Birkir úr leik: Gerði dýr mistök Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. júní 2015 15:11 Birkir á Smáþjóðaleikunum. Vísir/Pjetur Birkir Gunnarsson féll í dag úr leik í einliðaleik karla í tennis eftir að hafa tapað fyrir Sergios Kyratzis frá Kýpur, 6-4 og 6-4. Birkir hafði í gær betur gegn keppanda frá Möltu en mátti sætta sig við tap gegn Kyratzis sem er skráður sem sjöundi sterkasti keppandi mótsins. Kyratzis er nú kominn í 8-manna úrslit. Birkir barðist hetjulega gegn Kýpverjanum sem er í um 1.500 sæti á heimslistanum en Birkir er námsmaður og leikur með háskólaliði sínu í Bandaríkjunum. Kyratzis var með sterkari uppgjöf og vann þær lotur nokkuð örugglega í fyrsta setti. Hann vann svo eina lotu þar sem Birkir átti uppgjöf í stöðunni 4-3 og vann svo fyrra settið, 6-4. Það var meiri barátta í Birki í síðara settinu. Eftir að Kyratzis vann tvær lotur í röð snemma náði Birkir að svara og halda spennu í viðureigninni. Kyraztis tók þá aftur völdin, náði 5-2 forystu og þó svo að Birkir hafi unnið næstu tvær lotur náði Kýpverjinn að vinna þetta nokkuð örugglega í síðustu lotunni og tryggja sér sigur í settinu, 6-4, og leiknum, 2-0. „Ég spilaði ágætlega á köflum en ég náði ekki að halda uppgjöf í seinna settinu og það var kannski munurinn í dag. Mér fannst við spila svipaðan tennis á endalínu en hann er með betri uppgjafir,“ sagði Birkir við Vísi eftir leikinn í dag.Vísir/Pjetur„Hann er alls ekkert lélegur, þessi andstæðingur. Hann er atvinnumaður og ég er ekki ósáttur við minn leik, þó svo að ég hafi getað gert betur. Ég gerði mistök í dag sem voru dýr og ég nýtti ekki þau tækifæri sem ég fékk.“ Birkir segist ekki hafa gert sér vonir um að spila um gull á leikunum. „Flestir þeir sem eru hér eru atvinnumenn í tennis eða hafa verið atvinnumenn. Það erum við ekki,“ segir Birkir. „Ég ætlaði að reyna að komast eins langt og ég gæti en lengra komst ég ekki.“ Birkir spilar í tvenndarleik síðar í dag með Heru Björk Gunnarsdóttir gegn pari frá Andorra. Hann reiknar með erfiðri viðureign. En eftir Smáþjóðaleikana ætlar Birkir að taka þátt í nokkrum mótum ytra en hápunkturinn verður svo þátttaka Íslands í Davis Cup í sumar. „Við keppum í San Marínó og það ætti að verða gaman,“ sagði Birkir sem heldur aftur utan til Bandaríkjanna í haust þar sem hann á tvö ár eftir. Hvað tekur við þá er óvitað. „Þegar stórt er spurt. Ég ætla að spila tennis í þessi tvö ár og svo sér maður bara til hvað gerist,“ sagði hann. Tennis Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Sjá meira
Birkir Gunnarsson féll í dag úr leik í einliðaleik karla í tennis eftir að hafa tapað fyrir Sergios Kyratzis frá Kýpur, 6-4 og 6-4. Birkir hafði í gær betur gegn keppanda frá Möltu en mátti sætta sig við tap gegn Kyratzis sem er skráður sem sjöundi sterkasti keppandi mótsins. Kyratzis er nú kominn í 8-manna úrslit. Birkir barðist hetjulega gegn Kýpverjanum sem er í um 1.500 sæti á heimslistanum en Birkir er námsmaður og leikur með háskólaliði sínu í Bandaríkjunum. Kyratzis var með sterkari uppgjöf og vann þær lotur nokkuð örugglega í fyrsta setti. Hann vann svo eina lotu þar sem Birkir átti uppgjöf í stöðunni 4-3 og vann svo fyrra settið, 6-4. Það var meiri barátta í Birki í síðara settinu. Eftir að Kyratzis vann tvær lotur í röð snemma náði Birkir að svara og halda spennu í viðureigninni. Kyraztis tók þá aftur völdin, náði 5-2 forystu og þó svo að Birkir hafi unnið næstu tvær lotur náði Kýpverjinn að vinna þetta nokkuð örugglega í síðustu lotunni og tryggja sér sigur í settinu, 6-4, og leiknum, 2-0. „Ég spilaði ágætlega á köflum en ég náði ekki að halda uppgjöf í seinna settinu og það var kannski munurinn í dag. Mér fannst við spila svipaðan tennis á endalínu en hann er með betri uppgjafir,“ sagði Birkir við Vísi eftir leikinn í dag.Vísir/Pjetur„Hann er alls ekkert lélegur, þessi andstæðingur. Hann er atvinnumaður og ég er ekki ósáttur við minn leik, þó svo að ég hafi getað gert betur. Ég gerði mistök í dag sem voru dýr og ég nýtti ekki þau tækifæri sem ég fékk.“ Birkir segist ekki hafa gert sér vonir um að spila um gull á leikunum. „Flestir þeir sem eru hér eru atvinnumenn í tennis eða hafa verið atvinnumenn. Það erum við ekki,“ segir Birkir. „Ég ætlaði að reyna að komast eins langt og ég gæti en lengra komst ég ekki.“ Birkir spilar í tvenndarleik síðar í dag með Heru Björk Gunnarsdóttir gegn pari frá Andorra. Hann reiknar með erfiðri viðureign. En eftir Smáþjóðaleikana ætlar Birkir að taka þátt í nokkrum mótum ytra en hápunkturinn verður svo þátttaka Íslands í Davis Cup í sumar. „Við keppum í San Marínó og það ætti að verða gaman,“ sagði Birkir sem heldur aftur utan til Bandaríkjanna í haust þar sem hann á tvö ár eftir. Hvað tekur við þá er óvitað. „Þegar stórt er spurt. Ég ætla að spila tennis í þessi tvö ár og svo sér maður bara til hvað gerist,“ sagði hann.
Tennis Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Sjá meira