Óformlegur fundur í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga í gær skilaði engu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. maí 2015 12:15 Verkfallið hefur mikil áhrif á starfsemi spítala og heilsugæslustöðva, segir Ólafur. Vísir/Vilhelm Óformlegur fundur átti sér stað á milli samninganefnda hjúkrunarfræðinga og ríkisins í gær. Ekkert þokaðist í átt að samkomulagi á þeim fundi. Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst á miðnætti. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að fyrsta nótt verkfallsins hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig. Áttatíu undanþágubeiðnir höfðu verið samþykktar til viðbótar við neyðarmönnunarlista velferðarráðuneytisins áður en verkfallið skall á. „Eftir því sem ég kemst næst þá gekk nóttin bara stóráfallalaust fyrir sig en þegar í gærkvöldi höfðum við samþykkt áttatíu undanþágubeiðnir til viðbótar við þá öryggislista sem liggja fyrir,“ segir hann. Hvaða deildir og sjúkrahús voru það sem fóru fram á þessar umfram undanþágur? „Þetta voru sjúkrahús víðs vegar um landið og Landspítalinn líka. Að hluta til voru þetta stöður sem hafði hreinlega láðst að setja inn á öryggislistann, margir stjórnendur, en einnig þurftum við að bregðast við ástandinu á sumum deildum þar sem þurfti að bæta við hjúkrunarfræðingum til að sinna þeirri þjónustu sem þurfti að sinna,“ segir Ólafur Þrátt fyrir auknar undanþágur er staðan ekki góð á spítölum landsins. Verkföllin hafa mikil áhrif á starfsemina. „Og ekki síst heilsugæsluna þar sem þarf að fresta ung- og smábarnavernd og vaktþjónustu hjúkrunarfræðinga og allri skólahjúkrun,“ segir Ólafur Enginn fundur hafði verið boðaður í deilunni í gær en Ólafur segir að óformlegur fundur hafi farið fram á milli deiluaðila. Ekki hefur verið boðað til formlegs fundar í dag. „Það var óformlegur fundur í gær með samninganefnd ríkisins en við þokuðumst ekkert nær samkomulagsátt á þeim fundi,“ Verkfallið sem skall á á miðnætti nær til allra hjúkrunarfræðinga á landinu. Neyðarmönnun gerir ráð fyrir um fimm hundruð hjúkrunarfræðingum en auk þess hefur áðurnefnd undanþáguheimild fyrir áttatíu stöðugildum verið samþykkt af félagi hjúkrunarfræðinga. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ekki þurfti að kalla út hjúkrunarfræðinga á undanþágu í nótt Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst á miðnætti. 27. maí 2015 07:27 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Óformlegur fundur átti sér stað á milli samninganefnda hjúkrunarfræðinga og ríkisins í gær. Ekkert þokaðist í átt að samkomulagi á þeim fundi. Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst á miðnætti. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að fyrsta nótt verkfallsins hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig. Áttatíu undanþágubeiðnir höfðu verið samþykktar til viðbótar við neyðarmönnunarlista velferðarráðuneytisins áður en verkfallið skall á. „Eftir því sem ég kemst næst þá gekk nóttin bara stóráfallalaust fyrir sig en þegar í gærkvöldi höfðum við samþykkt áttatíu undanþágubeiðnir til viðbótar við þá öryggislista sem liggja fyrir,“ segir hann. Hvaða deildir og sjúkrahús voru það sem fóru fram á þessar umfram undanþágur? „Þetta voru sjúkrahús víðs vegar um landið og Landspítalinn líka. Að hluta til voru þetta stöður sem hafði hreinlega láðst að setja inn á öryggislistann, margir stjórnendur, en einnig þurftum við að bregðast við ástandinu á sumum deildum þar sem þurfti að bæta við hjúkrunarfræðingum til að sinna þeirri þjónustu sem þurfti að sinna,“ segir Ólafur Þrátt fyrir auknar undanþágur er staðan ekki góð á spítölum landsins. Verkföllin hafa mikil áhrif á starfsemina. „Og ekki síst heilsugæsluna þar sem þarf að fresta ung- og smábarnavernd og vaktþjónustu hjúkrunarfræðinga og allri skólahjúkrun,“ segir Ólafur Enginn fundur hafði verið boðaður í deilunni í gær en Ólafur segir að óformlegur fundur hafi farið fram á milli deiluaðila. Ekki hefur verið boðað til formlegs fundar í dag. „Það var óformlegur fundur í gær með samninganefnd ríkisins en við þokuðumst ekkert nær samkomulagsátt á þeim fundi,“ Verkfallið sem skall á á miðnætti nær til allra hjúkrunarfræðinga á landinu. Neyðarmönnun gerir ráð fyrir um fimm hundruð hjúkrunarfræðingum en auk þess hefur áðurnefnd undanþáguheimild fyrir áttatíu stöðugildum verið samþykkt af félagi hjúkrunarfræðinga.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ekki þurfti að kalla út hjúkrunarfræðinga á undanþágu í nótt Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst á miðnætti. 27. maí 2015 07:27 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Ekki þurfti að kalla út hjúkrunarfræðinga á undanþágu í nótt Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst á miðnætti. 27. maí 2015 07:27