Neyðarmönnun í sumum tilfellum betri en gengur og gerist Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. maí 2015 12:00 Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir ekki útlit fyrir að verkfalli hjúkrunarfræðinga verði afstýrt. Vísir/GVA Verkfall hjúkrunarfræðinga hefst á miðnætti, náist ekki að semja fyrir þann tíma. Á meðan verkfallinu stendur verður svokölluð neyðarmönnun á Landspítalanum en hún er í sumum tilfellum jafn mikil og venjulega. Spítalinn er því keyrður á neyðarmönnun allan ársins hring í sumum tilfellum. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir að öryggislistinn, sem gefinn er út af velferðarráðuneytinu, geri í sumum tilfellum ráð fyrir jafn mikilli mönnun og gengur og gerist á sumum deildum spítalans. „Já það virðist vera á ákveðnum deildum að mönnum dags daglega sé svipuð og gefin er til kynna á þessum öryggislista. Öryggislistinn er náttúrulega gefinn út af ríkinu og setur þá hver sé lágmarksmönnum sem þarf að vera á deild til að tryggja öryggi sjúklinga. Þegar þú skoðar ákveðnar deildir á þessum lista og þá kemur í ljós að mönnunin er svipuð og er dags daglega já,“ segir hann. Ólafur segir að eina ástæðuna fyrir þessu sé hversu erfiðlega gengur að fá hjúkrunarfræðinga til starfa. Hann segir einnig að gera megi ráð fyrir að það verði enn erfiðara í framtíðinni. „Þetta er ákveðin vísbending þess efnis og hluti af þeirri ástæðu er að ekki fást hjúkrunarfræðingar til starfa. Við stöndum frammi fyrir því að það er skortur á hjúkrunarfræðingum nú þegar og fer hratt versnandi,“ segir hann. „Í einhverjum tilfellum hafa til dæmis mönnunarmótun verið aðlöguð þannig að það megi fjölga hjúkrunarfræðingum en ekki fást hjúkrunarfræðingar til starfa og það er kannski ein ástæðan fyrir því að mönnunin er rekin á lágmarki allt árið.“ Ólafur segir þetta vera eitt af því sem félag hjúkrunarfræðinga vilji að verði skoðað. Að það verði skilgreint hversu mörgum skjólstæðingur hver hjúkrunarfræðingur má sinna hverju sinni, með öryggi sjúklinga að leiðarljósi. Hann segir engar reglur í gildi á Íslandi um dag um þetta. Ólafur efast um að samningar náist áður en boðað verkfall hefst á miðnætti. „Nei það er enn þá langt á milli okkar og samninganefndar ríkisins og það hefur ekki verið boðaður annar fundur þannig ég á ekki von á því að við náum að afstýra þessu verkfalli fyrir miðnætti,“ segir hann. Verkfall 2016 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Verkfall hjúkrunarfræðinga hefst á miðnætti, náist ekki að semja fyrir þann tíma. Á meðan verkfallinu stendur verður svokölluð neyðarmönnun á Landspítalanum en hún er í sumum tilfellum jafn mikil og venjulega. Spítalinn er því keyrður á neyðarmönnun allan ársins hring í sumum tilfellum. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir að öryggislistinn, sem gefinn er út af velferðarráðuneytinu, geri í sumum tilfellum ráð fyrir jafn mikilli mönnun og gengur og gerist á sumum deildum spítalans. „Já það virðist vera á ákveðnum deildum að mönnum dags daglega sé svipuð og gefin er til kynna á þessum öryggislista. Öryggislistinn er náttúrulega gefinn út af ríkinu og setur þá hver sé lágmarksmönnum sem þarf að vera á deild til að tryggja öryggi sjúklinga. Þegar þú skoðar ákveðnar deildir á þessum lista og þá kemur í ljós að mönnunin er svipuð og er dags daglega já,“ segir hann. Ólafur segir að eina ástæðuna fyrir þessu sé hversu erfiðlega gengur að fá hjúkrunarfræðinga til starfa. Hann segir einnig að gera megi ráð fyrir að það verði enn erfiðara í framtíðinni. „Þetta er ákveðin vísbending þess efnis og hluti af þeirri ástæðu er að ekki fást hjúkrunarfræðingar til starfa. Við stöndum frammi fyrir því að það er skortur á hjúkrunarfræðingum nú þegar og fer hratt versnandi,“ segir hann. „Í einhverjum tilfellum hafa til dæmis mönnunarmótun verið aðlöguð þannig að það megi fjölga hjúkrunarfræðingum en ekki fást hjúkrunarfræðingar til starfa og það er kannski ein ástæðan fyrir því að mönnunin er rekin á lágmarki allt árið.“ Ólafur segir þetta vera eitt af því sem félag hjúkrunarfræðinga vilji að verði skoðað. Að það verði skilgreint hversu mörgum skjólstæðingur hver hjúkrunarfræðingur má sinna hverju sinni, með öryggi sjúklinga að leiðarljósi. Hann segir engar reglur í gildi á Íslandi um dag um þetta. Ólafur efast um að samningar náist áður en boðað verkfall hefst á miðnætti. „Nei það er enn þá langt á milli okkar og samninganefndar ríkisins og það hefur ekki verið boðaður annar fundur þannig ég á ekki von á því að við náum að afstýra þessu verkfalli fyrir miðnætti,“ segir hann.
Verkfall 2016 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira