Húsgagna-, blóma- og kjötsskortur vegna verkfalla Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 8. júní 2015 20:00 Enn hafa ekki verið boðaðir fundir hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilum BHM og hjúkrunarfræðinga við ríkið, og tillögu um skipun sáttanefndar var í dag hafnað. Iðnaðarmenn hefja sitt verkfall að öllu óbreyttu á miðvikudaginn og víða er farið að bera á vöruskorti. Félagsmenn í BHM hafa nú verið í verkfalli í níu vikur og enn er engin lausn í sjónmáli. Áhrifa verkfallanna er farið að gæta víða, til að mynda í IKEA, flestum að óvörum. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta myndi hafa þessi áhrif á okkur, þar sem við héldum að þetta ætti aðallega við um mat. En þar sem það eru greinar og skrautgreinar í gámunum hjá okkur sem þurfa þennan stimpil frá Matvælastofnun þá veldur það því að gámarnir eru stoppaðir,“ segir Stefán Dagsson verslunarstjóri IKEA. Matvælastofnun hefur eftirlit með plöntuheilbrigði og þarf að votta plöntur áður en þær eru leystar úr gámum. Úrvalið í blómaverslunum landsins er því ekki eins og best verður á kosið. Erlend mold og áburður eru ekki til og pottaplöntur á borð við orkídeur eru ófáanlegar. Nautakjötið er búið á flestum veitingastöðum og lambahamborgarar sumstaðar komnir á matseðilinn. „Seinni part síðustu viku var nautakjötið búið svo við fórum af stað með lambahamborgara sem fólki hefur líkað bara þokkalega vel og betur en ég átti von á. Það er ekki eins og það séu himinn og jörð að farast, alls ekki,“ segir Tómas Tómasson, eigandi Hamborgarabúllunnar, sem þó viðurkennir að hafa ekki verið búinn að gera ráð fyrir að verkfallið myndi hafa þessi áhrif. „Ég var nú bara alltaf að vona verkfallið myndi leysast og að þetta væri bara vindur í vatnsglasi,“ segir hann. Garðyrkja Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Enn hafa ekki verið boðaðir fundir hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilum BHM og hjúkrunarfræðinga við ríkið, og tillögu um skipun sáttanefndar var í dag hafnað. Iðnaðarmenn hefja sitt verkfall að öllu óbreyttu á miðvikudaginn og víða er farið að bera á vöruskorti. Félagsmenn í BHM hafa nú verið í verkfalli í níu vikur og enn er engin lausn í sjónmáli. Áhrifa verkfallanna er farið að gæta víða, til að mynda í IKEA, flestum að óvörum. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta myndi hafa þessi áhrif á okkur, þar sem við héldum að þetta ætti aðallega við um mat. En þar sem það eru greinar og skrautgreinar í gámunum hjá okkur sem þurfa þennan stimpil frá Matvælastofnun þá veldur það því að gámarnir eru stoppaðir,“ segir Stefán Dagsson verslunarstjóri IKEA. Matvælastofnun hefur eftirlit með plöntuheilbrigði og þarf að votta plöntur áður en þær eru leystar úr gámum. Úrvalið í blómaverslunum landsins er því ekki eins og best verður á kosið. Erlend mold og áburður eru ekki til og pottaplöntur á borð við orkídeur eru ófáanlegar. Nautakjötið er búið á flestum veitingastöðum og lambahamborgarar sumstaðar komnir á matseðilinn. „Seinni part síðustu viku var nautakjötið búið svo við fórum af stað með lambahamborgara sem fólki hefur líkað bara þokkalega vel og betur en ég átti von á. Það er ekki eins og það séu himinn og jörð að farast, alls ekki,“ segir Tómas Tómasson, eigandi Hamborgarabúllunnar, sem þó viðurkennir að hafa ekki verið búinn að gera ráð fyrir að verkfallið myndi hafa þessi áhrif. „Ég var nú bara alltaf að vona verkfallið myndi leysast og að þetta væri bara vindur í vatnsglasi,“ segir hann.
Garðyrkja Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira