Ekki þurfti að kalla út hjúkrunarfræðinga á undanþágu í nótt Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. maí 2015 07:27 Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst á miðnætti en nóttin gekk vel á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Mynd úr safni. Vísir/Ernir Ekki þurfti að kalla út hjúkrunarfræðinga á undanþágu frá verkfalli á bráðamóttöku Landspítalans í nótt þar sem nóttin var óvenju róleg. Þetta segir stjórnandi læknir á bráðamóttökunni. Lítið hefur reynt á verkfallið frá því að það hófst á miðnætti. Varað hefur verið við því af stjórnendum spítalans að öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu með aðgerðunum. Svanur Sigurðsson, stjórnandi læknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að fyrsta nótt verkfallsins hafi gengið vel, enda hafi lítið verið að gera. „Það er ekki farið að reyna almennilega á verkfallið þar sem álagið var óvenju lítið í nótt,“ segir hann. Þannig að það þurfti ekki að kalla út mannskap á undanþágu? „Nei það þurfti ekki núna þessa fyrstu nótt verkfalls.“ Svanur segir óljóst hvað muni gerast þegar álag á bráðamóttökuna tekur að aukast að nýju með morgninum. „Það er aldrei að vita. Mér skilst að það muni einhver pláss á spítalanum loka út af skorti á mönnun á deildum og það gæti orðið afar erfið staða ef síðan gengur illa að koma sjúklingum inn á deildir sem þurfa innlagnir. Það mun teppa bráðamóttökuna innan ekki mjög langs tíma. Ég ber ákveðinn kvíðboga fyrir því,“ segir hann. Erfitt er að spá fyrir um hvenær verkfalli hjúkrunarfræðinga lýkur en í gær sagði formaður félags hjúkrunarfræðinga í samtali við fréttastofu að enn væri langt á milli aðila í deilunni. Enginn samningafundur fór fram í deilunni í gær. Verkfall 2016 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ekki þurfti að kalla út hjúkrunarfræðinga á undanþágu frá verkfalli á bráðamóttöku Landspítalans í nótt þar sem nóttin var óvenju róleg. Þetta segir stjórnandi læknir á bráðamóttökunni. Lítið hefur reynt á verkfallið frá því að það hófst á miðnætti. Varað hefur verið við því af stjórnendum spítalans að öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu með aðgerðunum. Svanur Sigurðsson, stjórnandi læknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að fyrsta nótt verkfallsins hafi gengið vel, enda hafi lítið verið að gera. „Það er ekki farið að reyna almennilega á verkfallið þar sem álagið var óvenju lítið í nótt,“ segir hann. Þannig að það þurfti ekki að kalla út mannskap á undanþágu? „Nei það þurfti ekki núna þessa fyrstu nótt verkfalls.“ Svanur segir óljóst hvað muni gerast þegar álag á bráðamóttökuna tekur að aukast að nýju með morgninum. „Það er aldrei að vita. Mér skilst að það muni einhver pláss á spítalanum loka út af skorti á mönnun á deildum og það gæti orðið afar erfið staða ef síðan gengur illa að koma sjúklingum inn á deildir sem þurfa innlagnir. Það mun teppa bráðamóttökuna innan ekki mjög langs tíma. Ég ber ákveðinn kvíðboga fyrir því,“ segir hann. Erfitt er að spá fyrir um hvenær verkfalli hjúkrunarfræðinga lýkur en í gær sagði formaður félags hjúkrunarfræðinga í samtali við fréttastofu að enn væri langt á milli aðila í deilunni. Enginn samningafundur fór fram í deilunni í gær.
Verkfall 2016 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira