„Sjúkdómar fara ekki í verkföll“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 27. maí 2015 18:22 "Þetta getur eiginlega ekki endað vel,“ segir Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hjartaheilla. vísir/völundur jónsson Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hjartaheilla, hefur þungar áhyggjur af stöðu mála eftir að skellt var í lás á Hjartagátt Landspítalans við Hringbraut í nótt. Hann segir ástandið grafalvarlegt og óttast það versta. Hjartagáttinni var lokað á miðnætti og verður opnuð að nýju í fyrsta lagi á mánudag. Þangað til þurfa hjartasjúklingar að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku. Ásgeir telur líklegt að það verði þess valdandi að sjúklingar leiti sér síður aðstoðar. Það geti þó reynst fólki afdrifaríkt. „Sjúkdómar fara ekki í verkföll, það er bara þannig. En ég er viss um að það séu mun meiri líkur en minni á að þeir sem eru með einhvern krankleika veigri sér jafnvel að leita til stofnana vegna verkfallsins, sem getur verið hættulegt. Staðan er grafalvarleg og í raun algjörlega óboðleg. Þessi verkfallshrina sem er búin að vera frá læknaverkfallinu til dagsins í dag, þetta getur eiginlega ekki endað vel,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Hann bætir við að allri bráðaþjónustu sé sinnt og þakkar fyrir það. „Fólk er aldrei látið bíða, það er alveg á hreinu. En eins og við vitum eru hjartasjúkdómar „the silent killer“ og þess vegna þarf að finna lausn á þessu máli. Heilbrigðisstarfsfólk á auðvitað allt að vera á góðum launum og þau ættu að vera ákveðin af sérstöku kjararáði, því það verður að koma í veg fyrir að svona komi fyrir.“ Verkfallið sem skall á miðnætti nær til 2.100 hjúkrunarfræðinga. Neyðarmönnun gerir ráð fyrir um fimm hundruð hjúkrunarfræðingum en auk þess hefur verið veitt undanþáguheimild fyrir áttatíu stöðugildum verið samþykkt af félagi hjúkrunarfræðinga. Nokkrum deildum Landspítalans var lokað í dag, þar á meðal tveimur skurðdeildum og tíu dag- og göngudeildum. Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hjartaheilla, hefur þungar áhyggjur af stöðu mála eftir að skellt var í lás á Hjartagátt Landspítalans við Hringbraut í nótt. Hann segir ástandið grafalvarlegt og óttast það versta. Hjartagáttinni var lokað á miðnætti og verður opnuð að nýju í fyrsta lagi á mánudag. Þangað til þurfa hjartasjúklingar að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku. Ásgeir telur líklegt að það verði þess valdandi að sjúklingar leiti sér síður aðstoðar. Það geti þó reynst fólki afdrifaríkt. „Sjúkdómar fara ekki í verkföll, það er bara þannig. En ég er viss um að það séu mun meiri líkur en minni á að þeir sem eru með einhvern krankleika veigri sér jafnvel að leita til stofnana vegna verkfallsins, sem getur verið hættulegt. Staðan er grafalvarleg og í raun algjörlega óboðleg. Þessi verkfallshrina sem er búin að vera frá læknaverkfallinu til dagsins í dag, þetta getur eiginlega ekki endað vel,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Hann bætir við að allri bráðaþjónustu sé sinnt og þakkar fyrir það. „Fólk er aldrei látið bíða, það er alveg á hreinu. En eins og við vitum eru hjartasjúkdómar „the silent killer“ og þess vegna þarf að finna lausn á þessu máli. Heilbrigðisstarfsfólk á auðvitað allt að vera á góðum launum og þau ættu að vera ákveðin af sérstöku kjararáði, því það verður að koma í veg fyrir að svona komi fyrir.“ Verkfallið sem skall á miðnætti nær til 2.100 hjúkrunarfræðinga. Neyðarmönnun gerir ráð fyrir um fimm hundruð hjúkrunarfræðingum en auk þess hefur verið veitt undanþáguheimild fyrir áttatíu stöðugildum verið samþykkt af félagi hjúkrunarfræðinga. Nokkrum deildum Landspítalans var lokað í dag, þar á meðal tveimur skurðdeildum og tíu dag- og göngudeildum.
Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira