Rifjar upp mútutilraun í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 2. júní 2015 21:00 Andrés Jónsson rifjaði upp mútutilraun í tíð Davíðs Odssonar og segir forsætisráðherra hafa átt að eiga frumkvæði að því að upplýsa um atburði. Mynd/Stöð 2 Yfirlýsing Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um tilraun Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand til fjárkúgunar barst síðdegis í dag. Í henni kom í ljós að forsætisráðherra hafði vitneskju um málið í nokkra daga áður en það varð uppvíst í fjölmiðlum. Andrés Jónsson almannatengill segir forsætisráðherra hafa átt að skýra frá atburðum fyrr. Þá rifjar hann upp aðra mútutilraun í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar. „Það er sterkara að vera sá sem skýrir frá málinu. Hann tilkynnir þetta til lögreglu og atburðarásin á sér stað á föstudag, í dag er þriðjudagur, og það kemst fjölmiðill á snoðir um málið og opnar það. Það hefði verið sterkara, en síðan kemur reyndar yfirlýsing síðdegis,“ telur hann og segir yfirlýsinguna þrátt fyrir allt vel gerða. „Honum má hrósa fyrir þessa yfirlýsingu. Hún ávarpar það sem að snertir hagsmuni almennings beint. Sem er það hvort hann hafi einhverja fjárhagslega hagsmuni leynilega, sem er hægt að kúga hann út af út af eignarhaldi á fjölmiðli. Hann tekur allan vafa um að svo sé. Þannig að hún er góð hvað það varðar.“ Beðinn um að rifja upp fordæmi í íslenskri stjórnmálasögu minnist Andrés mútutilraunar í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar. „Manni rennur kannski helst hugur til mútutilraunar sem að kom hérna upp fyrir nokkrum árum og Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra skýrði frá. Hann fór ekki með málið til lögreglu heldur til fjölmiðla. Það fékk nú aldrei neina rannsókn en er svona helst það sem maður fer að hugsa um.“ Andrés leggur áherslu á að best sé að koma hreint fram og minnir fólk á að gæta sín. „Já auðvitað liggur í augum uppi að það er best. Það sem maður fer að hugsa um er í þessu er fólk sem er nafntogað. Bara umfjöllunin ein og sér og atburðarásin sem hefur verið ævintýraleg í fjölmiðlum í dag segir manni að fólk ætti að vara sig þegar það er nálægt svona vafasömum hlutum. Að afleiðingarnar geta beinlínis orðið út af umfjölluninni,“ segir hann og ítrekar ráð sín. „Í fyrsta lagi að gæta sín og hins vegar að fá ráð þegar það er komið í þessa stöðu.“ Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Yfirlýsing Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um tilraun Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand til fjárkúgunar barst síðdegis í dag. Í henni kom í ljós að forsætisráðherra hafði vitneskju um málið í nokkra daga áður en það varð uppvíst í fjölmiðlum. Andrés Jónsson almannatengill segir forsætisráðherra hafa átt að skýra frá atburðum fyrr. Þá rifjar hann upp aðra mútutilraun í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar. „Það er sterkara að vera sá sem skýrir frá málinu. Hann tilkynnir þetta til lögreglu og atburðarásin á sér stað á föstudag, í dag er þriðjudagur, og það kemst fjölmiðill á snoðir um málið og opnar það. Það hefði verið sterkara, en síðan kemur reyndar yfirlýsing síðdegis,“ telur hann og segir yfirlýsinguna þrátt fyrir allt vel gerða. „Honum má hrósa fyrir þessa yfirlýsingu. Hún ávarpar það sem að snertir hagsmuni almennings beint. Sem er það hvort hann hafi einhverja fjárhagslega hagsmuni leynilega, sem er hægt að kúga hann út af út af eignarhaldi á fjölmiðli. Hann tekur allan vafa um að svo sé. Þannig að hún er góð hvað það varðar.“ Beðinn um að rifja upp fordæmi í íslenskri stjórnmálasögu minnist Andrés mútutilraunar í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar. „Manni rennur kannski helst hugur til mútutilraunar sem að kom hérna upp fyrir nokkrum árum og Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra skýrði frá. Hann fór ekki með málið til lögreglu heldur til fjölmiðla. Það fékk nú aldrei neina rannsókn en er svona helst það sem maður fer að hugsa um.“ Andrés leggur áherslu á að best sé að koma hreint fram og minnir fólk á að gæta sín. „Já auðvitað liggur í augum uppi að það er best. Það sem maður fer að hugsa um er í þessu er fólk sem er nafntogað. Bara umfjöllunin ein og sér og atburðarásin sem hefur verið ævintýraleg í fjölmiðlum í dag segir manni að fólk ætti að vara sig þegar það er nálægt svona vafasömum hlutum. Að afleiðingarnar geta beinlínis orðið út af umfjölluninni,“ segir hann og ítrekar ráð sín. „Í fyrsta lagi að gæta sín og hins vegar að fá ráð þegar það er komið í þessa stöðu.“
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira