UFC orðið leiðandi afl í lyfjamálum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. júní 2015 22:45 Dana White, forseti UFC. vísir/getty UFC hefur haft það orð á sér að taka vægt á lyfjamálum. Það mun heyra sögunni til um næstu mánaðarmót. Þá taka við nýir tímar í lyfjamálum sambandsins. UFC hefur nefnilega samið við bandaríska lyfjaeftirlitið um að sjá alfarið um lyfjamál bardagasambandsins. „Ég myndi segja að miðað við sjálfstæðið sem við höfum, gagnsæið og refsirammann þá er UFC komið með bestu lyfjalöggjöf í íþróttaheiminum," sagði Travis Tygart, stjórnarformaður bandaríska lyfjaeftirlitsins.Sjá einnig: Gunnar Nelson: Það á að lyfjaprófa menn allt árið Við erum að tala um gjörbreytt landslag í UFC þar sem á að útrýma öllum ólöglegum efnum úr íþróttinni. UFC greiðir lyfjaeftirlitinu milljónir dollara á ári fyrir að sjá um lyfjaeftirlitið og eftirlitið hefur algjörlega frjálsar hendur með sína vinnu.Jon Jones var besti bardagakappinn í UFC. Hann er í ótímabundnu banni.vísir/gettyBandaríska lyfjaeftirlitið má nú prófa hvaða bardagakappa sem er þegar því hentar. Forráðamenn UFC munu aldrei vita að það standi til að lyfjaprófa einhvern. Sjálfstæðið er algjört. Bandaríska lyfjaeftirlitið mun taka 2.750 próf á ári samkvæmt samningnum. Sé miðað við þann fjölda sem er á samningi hjá UFC þá verða allir bardagakappar sambandsins lyfjaprófaðir rúmlega fimm sinnum á ári.Sjá einnig: Vill fleiri lyfjapróf í UFC Þeir sem falla á lyfjaprófi fá nú tveggja ára keppnisbann en hægt er að gefa mönnum fjögurra ára dóm í sérstökum tilvikum. Ef keppandi fellur aftur þá fær viðkomandi helmingi lengra bann en áður. Það er orðið virkilega dýrt að falla á lyfjaprófi. UFC hefur einnig samið við tvö fyrirtæki þar sem bardagakappar geta lært hvernig sé best að æfa sig og missa þyngd. Einnig geta kapparnir fengið fræðslu í því hvernig eigi að forðast meiðsli og endurhæfa sig ef þeir meiðast. MMA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sjá meira
UFC hefur haft það orð á sér að taka vægt á lyfjamálum. Það mun heyra sögunni til um næstu mánaðarmót. Þá taka við nýir tímar í lyfjamálum sambandsins. UFC hefur nefnilega samið við bandaríska lyfjaeftirlitið um að sjá alfarið um lyfjamál bardagasambandsins. „Ég myndi segja að miðað við sjálfstæðið sem við höfum, gagnsæið og refsirammann þá er UFC komið með bestu lyfjalöggjöf í íþróttaheiminum," sagði Travis Tygart, stjórnarformaður bandaríska lyfjaeftirlitsins.Sjá einnig: Gunnar Nelson: Það á að lyfjaprófa menn allt árið Við erum að tala um gjörbreytt landslag í UFC þar sem á að útrýma öllum ólöglegum efnum úr íþróttinni. UFC greiðir lyfjaeftirlitinu milljónir dollara á ári fyrir að sjá um lyfjaeftirlitið og eftirlitið hefur algjörlega frjálsar hendur með sína vinnu.Jon Jones var besti bardagakappinn í UFC. Hann er í ótímabundnu banni.vísir/gettyBandaríska lyfjaeftirlitið má nú prófa hvaða bardagakappa sem er þegar því hentar. Forráðamenn UFC munu aldrei vita að það standi til að lyfjaprófa einhvern. Sjálfstæðið er algjört. Bandaríska lyfjaeftirlitið mun taka 2.750 próf á ári samkvæmt samningnum. Sé miðað við þann fjölda sem er á samningi hjá UFC þá verða allir bardagakappar sambandsins lyfjaprófaðir rúmlega fimm sinnum á ári.Sjá einnig: Vill fleiri lyfjapróf í UFC Þeir sem falla á lyfjaprófi fá nú tveggja ára keppnisbann en hægt er að gefa mönnum fjögurra ára dóm í sérstökum tilvikum. Ef keppandi fellur aftur þá fær viðkomandi helmingi lengra bann en áður. Það er orðið virkilega dýrt að falla á lyfjaprófi. UFC hefur einnig samið við tvö fyrirtæki þar sem bardagakappar geta lært hvernig sé best að æfa sig og missa þyngd. Einnig geta kapparnir fengið fræðslu í því hvernig eigi að forðast meiðsli og endurhæfa sig ef þeir meiðast.
MMA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sjá meira