Kári Steinn fékk silfur: Enn slappur eftir Hamburg Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. júní 2015 16:23 Kári Steinn í hlaupinu í dag. Marcos Sanza Arranz frá Andorra er á undan honum en hann vann að lokum gull. Vísir/Andri Marinó Kári Steinn Karlsson, maraþonhlaupari, varð annar í 10000 m hlaupi á Smáþjóðaleikunum í dag. Hann var nokkuð frá sínu besta og náði ekki að veita sigurvegaranum frá Andorra neina alvöru samkeppni. „Ég á ekki að vera með afsakanir en það hefur gengið illa að æfa síðan í maraþoninu í Hamburg í lok apríl. Ég hef ekki tekið eina þokkalega æfingu og þetta hefur verið hver brotlendingin á fætur annarri. Þetta hlaup var í takti við það,“ sagði Kári Steinn eftir hlaupið í dag. „Ég veit ekki hvað þetta er. Ég er búinn að fara í blóðrannsóknir og það er spurning hvort það vanti járn hjá mér eða að þetta sé vírus. Það eru rosaleg þyngsli í mér og það getur verið að ég hafi gengið frá mér í maraþoninu í Hamburg sem gekk ekki nógu vel hjá mér.“ Kári Steinn ætlar þó að reyna að vera jákvæður þó svo að hann óttaðist að þetta yrði niðurstaðan í dag. „Ég sá að ég átti ekki séns og þá vildi ég bara halda mínu silfri og koma mér örugglega í mark. Tíminn var arfaslakur og því hafði maður lítið að hlaupa fyrir í restina.“ „Þetta hlýtur að smella á næstu vikum. Maður hefur lent í leiðindatímabilum áður þar sem maður er þreyttur og finnur sig engan veginn,“ segir Kári Steinn sem hefur útilokað að keppa í maraþoni á HM í frjálsum í sumar. „Ég þyrfti að hlaupa maraþon í næsta mánuði til að ná því og ég er bara ekki í standi til þess. Ég er því að einbeita mér að Berlín í haust og að ná lágmarkinu fyrir Ríó.“ „Ég hefði viljað vera kominn á fullt skrið en það hefur tafist aðeins hjá mér. Þetta eru nú orðnar 3-4 vikur hjá mér þar sem ég hef fundið fyrir slappleikanum og þetta hlýtur að fara að líða hjá.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
Kári Steinn Karlsson, maraþonhlaupari, varð annar í 10000 m hlaupi á Smáþjóðaleikunum í dag. Hann var nokkuð frá sínu besta og náði ekki að veita sigurvegaranum frá Andorra neina alvöru samkeppni. „Ég á ekki að vera með afsakanir en það hefur gengið illa að æfa síðan í maraþoninu í Hamburg í lok apríl. Ég hef ekki tekið eina þokkalega æfingu og þetta hefur verið hver brotlendingin á fætur annarri. Þetta hlaup var í takti við það,“ sagði Kári Steinn eftir hlaupið í dag. „Ég veit ekki hvað þetta er. Ég er búinn að fara í blóðrannsóknir og það er spurning hvort það vanti járn hjá mér eða að þetta sé vírus. Það eru rosaleg þyngsli í mér og það getur verið að ég hafi gengið frá mér í maraþoninu í Hamburg sem gekk ekki nógu vel hjá mér.“ Kári Steinn ætlar þó að reyna að vera jákvæður þó svo að hann óttaðist að þetta yrði niðurstaðan í dag. „Ég sá að ég átti ekki séns og þá vildi ég bara halda mínu silfri og koma mér örugglega í mark. Tíminn var arfaslakur og því hafði maður lítið að hlaupa fyrir í restina.“ „Þetta hlýtur að smella á næstu vikum. Maður hefur lent í leiðindatímabilum áður þar sem maður er þreyttur og finnur sig engan veginn,“ segir Kári Steinn sem hefur útilokað að keppa í maraþoni á HM í frjálsum í sumar. „Ég þyrfti að hlaupa maraþon í næsta mánuði til að ná því og ég er bara ekki í standi til þess. Ég er því að einbeita mér að Berlín í haust og að ná lágmarkinu fyrir Ríó.“ „Ég hefði viljað vera kominn á fullt skrið en það hefur tafist aðeins hjá mér. Þetta eru nú orðnar 3-4 vikur hjá mér þar sem ég hef fundið fyrir slappleikanum og þetta hlýtur að fara að líða hjá.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira