Viðskipti innlent

Spyr hvort við höfum ekkert lært af hruninu: „Viljum við nýtt bónusland? Svarið er nei“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknar, vill banna bónusgreiðslur í fjármálageiranum.
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknar, vill banna bónusgreiðslur í fjármálageiranum. Vísir/Vilhelm
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gerði bónusgreiðslur í fjármálageiranum að umtalsefni á Alþingi í dag í umræðum um störf þingsins og sagði Íslendinga búa í „bónuslandi.“

Vísaði þingmaðurinn í fréttir þess efnis að starfsmenn eignaumsýslufélagsins ALMC, áður fjárfestingabankinn Straumur Burðarás, og að starfsmenn slitabús Kaupþings fái tugi milljóna króna í bónusgreiðslur.

Á flokksþingi Framsóknarflokksins í apríl síðastliðnum tillögu Karls um að banna bónusgreiðslur í bankageiranum. Fyrir Alþingi liggur hins vegar frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að heimila fjármálafyrirtækjum að greiða bónusa sem nema allt að 25 prósent af heildarlaunum.

Karl sagði Íslendinga lifa í „sannkölluðu bónuslandi.“

„Bónuskerfi fjármálastofnana spilaði stórt hlutverk í hruninu 2008. Í gær safnaðist stór hópur fólks saman hér fyrir utan þinghúsið sem mótmælti öllu mögulegu, meðal annars afturhvarfi til þess Íslands sem við þekktum rétt fyrir hrun. Virðulegur forseti, höfum við ekkert lært? Ætlum við virkilega að viðhalda bónuskerfi í íslensku fjármálalífi, hvort sem bónusinn er 25%, 50% eða 100%? Viljum við nýtt bónusland? Svarið er nei.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×