RSÍ hafnar undanþágubeiðni RÚV | Stefnir í engar beinar útsendingar Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. júní 2015 15:23 Íslenska liðið situr í öðru sæti riðilsins einu stigi á eftir Tékkum. Því er um toppslag í riðlinum að ræða. Vísir/Daníel Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag er mikil hætta á að leikur Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 sem fram fer á föstudagskvöld verði ekki sýndur beint á RÚV. Ástæðan er yfirvofandi verkfall Rafiðnarsambandsins sem flestir tæknimenn RÚV eru meðlimir í. Verkfallið á að hefjast á miðnætti miðvikudaginn 10. júní og standa í sex daga. RÚV sendi frá sér tilkynningu nú rétt í þessu vegna málsins þar sem kemur fram að RSÍ hafnaði beiðni RÚV um undanþágur til beinna útsendingar en ekkert verður af þeim fari tæknimennirnir í verkfall og engar undanþágur verði beittar.Fleiri leikir undir en Tékkaleikurinn Það er ekki bara Tékkaleikurinn sem er í hættu heldur tveir leikir íslenska karlalandlandsliðsins í handbolta og einn leikur hjá stelpunum. „RÚV sótti um undanþágur til að geta sinnt fjölbreyttu þjónustuhlutverki sínu við landsmenn, þrátt fyrir verkfall félagsmanna RSÍ. Þær snéru fyrst og fremst að mikilvægu öryggishlutverki Ríkisútvarpsins, fréttaþjónustu og lágmarksdagskrá í sjónvarpi og útvarpi,“ segir í tilkynningu RÚV. RÚV vill einnig fá undanþágu til að sýna beint frá Grímunni, tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar, guðþjónustu og fleira, en allir þessir dagskrárliðir eru áformaðir í verkfallsvikunni.Veitt undanþága fyrir leikinn við Kasakstan „Í hádeginu í dag barst svar frá RSÍ þar sem flestum undanþágubeiðnum var hafnað. RÚV hefur óskað eftir því við undanþágunefnd RSÍ að endurskoða ákvörðun sína og veiti rýmri heimildir en nú hafa verið samþykktar. Vonast er til þess að undanþágur verði rýmkaðar vegna ríkra hagsmuna fjölmargra landsmanna og félagasamtaka,“ segir í tilkynningu RÚV. Sama staða var uppi í mars þegar Ísland spilaði gegn Kasakstan í undankeppni EM 2016, en þá var veitt undanþága. „Í því ljósi hefur verið óskað eftir því að til samræmis verði veittar undanþáguheimildir fyrir beinum útsendingum nú,“ segir enn fremur í tilkynningu RÚV. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag er mikil hætta á að leikur Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 sem fram fer á föstudagskvöld verði ekki sýndur beint á RÚV. Ástæðan er yfirvofandi verkfall Rafiðnarsambandsins sem flestir tæknimenn RÚV eru meðlimir í. Verkfallið á að hefjast á miðnætti miðvikudaginn 10. júní og standa í sex daga. RÚV sendi frá sér tilkynningu nú rétt í þessu vegna málsins þar sem kemur fram að RSÍ hafnaði beiðni RÚV um undanþágur til beinna útsendingar en ekkert verður af þeim fari tæknimennirnir í verkfall og engar undanþágur verði beittar.Fleiri leikir undir en Tékkaleikurinn Það er ekki bara Tékkaleikurinn sem er í hættu heldur tveir leikir íslenska karlalandlandsliðsins í handbolta og einn leikur hjá stelpunum. „RÚV sótti um undanþágur til að geta sinnt fjölbreyttu þjónustuhlutverki sínu við landsmenn, þrátt fyrir verkfall félagsmanna RSÍ. Þær snéru fyrst og fremst að mikilvægu öryggishlutverki Ríkisútvarpsins, fréttaþjónustu og lágmarksdagskrá í sjónvarpi og útvarpi,“ segir í tilkynningu RÚV. RÚV vill einnig fá undanþágu til að sýna beint frá Grímunni, tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar, guðþjónustu og fleira, en allir þessir dagskrárliðir eru áformaðir í verkfallsvikunni.Veitt undanþága fyrir leikinn við Kasakstan „Í hádeginu í dag barst svar frá RSÍ þar sem flestum undanþágubeiðnum var hafnað. RÚV hefur óskað eftir því við undanþágunefnd RSÍ að endurskoða ákvörðun sína og veiti rýmri heimildir en nú hafa verið samþykktar. Vonast er til þess að undanþágur verði rýmkaðar vegna ríkra hagsmuna fjölmargra landsmanna og félagasamtaka,“ segir í tilkynningu RÚV. Sama staða var uppi í mars þegar Ísland spilaði gegn Kasakstan í undankeppni EM 2016, en þá var veitt undanþága. „Í því ljósi hefur verið óskað eftir því að til samræmis verði veittar undanþáguheimildir fyrir beinum útsendingum nú,“ segir enn fremur í tilkynningu RÚV.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Sjá meira