„Þeir sem eru verst settir í íslensku samfélagi eiga mjög fáa málsvara“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 31. maí 2015 11:35 „Enn einu sinni virðast þeir sem eru verst settir í íslensku samfélagi eiga mjög fáa málsvara,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag, sem sagði það ekki bara spurning um réttlæti heldur spurning um samfélag sem virkar vel og býr til eins mikil verðmæti og hægt er. „Það er meira að segja orðin opinber „pólisía“ sumra stéttarfélaga að það megi ekki hækka laun þeirra lægstu hlutfallslega meira en þeirra og það er erfitt vegna þess að þessi ójöfnuðurinn í samfélaginu er orðinn okkur dýr,“ sagði hann. Kári og hagfræðingurinn Bolli Héðinsson fóru yfir kjaradeilur síðustu vikna í þættinum.Óhjákvæmilegt að hækka lífeyri„Nú kom til dæmis fram, ég held hjá fjármálaráðherra, eftir að þessir samningar voru gerðir að hann gerði ekki ráð fyrir því að lífeyrisþegar fengu ekki sömu kjarabætur og þeir lægst settu fá út úr þessu frá atvinnurekendum og það lýsir ákveðinni firringu að átta sig ekki á því að auðvitað þurfa lífeyrisþegar landsins að njóta hinn sömu kjarabóta og allir aðrir,“ sagði hann. „Þetta er einn þátturinn í því hvernig á að fjármagna þær bætur sem ríkið mun óhjákvæmilega koma til með að þurfa að borga lífeyrisþegum því þegar upp er staðið munu þeir ekki geta skilið þá eftir.“Bolli Héðinsson hagfræðingur.Kári og Bolli ræddu um jöfnuð í samfélaginu og vitnaði forstjórinn í orð Joseph Stiglitz um að hagur þess þriðjungs sem hefur minnst á milli handanna í vestrænum samfélögum hafi ekki vaxið í 42 ár og að kaupmáttur mið-þriðjungsins hafi ekki vaxið í 23 ár. „Þannig að allt sem betur hefur gerst í vestrænum samfélögum á síðustu hálfri öld hafi allt farið í vasa hinna ríkustu,“ sagði Kári. Þurfum að vera á varðbergi Bolli vitnaði í hagfræðingana Thomas Piketty og George Packer sem báðir hafa fjallað um hvernig lægri- og millistéttum hefur hrakað síðustu þremur til fjórum áratugum. „Bandaríkin eru ekki lengur samfélag þar sem þú getur búist við að geta mennta börnin þín og þau notið sömu tækifæra óháð fjárhag foreldranna eða neitt í þá veru,“ sagði Bolli sem sagði að ákveðið samfélagsbrot hafi orðið í Bandaríkjunum. „Og ég held að við höfum að einhverju leiti orðið fyrir því líka hér og við erum kannski ekki búin að bíta úr nálinni með það en við þurfum að vera mjög á varðbergi ef við ætlum að passa okkur að fara ekki sömu leið.“Verkalýðshreyfingin breytt Kári sagðist telja verkalýðshreyfingin hafi tekið breytingum á síðustu árum; verkalýðsfélögin væru orðin stærri og gættu ólíkra hagsmuna. „Ég held við þurfum að endurvekja gömlu Dagsbrún og ég held við ættum að nýta okkur nýjustu tækni erfðafræðinnar til þess að endurvekja Guðmund Jaka og fólk sem batt sig við krana til að koma í veg fyrir að hægt væri að dæla olíu í land í verkföllum. Ég held að við ættum að einbeita okkur meira á þörfum þess fólks sem minnst mega sín í íslensku samfélagi,“ sagði hann. Kári gagnrýndi baráttu Bandalags háskólamanna sem krefjast hærri launa vegna menntunar. „Ég held því fram að það sé miklu eðlilegra að við reynum búum okkur til aðferð til þess að meta það hversu mikið menn leggja til samfélagsins,“ sagið hann og bætti við: „Það er miklu merkilegra ef maður með litla menntun leggur mikið af mörkum til samfélagsins heldur en sá sem er með mikla en það skiptir samfélagið engu máli, það er bara verið að leggja af mörkum til þess.“Háskólahugtakið útþynnt Hann sagði að hugmyndin um laun sem miðast við menntun verða óheppilegri eftir því sem háskólahugatakið sé þynnt meira út. „Við erum með háskóla á Íslandi í hverju krummaskuði og til þess að hafa þar fólk þarf að lækka „standardinn“ í þessum skólum og það sem raunverulega háskólamenntun segir um þig er miklu minna en það var fyrir fimmtíu árum,“ sagði Kári. Hann sagði að skólarnir hefðu hvata til að hleypa fólki í gegnum próf þar sem greitt væri fyrir hvern nemanda. „Fólk á auðvitað að fá hærri laun fyrir að leggja meira á sig ef það fyrir vikið leggur meira af mörkum til samfélagsins, en ég held að það sé vafasamt að nota háskólagráðu eina saman til að hysja laun upp mikið,“ sagði hann. Verkfall 2016 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
„Enn einu sinni virðast þeir sem eru verst settir í íslensku samfélagi eiga mjög fáa málsvara,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag, sem sagði það ekki bara spurning um réttlæti heldur spurning um samfélag sem virkar vel og býr til eins mikil verðmæti og hægt er. „Það er meira að segja orðin opinber „pólisía“ sumra stéttarfélaga að það megi ekki hækka laun þeirra lægstu hlutfallslega meira en þeirra og það er erfitt vegna þess að þessi ójöfnuðurinn í samfélaginu er orðinn okkur dýr,“ sagði hann. Kári og hagfræðingurinn Bolli Héðinsson fóru yfir kjaradeilur síðustu vikna í þættinum.Óhjákvæmilegt að hækka lífeyri„Nú kom til dæmis fram, ég held hjá fjármálaráðherra, eftir að þessir samningar voru gerðir að hann gerði ekki ráð fyrir því að lífeyrisþegar fengu ekki sömu kjarabætur og þeir lægst settu fá út úr þessu frá atvinnurekendum og það lýsir ákveðinni firringu að átta sig ekki á því að auðvitað þurfa lífeyrisþegar landsins að njóta hinn sömu kjarabóta og allir aðrir,“ sagði hann. „Þetta er einn þátturinn í því hvernig á að fjármagna þær bætur sem ríkið mun óhjákvæmilega koma til með að þurfa að borga lífeyrisþegum því þegar upp er staðið munu þeir ekki geta skilið þá eftir.“Bolli Héðinsson hagfræðingur.Kári og Bolli ræddu um jöfnuð í samfélaginu og vitnaði forstjórinn í orð Joseph Stiglitz um að hagur þess þriðjungs sem hefur minnst á milli handanna í vestrænum samfélögum hafi ekki vaxið í 42 ár og að kaupmáttur mið-þriðjungsins hafi ekki vaxið í 23 ár. „Þannig að allt sem betur hefur gerst í vestrænum samfélögum á síðustu hálfri öld hafi allt farið í vasa hinna ríkustu,“ sagði Kári. Þurfum að vera á varðbergi Bolli vitnaði í hagfræðingana Thomas Piketty og George Packer sem báðir hafa fjallað um hvernig lægri- og millistéttum hefur hrakað síðustu þremur til fjórum áratugum. „Bandaríkin eru ekki lengur samfélag þar sem þú getur búist við að geta mennta börnin þín og þau notið sömu tækifæra óháð fjárhag foreldranna eða neitt í þá veru,“ sagði Bolli sem sagði að ákveðið samfélagsbrot hafi orðið í Bandaríkjunum. „Og ég held að við höfum að einhverju leiti orðið fyrir því líka hér og við erum kannski ekki búin að bíta úr nálinni með það en við þurfum að vera mjög á varðbergi ef við ætlum að passa okkur að fara ekki sömu leið.“Verkalýðshreyfingin breytt Kári sagðist telja verkalýðshreyfingin hafi tekið breytingum á síðustu árum; verkalýðsfélögin væru orðin stærri og gættu ólíkra hagsmuna. „Ég held við þurfum að endurvekja gömlu Dagsbrún og ég held við ættum að nýta okkur nýjustu tækni erfðafræðinnar til þess að endurvekja Guðmund Jaka og fólk sem batt sig við krana til að koma í veg fyrir að hægt væri að dæla olíu í land í verkföllum. Ég held að við ættum að einbeita okkur meira á þörfum þess fólks sem minnst mega sín í íslensku samfélagi,“ sagði hann. Kári gagnrýndi baráttu Bandalags háskólamanna sem krefjast hærri launa vegna menntunar. „Ég held því fram að það sé miklu eðlilegra að við reynum búum okkur til aðferð til þess að meta það hversu mikið menn leggja til samfélagsins,“ sagið hann og bætti við: „Það er miklu merkilegra ef maður með litla menntun leggur mikið af mörkum til samfélagsins heldur en sá sem er með mikla en það skiptir samfélagið engu máli, það er bara verið að leggja af mörkum til þess.“Háskólahugtakið útþynnt Hann sagði að hugmyndin um laun sem miðast við menntun verða óheppilegri eftir því sem háskólahugatakið sé þynnt meira út. „Við erum með háskóla á Íslandi í hverju krummaskuði og til þess að hafa þar fólk þarf að lækka „standardinn“ í þessum skólum og það sem raunverulega háskólamenntun segir um þig er miklu minna en það var fyrir fimmtíu árum,“ sagði Kári. Hann sagði að skólarnir hefðu hvata til að hleypa fólki í gegnum próf þar sem greitt væri fyrir hvern nemanda. „Fólk á auðvitað að fá hærri laun fyrir að leggja meira á sig ef það fyrir vikið leggur meira af mörkum til samfélagsins, en ég held að það sé vafasamt að nota háskólagráðu eina saman til að hysja laun upp mikið,“ sagði hann.
Verkfall 2016 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira