Blatter hættir sem forseti FIFA Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júní 2015 16:50 Blatter tilkynnir afsögn sína í dag. Vísir/Getty Sepp Blatter tilkynnti í dag að hann muni segja af sér forsetaembætti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Hann mun hætta þegar hægt verður að halda forsetakosningar á ný. Blatter var kjörinn aftur í embætti í síðustu viku þrátt fyrir að sjö háttsettir embættismenn innan sambandsins voru handteknir í tengslum við bandaríska rannsókn á spillingarmálum sem loðað hafa við sambandið undanfarin ár og áratugi. „Það er ljóst að ég fæ ekki fullan stuðning í mínu embætti,“ sagði Blatter í yfirlýsingu sinni í dag. „Ég er nátengdur FIFA og hagsmunum þess. Þetta eru tengsl sem eru mér dýrmæt og þess vegna hef ég tekið þessa ákvörðun.“ „Það sem skiptir mig mestu máli er sambandið sjálft og knattspyrna um víða veröld.“ Nýr forseti verður kjörinn á aukaþingi sem haldið verður í desember í fyrsta lagi og mars á næsta ári í síðasta lagi. Þegar nýr forseti verður kjörinn mun Blatter stíga til hlíðar.Sjá einnig: Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Boðað var til blaðamannafundar með skömmum fyrirvara í dag þar sem Blatter steig fram og tilkynnti um ákvörðun sína að stíga niður sem forseti sambandsins. Framkvæmdastjóri FIFA, Jerome Valcke, sagði á blaðamannafundinum að þetta hefði verið erfið og hugrökk ákvörðun hjá Blatter. Frambjóðendur munu fá drjúgan tíma til þess að undirbúa framboð sín. Hann sagði að FIFA væri staðráðið í að breytast og endurheimta aftur traust almennings. Ennfremur væri ljóst að FIFA myndi sjá til þess í framtíðinni að enginn gæti hagnast á veru sinni hjá sambandinu.Sjá einnig: Allir sjö ætla að berjast á móti því að vera framseldir Knattspyrnusamband Evrópu gagnrýndi Blatter mjög í aðdranda forsetakjörsins í síðustu viku og hvatti til að kjósa fremur mótframbjóðanda Blatter - Ali bin al-Hussein, prins frá Jórdaníu. Blatter hafði þó betur og var kjörinn forseti FIFA í fimmta sinn. „Ég hef hugsað vandlega um forsetatíð mína og síðustu 40 ár í mínú lífi. Þetta eru ár sem eru nátengd FIFA og þeirri yndislegu íþrótt sem knattspyrnan er. Ég elska FIFA meira en allt annað.“ Fótbolti Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Sepp Blatter tilkynnti í dag að hann muni segja af sér forsetaembætti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Hann mun hætta þegar hægt verður að halda forsetakosningar á ný. Blatter var kjörinn aftur í embætti í síðustu viku þrátt fyrir að sjö háttsettir embættismenn innan sambandsins voru handteknir í tengslum við bandaríska rannsókn á spillingarmálum sem loðað hafa við sambandið undanfarin ár og áratugi. „Það er ljóst að ég fæ ekki fullan stuðning í mínu embætti,“ sagði Blatter í yfirlýsingu sinni í dag. „Ég er nátengdur FIFA og hagsmunum þess. Þetta eru tengsl sem eru mér dýrmæt og þess vegna hef ég tekið þessa ákvörðun.“ „Það sem skiptir mig mestu máli er sambandið sjálft og knattspyrna um víða veröld.“ Nýr forseti verður kjörinn á aukaþingi sem haldið verður í desember í fyrsta lagi og mars á næsta ári í síðasta lagi. Þegar nýr forseti verður kjörinn mun Blatter stíga til hlíðar.Sjá einnig: Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Boðað var til blaðamannafundar með skömmum fyrirvara í dag þar sem Blatter steig fram og tilkynnti um ákvörðun sína að stíga niður sem forseti sambandsins. Framkvæmdastjóri FIFA, Jerome Valcke, sagði á blaðamannafundinum að þetta hefði verið erfið og hugrökk ákvörðun hjá Blatter. Frambjóðendur munu fá drjúgan tíma til þess að undirbúa framboð sín. Hann sagði að FIFA væri staðráðið í að breytast og endurheimta aftur traust almennings. Ennfremur væri ljóst að FIFA myndi sjá til þess í framtíðinni að enginn gæti hagnast á veru sinni hjá sambandinu.Sjá einnig: Allir sjö ætla að berjast á móti því að vera framseldir Knattspyrnusamband Evrópu gagnrýndi Blatter mjög í aðdranda forsetakjörsins í síðustu viku og hvatti til að kjósa fremur mótframbjóðanda Blatter - Ali bin al-Hussein, prins frá Jórdaníu. Blatter hafði þó betur og var kjörinn forseti FIFA í fimmta sinn. „Ég hef hugsað vandlega um forsetatíð mína og síðustu 40 ár í mínú lífi. Þetta eru ár sem eru nátengd FIFA og þeirri yndislegu íþrótt sem knattspyrnan er. Ég elska FIFA meira en allt annað.“
Fótbolti Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira