Click here for an English version.
„Ég lá í tvær vikur í rúmí í Innsbruck og var ótryggður. Það var rosalegt vesen bara að fá mig heim, fljúga með mig heim. Það kostar helling af peningum, þú flýgur ekkert í sæti með Wow Air í þessu ástandi," segir Pétur.
„En þáverandi tengdafaðir var svo harður. Hann gekk inn í ráðuneytið og fékk þá til að senda Landhelgisgæsluna eftir mér. Gæslan var á einhvers konar æfingu í kringum landið og flaug til Salzburg til að ná í mig. Ég lá í sjúkrarúmi við hliðina á þeim á meðan þeir prófuðu nýja radarinn sinn."

Pétur er meðal þeirra sem standa fyrir átakinu Stattu með taugakerfinu. „Það þarf bara að skrifa nafnið sitt á taugakerfid.is, það er gríðarlega nauðsynlegt. Ég biðla til þjóðarinnar að gera þetta. Ég sé í þessu gríðarlegt tækifæri fyrir Íslendinga. Við náum að fá nægilega marga til að skrifa undir og þá verður þetta sett markmið hjá Sameinuðu þjóðunum. Eftir mörg hundruð ár mun fólk enn muna eftir okkur á Íslandi fyrir að hafa sparkað þessu af stað. Ég veit ekki með landsmenn en ég hefði ekkert á móti því að vera skráður í mannkynssöguna.“