Fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum frestað Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. maí 2015 18:52 Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku. Nærri fimmtíu og fimmþúsund blóðtökum hefur verið frestað á Landspítalanum vegna verkfalls BHM og ríflega sex þúsund myndgreningarrannsóknum. Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku.Verkfallsaðgerðir um fimm hundruð félagsmanna BHM á Landspítalanum hafa nú staðið í nærri sjö vikur. Á miðvikudaginn í næstu viku stefnir svo allt í að hjúkrunarfræðingar á spítalanum leggi niður störf ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. „Við höfðum verkfall lækna hér fyrr í vetur og við höfðum varla byrjað að vinna niður á þeim vanda sem að hafði skapaðist í því verkfalli þegar að þetta verkfall brast á og það er ljóst að vandinn bara safnast upp. Þannig að verkfall hjúkrunarfræðinga ofan á þetta myndi valda miklum vanda,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Þannig var 790 skurðaðgerðum frestað á meðan á læknaverkfallinu stóð. Nú þegar hefur svo 370 skurðaðgerðum verið frestað vegna verkfalls BHM. Komi til verkfalls hjúkrunarfræðing og haldi verkfall BHM áfram má búast við að í hverri viku, á meðan á verkföllunum stendur, verði um 150 skurðaðgerðum frestað. Þá hefur þurft að fresta 6100 myndgreiningarrannsóknum vegna verkfalls BHM og hátt í fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum. Hátt í fimmtán hundruð hjúkrunarfræðingar starfa á spítalanum. Leggi þeir niður störf á sama tíma og félagsmenn BHM eru í verkfalli telja stjórnendur spítalans það þýða að nærri helmingur starfsfólksins verði í verkfalli. „Við höfum verið að vinna viðbragðsáætlun til þess að reyna að teikna upp sviðsmyndina sem að blasir við okkur ef að þetta verður að veruleika og það er ljóst að við myndum þurfa að loka að minnsta kosti hundrað bráðalegurýmum. Það þyrfti að loka bæði dag- og göngudeildum og þá bara safnast hér upp biðlistar enn þá frekar en að hafa þegar verið ,“ segir Sigríður. Hún segir að senda þurfi sjúklinga heim ef til verkfalls kemur. „Markmiðið er að losa rúm hér á spítalanum og það þýðir að sjúklingar þyrftu að útskrifast heim en við eigum eftir að sjá hvernig það gengur og það er alveg ljóst að við komum til með að þurfa að sækja um undanþágur til undanþágunefndar til þess að halda uppi nauðsynlegri starfsemi á spítalanum,“ segir Sigríður. Verkfall 2016 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Nærri fimmtíu og fimmþúsund blóðtökum hefur verið frestað á Landspítalanum vegna verkfalls BHM og ríflega sex þúsund myndgreningarrannsóknum. Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku.Verkfallsaðgerðir um fimm hundruð félagsmanna BHM á Landspítalanum hafa nú staðið í nærri sjö vikur. Á miðvikudaginn í næstu viku stefnir svo allt í að hjúkrunarfræðingar á spítalanum leggi niður störf ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. „Við höfðum verkfall lækna hér fyrr í vetur og við höfðum varla byrjað að vinna niður á þeim vanda sem að hafði skapaðist í því verkfalli þegar að þetta verkfall brast á og það er ljóst að vandinn bara safnast upp. Þannig að verkfall hjúkrunarfræðinga ofan á þetta myndi valda miklum vanda,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Þannig var 790 skurðaðgerðum frestað á meðan á læknaverkfallinu stóð. Nú þegar hefur svo 370 skurðaðgerðum verið frestað vegna verkfalls BHM. Komi til verkfalls hjúkrunarfræðing og haldi verkfall BHM áfram má búast við að í hverri viku, á meðan á verkföllunum stendur, verði um 150 skurðaðgerðum frestað. Þá hefur þurft að fresta 6100 myndgreiningarrannsóknum vegna verkfalls BHM og hátt í fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum. Hátt í fimmtán hundruð hjúkrunarfræðingar starfa á spítalanum. Leggi þeir niður störf á sama tíma og félagsmenn BHM eru í verkfalli telja stjórnendur spítalans það þýða að nærri helmingur starfsfólksins verði í verkfalli. „Við höfum verið að vinna viðbragðsáætlun til þess að reyna að teikna upp sviðsmyndina sem að blasir við okkur ef að þetta verður að veruleika og það er ljóst að við myndum þurfa að loka að minnsta kosti hundrað bráðalegurýmum. Það þyrfti að loka bæði dag- og göngudeildum og þá bara safnast hér upp biðlistar enn þá frekar en að hafa þegar verið ,“ segir Sigríður. Hún segir að senda þurfi sjúklinga heim ef til verkfalls kemur. „Markmiðið er að losa rúm hér á spítalanum og það þýðir að sjúklingar þyrftu að útskrifast heim en við eigum eftir að sjá hvernig það gengur og það er alveg ljóst að við komum til með að þurfa að sækja um undanþágur til undanþágunefndar til þess að halda uppi nauðsynlegri starfsemi á spítalanum,“ segir Sigríður.
Verkfall 2016 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira