsund krónur taka breytingum. Þar sést hvernig mismunandi prósentuhækkanir gefa svipaða krónutöluhækkun launa með lækkandi prósentum á mismunandi há laun, en prósentuhækkun verður lægst 3 prósent í kring um 750 þúsund króna mánaðarlaun. 1. maí á næsta ári gera þessi samningsdrög ráð fyrir að taxtalaun hækki að lágmarki um 15 þúsund krónur og launaþróunartrygging hækki laun utan taxtakerfis um 5,5 prósent. Hinn 1. maí 2017 hækka bæði taxtalaun og laun utan taxta um prósentutölu. Taxtalaunin um 4,5 prósent og laun utan taxta um 3 prósent. Að lokum myndu síðan árið 2018 koma þriggja prósenta hækkun á taxtalaun og 2 prósent á laun utan taxta. Byrjunarlaun afgreiðslufólks myndu að auki hækka um 3.400 krónur á þessu ári og 1.700 krónur árið 2017.Stefnt að undirritun á föstudag Rauð strik eru í samningunum varðandi þróun kaupmáttar og hækkanir annarra umfram þessar hækkanir. Þá er enn verið að vinna í einstökum bókunum með samningunum en Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR er bjartsýn á að samningar takist ef samkomulag næst um bókanirnar. „Þá ætti ekkert að vera að vanbúnaði að kynna þetta fyrir samninganefndinni okkar á föstudaginn. Ef samninganefndin samþykkir þetta ættum við að getað skrifað undir á föstudaginn,“ segir Ólafía. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er varkár í yfirlýsingum varðandi þessa samninga en segir að þeir muni væntanlega setja einhvern þrýsting á hagkerfið. En samningar gætu lagt línurnar fyrir aðra á vinnumarkaðnum. „Ég ætla að bíða með að lýsa yfir mikilli gleði þar til samningarnir eru komnir í hús og hafa verið samþykktir. En við hljótum að lýsa ánægju yfir því að verkföllum hefur verið frestað a.m.k. tímabundið og það virðist vera gangur í viðræðunum,“ segir Bjarni. Vonandi verði hægt að ljúka samningum á opinbera markaðnum fljótlega og ríkisstjórnin sé að leggja lokahönd á sínar aðgerðir í tengslum við kjarasamninga og muni kynna þær fyrir helgi. „Til þess að menn alls staðar við borðið hafi betri heildarsýn á það hvað í niðurstöður samninganna og opinberum aðgerðum myndi felast fyrri ólíka tekjuhópa,“ segir Bjarni Benediktsson. Verkfall 2016 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Stjórnvöld greina frá aðgerðum sínum í tengslum við gerð kjarasamninga fyrir helgi. Lágmarkslaun munu hækka um ríflega 30 prósent á næstu þremur árum samkvæmt samningsdrögum Flóabandalagsins og verslunarmanna. Þau drög að kjarasamningum sem nú liggja fyrir hjá Flóabandalaginu, Verslunarmönnum og Stéttarfélagi Vesturlands við Samtök atvinnurekenda fela í sér blöndu krónutöluhækkana fyrir lægst launuðu hópana og stiglækkandi prósentuhækkanir til þeirra sem eru með 300 þúsund eða meira í mánaðarlaun á þessu ári. Þá er miðað við að lægstu laun verði 300 þúsund við lok samningstímans eftir rúm þrjú ár.Hér eru dæmi um hækkanir á þessu ári, þar sem sést hvernig mánaðarlaun frá 230 þúsund krónum upp í 750 þúsund krónur taka breytingum. Þar sést hvernig mismunandi prósentuhækkanir gefa svipaða krónutöluhækkun launa með lækkandi prósentum á mismunandi há laun, en prósentuhækkun verður lægst 3 prósent í kring um 750 þúsund króna mánaðarlaun. 1. maí á næsta ári gera þessi samningsdrög ráð fyrir að taxtalaun hækki að lágmarki um 15 þúsund krónur og launaþróunartrygging hækki laun utan taxtakerfis um 5,5 prósent. Hinn 1. maí 2017 hækka bæði taxtalaun og laun utan taxta um prósentutölu. Taxtalaunin um 4,5 prósent og laun utan taxta um 3 prósent. Að lokum myndu síðan árið 2018 koma þriggja prósenta hækkun á taxtalaun og 2 prósent á laun utan taxta. Byrjunarlaun afgreiðslufólks myndu að auki hækka um 3.400 krónur á þessu ári og 1.700 krónur árið 2017.Stefnt að undirritun á föstudag Rauð strik eru í samningunum varðandi þróun kaupmáttar og hækkanir annarra umfram þessar hækkanir. Þá er enn verið að vinna í einstökum bókunum með samningunum en Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR er bjartsýn á að samningar takist ef samkomulag næst um bókanirnar. „Þá ætti ekkert að vera að vanbúnaði að kynna þetta fyrir samninganefndinni okkar á föstudaginn. Ef samninganefndin samþykkir þetta ættum við að getað skrifað undir á föstudaginn,“ segir Ólafía. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er varkár í yfirlýsingum varðandi þessa samninga en segir að þeir muni væntanlega setja einhvern þrýsting á hagkerfið. En samningar gætu lagt línurnar fyrir aðra á vinnumarkaðnum. „Ég ætla að bíða með að lýsa yfir mikilli gleði þar til samningarnir eru komnir í hús og hafa verið samþykktir. En við hljótum að lýsa ánægju yfir því að verkföllum hefur verið frestað a.m.k. tímabundið og það virðist vera gangur í viðræðunum,“ segir Bjarni. Vonandi verði hægt að ljúka samningum á opinbera markaðnum fljótlega og ríkisstjórnin sé að leggja lokahönd á sínar aðgerðir í tengslum við kjarasamninga og muni kynna þær fyrir helgi. „Til þess að menn alls staðar við borðið hafi betri heildarsýn á það hvað í niðurstöður samninganna og opinberum aðgerðum myndi felast fyrri ólíka tekjuhópa,“ segir Bjarni Benediktsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira