Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. maí 2015 18:47 Forsætisráðherra segir skattahækkanir koma til greina ef samið verður um launahækkanir í kjarasamningum sem ógna stöðugleika. Þá segir hann að óhjákvæmilegt gæti reynst fyrir stjórnvöld að grípa inn í kjaradeilur heilbrigðisstarfsmanna ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu. Verkfall hátt í sex hundruð geislafræðinga, lífeindafræðinga, náttúrufræðinga og ljósmæðra sem starfa á heilbrigðisstofnunum á landinu hefur nú staðið í hátt í sjö vikur. Allt stefnir í að um 2.100 hjúkrunarfræðingar bætist í hóp þeirra, en þeir hafa boðað ótímabundið verkfall á miðvikudaginn ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist hafa miklar áhyggjur af þeirri stöðu sem gæti komið upp ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur og að vel sé fylgst með þróun mála. Fyrir um hálfum mánuði sagði landlæknir að hann vildi að sett yrðu lög til að stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins. „Það er rétt að landlæknir hefur metið það þannig að sú staða geti verið að koma upp. Hins vegar höfum við vilja sjá hvort ekki næðist einhver niðurstaða á almenna markaðnum þannig að það mætti komast hjá slíkum aðgerðum,“ segir Sigmundur.Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingar segja launakröfur hógværarBreytir stöðunni ef lífi fólks er stefnt í hættu Stjórnendur á Landspítalanum hafa lýst því yfir að verkfall BHM hafi haft mikil áhrif á starfsemi spítalans og að erfitt sé að tryggja öryggi sjúklinga. Sigmundur Davíð segir að ríkisstjórnin hafi ekki rætt um að setja lög á verkföll heilbrigðisstarfsmanna en að svo gæti farið ef staðan á spítalanum versnar mikið. „Þetta er auðvitað alltaf spurning um á hvaða stig hlutirnir eru komnir en þar verðum við að treysta á fagmennina, þá sem stjórna heilbrigðisstofnunum og landlækni, til að meta það. Því að ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert og þá getur reynst óhjákvæmilegt fyrir stjórnvöld að grípa inn í,“ segir Sigmundur Davíð. Þá segir Sigmundur Davíð að nýjir kjarasamningar við Bandalag háskólamanna og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga verði ekki undirritaðir fyrr en niðurstaða í kjaraviðræðum á almenna vinnumarkaðnum sé í augsýn.Sjá einnig: Sjúklingar sendir heim ef til verkfalls kemur „Ríkið bara er ekki í aðstöðu til þess að byrja að semja fyrr en það sér hvað stefnir í á almenna markaðnum. Almenni markaðurinn þarf líka að hafa vissu fyrir því að ríkið muni ekki yfirbjóða það sem samið verður um á almenna markaðnum svoleiðis að menn treysti sér til þess að gera samninga,“ segir Sigmundur Davíð.Skattahækkanir skoðaðar við þenslu Þá segir Sigmundur Davíð að skattahækkanir komi til greina ef samið verður um launahækkanir í kjarasamningum sem ógna stöðugleika. „Skattahækkanir eru auðvitað eitt af þeim tækjum sem stjórnvöld hafa til þess að bregðast við þenslu, þannig að menn munu væntanlega skoða það,“ segir Sigmundur Davíð. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga: Býst ekki við miklum tíðindum af samningafundi Um tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingar um land allt ætla að leggja niður að leggja niður störf næsta miðvikudag. 24. maí 2015 12:04 Hjúkrunarfræðingar segja launakröfur hógværar "Með samningsvilja getur ríkið komið í veg fyrir að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga hefjist þann 27. maí næstkomandi.“ 22. maí 2015 13:34 Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfall Alls tóku rúmlega 76% félagsmanna þátt í kosningunni og voru rúmlega 90% fylgjandi því að fara í verkfall. 11. maí 2015 10:32 Sjúklingar sendir heim ef til verkfalls kemur Forstjóri Landspítalans segir að um eitt hundrað legurýmum á Landspítalanum verði lokað ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur í næstu viku og sjúklingar sendir heim. 23. maí 2015 12:31 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Forsætisráðherra segir skattahækkanir koma til greina ef samið verður um launahækkanir í kjarasamningum sem ógna stöðugleika. Þá segir hann að óhjákvæmilegt gæti reynst fyrir stjórnvöld að grípa inn í kjaradeilur heilbrigðisstarfsmanna ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu. Verkfall hátt í sex hundruð geislafræðinga, lífeindafræðinga, náttúrufræðinga og ljósmæðra sem starfa á heilbrigðisstofnunum á landinu hefur nú staðið í hátt í sjö vikur. Allt stefnir í að um 2.100 hjúkrunarfræðingar bætist í hóp þeirra, en þeir hafa boðað ótímabundið verkfall á miðvikudaginn ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist hafa miklar áhyggjur af þeirri stöðu sem gæti komið upp ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur og að vel sé fylgst með þróun mála. Fyrir um hálfum mánuði sagði landlæknir að hann vildi að sett yrðu lög til að stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins. „Það er rétt að landlæknir hefur metið það þannig að sú staða geti verið að koma upp. Hins vegar höfum við vilja sjá hvort ekki næðist einhver niðurstaða á almenna markaðnum þannig að það mætti komast hjá slíkum aðgerðum,“ segir Sigmundur.Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingar segja launakröfur hógværarBreytir stöðunni ef lífi fólks er stefnt í hættu Stjórnendur á Landspítalanum hafa lýst því yfir að verkfall BHM hafi haft mikil áhrif á starfsemi spítalans og að erfitt sé að tryggja öryggi sjúklinga. Sigmundur Davíð segir að ríkisstjórnin hafi ekki rætt um að setja lög á verkföll heilbrigðisstarfsmanna en að svo gæti farið ef staðan á spítalanum versnar mikið. „Þetta er auðvitað alltaf spurning um á hvaða stig hlutirnir eru komnir en þar verðum við að treysta á fagmennina, þá sem stjórna heilbrigðisstofnunum og landlækni, til að meta það. Því að ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert og þá getur reynst óhjákvæmilegt fyrir stjórnvöld að grípa inn í,“ segir Sigmundur Davíð. Þá segir Sigmundur Davíð að nýjir kjarasamningar við Bandalag háskólamanna og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga verði ekki undirritaðir fyrr en niðurstaða í kjaraviðræðum á almenna vinnumarkaðnum sé í augsýn.Sjá einnig: Sjúklingar sendir heim ef til verkfalls kemur „Ríkið bara er ekki í aðstöðu til þess að byrja að semja fyrr en það sér hvað stefnir í á almenna markaðnum. Almenni markaðurinn þarf líka að hafa vissu fyrir því að ríkið muni ekki yfirbjóða það sem samið verður um á almenna markaðnum svoleiðis að menn treysti sér til þess að gera samninga,“ segir Sigmundur Davíð.Skattahækkanir skoðaðar við þenslu Þá segir Sigmundur Davíð að skattahækkanir komi til greina ef samið verður um launahækkanir í kjarasamningum sem ógna stöðugleika. „Skattahækkanir eru auðvitað eitt af þeim tækjum sem stjórnvöld hafa til þess að bregðast við þenslu, þannig að menn munu væntanlega skoða það,“ segir Sigmundur Davíð.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga: Býst ekki við miklum tíðindum af samningafundi Um tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingar um land allt ætla að leggja niður að leggja niður störf næsta miðvikudag. 24. maí 2015 12:04 Hjúkrunarfræðingar segja launakröfur hógværar "Með samningsvilja getur ríkið komið í veg fyrir að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga hefjist þann 27. maí næstkomandi.“ 22. maí 2015 13:34 Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfall Alls tóku rúmlega 76% félagsmanna þátt í kosningunni og voru rúmlega 90% fylgjandi því að fara í verkfall. 11. maí 2015 10:32 Sjúklingar sendir heim ef til verkfalls kemur Forstjóri Landspítalans segir að um eitt hundrað legurýmum á Landspítalanum verði lokað ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur í næstu viku og sjúklingar sendir heim. 23. maí 2015 12:31 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga: Býst ekki við miklum tíðindum af samningafundi Um tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingar um land allt ætla að leggja niður að leggja niður störf næsta miðvikudag. 24. maí 2015 12:04
Hjúkrunarfræðingar segja launakröfur hógværar "Með samningsvilja getur ríkið komið í veg fyrir að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga hefjist þann 27. maí næstkomandi.“ 22. maí 2015 13:34
Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfall Alls tóku rúmlega 76% félagsmanna þátt í kosningunni og voru rúmlega 90% fylgjandi því að fara í verkfall. 11. maí 2015 10:32
Sjúklingar sendir heim ef til verkfalls kemur Forstjóri Landspítalans segir að um eitt hundrað legurýmum á Landspítalanum verði lokað ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur í næstu viku og sjúklingar sendir heim. 23. maí 2015 12:31