Fótbolti

Jerome Boateng: Bróðir minn gerður að blóraböggli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kevin-Prince er líklega á förum frá Schalke.
Kevin-Prince er líklega á förum frá Schalke. vísir/getty
Jerome Boateng segir að bróðir sinn, Kevin-Prince, hafi verið gerður að blóraböggli hjá Schalke 04.

Kevin-Prince var settur í ótímabundið bann hjá liðinu í kjölfarið uppákomu eftir 2-0 tap fyrir Köln fyrr í mánuðinum.

Sjá einnig: Kevin-Prince fékk sparkið hjá Schalke.

Tveir aðrir leikmenn Schalke, Sidney Sam og Marco Höger, voru einnig settir í bann á sama tíma og Kevin-Prince. Höger er þó byrjaður að æfa aftur með liðinu.

„Ég var mjög hissa þegar ég heyrði af banninu,“ sagði Jerome sem spilar með Þýskalandsmeisturum síðustu þriggja ára, Bayern München.

„Í fyrstu vissi ég ekki hvað ég ætti að segja. Bróðir minn er vonsvikinn með framkomu þeirra sem stjórna hjá Schalke, og ég skil hann vel.

„Það er augljóst að Schalke var að leita að blóraböggli. Bróðir minn var ekki í byrjunarliðinu í nokkrar vikur en um leið og hann spilaði einn leik fyrir lið sem var í vandræðum, var hann ásakaður um að hafa dregið liðið niður í svaðið.“

Schalke komst ekki í Meistaradeildina í fyrsta sinn síðan 2010-11 en tímabilið hefur verið vonbrigði hjá þessu stóra félagi.

Boateng og Sam fá enn greidd laun hjá Schalke þangað til þeir verða seldir til annarra liða eða samningum þeirra rift. Þeir fá þó ekki greidda bónusa á meðan á banninu stendur.

Framtíð Boateng og Sam er í mikilli óvissu en sá fyrrnefndi hefur verið orðaður við AC Milan, sem hann lék með á árunum 2010-13.


Tengdar fréttir

Kevin-Prince Boateng fékk sparkið hjá Schalke

Horst Heldt, íþróttastjóri Schalke, stóð við stóru orðin en hann hótaði því að tap liðsins á móti Köln í þýsku deildinni um helgina hefði miklar afleiðingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×