Birkir úr leik: Gerði dýr mistök Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. júní 2015 15:11 Birkir á Smáþjóðaleikunum. Vísir/Pjetur Birkir Gunnarsson féll í dag úr leik í einliðaleik karla í tennis eftir að hafa tapað fyrir Sergios Kyratzis frá Kýpur, 6-4 og 6-4. Birkir hafði í gær betur gegn keppanda frá Möltu en mátti sætta sig við tap gegn Kyratzis sem er skráður sem sjöundi sterkasti keppandi mótsins. Kyratzis er nú kominn í 8-manna úrslit. Birkir barðist hetjulega gegn Kýpverjanum sem er í um 1.500 sæti á heimslistanum en Birkir er námsmaður og leikur með háskólaliði sínu í Bandaríkjunum. Kyratzis var með sterkari uppgjöf og vann þær lotur nokkuð örugglega í fyrsta setti. Hann vann svo eina lotu þar sem Birkir átti uppgjöf í stöðunni 4-3 og vann svo fyrra settið, 6-4. Það var meiri barátta í Birki í síðara settinu. Eftir að Kyratzis vann tvær lotur í röð snemma náði Birkir að svara og halda spennu í viðureigninni. Kyraztis tók þá aftur völdin, náði 5-2 forystu og þó svo að Birkir hafi unnið næstu tvær lotur náði Kýpverjinn að vinna þetta nokkuð örugglega í síðustu lotunni og tryggja sér sigur í settinu, 6-4, og leiknum, 2-0. „Ég spilaði ágætlega á köflum en ég náði ekki að halda uppgjöf í seinna settinu og það var kannski munurinn í dag. Mér fannst við spila svipaðan tennis á endalínu en hann er með betri uppgjafir,“ sagði Birkir við Vísi eftir leikinn í dag.Vísir/Pjetur„Hann er alls ekkert lélegur, þessi andstæðingur. Hann er atvinnumaður og ég er ekki ósáttur við minn leik, þó svo að ég hafi getað gert betur. Ég gerði mistök í dag sem voru dýr og ég nýtti ekki þau tækifæri sem ég fékk.“ Birkir segist ekki hafa gert sér vonir um að spila um gull á leikunum. „Flestir þeir sem eru hér eru atvinnumenn í tennis eða hafa verið atvinnumenn. Það erum við ekki,“ segir Birkir. „Ég ætlaði að reyna að komast eins langt og ég gæti en lengra komst ég ekki.“ Birkir spilar í tvenndarleik síðar í dag með Heru Björk Gunnarsdóttir gegn pari frá Andorra. Hann reiknar með erfiðri viðureign. En eftir Smáþjóðaleikana ætlar Birkir að taka þátt í nokkrum mótum ytra en hápunkturinn verður svo þátttaka Íslands í Davis Cup í sumar. „Við keppum í San Marínó og það ætti að verða gaman,“ sagði Birkir sem heldur aftur utan til Bandaríkjanna í haust þar sem hann á tvö ár eftir. Hvað tekur við þá er óvitað. „Þegar stórt er spurt. Ég ætla að spila tennis í þessi tvö ár og svo sér maður bara til hvað gerist,“ sagði hann. Tennis Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
Birkir Gunnarsson féll í dag úr leik í einliðaleik karla í tennis eftir að hafa tapað fyrir Sergios Kyratzis frá Kýpur, 6-4 og 6-4. Birkir hafði í gær betur gegn keppanda frá Möltu en mátti sætta sig við tap gegn Kyratzis sem er skráður sem sjöundi sterkasti keppandi mótsins. Kyratzis er nú kominn í 8-manna úrslit. Birkir barðist hetjulega gegn Kýpverjanum sem er í um 1.500 sæti á heimslistanum en Birkir er námsmaður og leikur með háskólaliði sínu í Bandaríkjunum. Kyratzis var með sterkari uppgjöf og vann þær lotur nokkuð örugglega í fyrsta setti. Hann vann svo eina lotu þar sem Birkir átti uppgjöf í stöðunni 4-3 og vann svo fyrra settið, 6-4. Það var meiri barátta í Birki í síðara settinu. Eftir að Kyratzis vann tvær lotur í röð snemma náði Birkir að svara og halda spennu í viðureigninni. Kyraztis tók þá aftur völdin, náði 5-2 forystu og þó svo að Birkir hafi unnið næstu tvær lotur náði Kýpverjinn að vinna þetta nokkuð örugglega í síðustu lotunni og tryggja sér sigur í settinu, 6-4, og leiknum, 2-0. „Ég spilaði ágætlega á köflum en ég náði ekki að halda uppgjöf í seinna settinu og það var kannski munurinn í dag. Mér fannst við spila svipaðan tennis á endalínu en hann er með betri uppgjafir,“ sagði Birkir við Vísi eftir leikinn í dag.Vísir/Pjetur„Hann er alls ekkert lélegur, þessi andstæðingur. Hann er atvinnumaður og ég er ekki ósáttur við minn leik, þó svo að ég hafi getað gert betur. Ég gerði mistök í dag sem voru dýr og ég nýtti ekki þau tækifæri sem ég fékk.“ Birkir segist ekki hafa gert sér vonir um að spila um gull á leikunum. „Flestir þeir sem eru hér eru atvinnumenn í tennis eða hafa verið atvinnumenn. Það erum við ekki,“ segir Birkir. „Ég ætlaði að reyna að komast eins langt og ég gæti en lengra komst ég ekki.“ Birkir spilar í tvenndarleik síðar í dag með Heru Björk Gunnarsdóttir gegn pari frá Andorra. Hann reiknar með erfiðri viðureign. En eftir Smáþjóðaleikana ætlar Birkir að taka þátt í nokkrum mótum ytra en hápunkturinn verður svo þátttaka Íslands í Davis Cup í sumar. „Við keppum í San Marínó og það ætti að verða gaman,“ sagði Birkir sem heldur aftur utan til Bandaríkjanna í haust þar sem hann á tvö ár eftir. Hvað tekur við þá er óvitað. „Þegar stórt er spurt. Ég ætla að spila tennis í þessi tvö ár og svo sér maður bara til hvað gerist,“ sagði hann.
Tennis Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira