Systraflétta lögreglunnar á sér fordæmi í Nóa Síríusar-málinu Birgir Olgeirsson skrifar 2. júní 2015 13:31 Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði lögregluna hafa reynslu af álíka aðgerð og var beitt var gegn systrunum Malín Brand og Hlín Einarsdóttur en sú aðgerð á sér fordæmi í Nóa Síríusar-málinu frá árinu 2013. Lögregluaðgerðin sem leiddi til handtöku systranna Malín Brand og Hlín Einarsdóttur á sér fordæmi í Nóa Síríusar-málinu sem kom upp árið 2013. Líkt og Vísir greindi frá í morgun hafa systurnar, þær Malín og Hlín, játað að hafa sent Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra bréf þar þær reyndu að kúga út úr honum fé.Systurnar voru handteknar sunnan Vallahverfisins í Hafnarfirði.Vísir/Maps.isÍ tilkynningu lögreglu til fjölmiðla vegna málsins kom fram að systurnar hafi tilgreint í bréfinu að fjármunina ætti að skilja eftir á ákveðnum stað sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði en þar voru þær handteknar síðastliðinn föstudag. Ljóst er að um umfangsmikla lögregluaðgerð var að ræða en Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag undirbúning lögreglu hafa hafist um leið og tilkynning barst til hennar um málið. Hann sagði svipað mál áður hafa komið inn á borð til lögreglu og er það Nóa Siríusar-málið svokallaða. Málið átti sér stað í janúar árið 2013 en þá barst umslag inn um lúguna á heimili Finns Geirssonar, forstjóra Nóa Síríus. Í umslaginu var bréf og tvö súkkulaðistykki framleidd af Nóa Síríusi, eitt Pipp með myntufyllingu og annað með karamellu, sem bremsuvökva hafði verið sprautað í. Bréfið innihélt hótun þess efnis að ef Nói Síríus hf. greiddi mönnum ekki tíu milljónir króna færu samskonar súkkulaðistykki, sem innihéldu vökva sem gæti reynst banvænn, í umferð í tugatali, auk annarra framleiðsluvara fyrirtækisins sem sprautuð yrðu með sama vökva. Mennirnir fylgdu hótununum eftir með símtölum til Finns en í einu þeirra gáfu þeir fyrirmæli um afhendingu fjárins. Lögregla sat svo fyrir mönnum í Hamrahlíð eftir að þeir höfðu sótt pakkningu í bíl fyrir utan Hús verslunarinnar sem þeir töldu að innihéldi tíu milljónir króna í reiðufé. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44 Lögregla egndi gildru fyrir súkkulaðikúgara Tveir menn stungu umslagi inn um lúguna hjá forstjóra Nóa Síríuss með bremsuvökvamenguðu Pipp-súkkulaði og bréflegri kröfu um tíu milljóna greiðslu. Þeir voru handteknir eftir að hafa sótt pakka sem þeir töldu að innihéldi peningana. 4. september 2013 00:01 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Lögregluaðgerðin sem leiddi til handtöku systranna Malín Brand og Hlín Einarsdóttur á sér fordæmi í Nóa Síríusar-málinu sem kom upp árið 2013. Líkt og Vísir greindi frá í morgun hafa systurnar, þær Malín og Hlín, játað að hafa sent Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra bréf þar þær reyndu að kúga út úr honum fé.Systurnar voru handteknar sunnan Vallahverfisins í Hafnarfirði.Vísir/Maps.isÍ tilkynningu lögreglu til fjölmiðla vegna málsins kom fram að systurnar hafi tilgreint í bréfinu að fjármunina ætti að skilja eftir á ákveðnum stað sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði en þar voru þær handteknar síðastliðinn föstudag. Ljóst er að um umfangsmikla lögregluaðgerð var að ræða en Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag undirbúning lögreglu hafa hafist um leið og tilkynning barst til hennar um málið. Hann sagði svipað mál áður hafa komið inn á borð til lögreglu og er það Nóa Siríusar-málið svokallaða. Málið átti sér stað í janúar árið 2013 en þá barst umslag inn um lúguna á heimili Finns Geirssonar, forstjóra Nóa Síríus. Í umslaginu var bréf og tvö súkkulaðistykki framleidd af Nóa Síríusi, eitt Pipp með myntufyllingu og annað með karamellu, sem bremsuvökva hafði verið sprautað í. Bréfið innihélt hótun þess efnis að ef Nói Síríus hf. greiddi mönnum ekki tíu milljónir króna færu samskonar súkkulaðistykki, sem innihéldu vökva sem gæti reynst banvænn, í umferð í tugatali, auk annarra framleiðsluvara fyrirtækisins sem sprautuð yrðu með sama vökva. Mennirnir fylgdu hótununum eftir með símtölum til Finns en í einu þeirra gáfu þeir fyrirmæli um afhendingu fjárins. Lögregla sat svo fyrir mönnum í Hamrahlíð eftir að þeir höfðu sótt pakkningu í bíl fyrir utan Hús verslunarinnar sem þeir töldu að innihéldi tíu milljónir króna í reiðufé.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44 Lögregla egndi gildru fyrir súkkulaðikúgara Tveir menn stungu umslagi inn um lúguna hjá forstjóra Nóa Síríuss með bremsuvökvamenguðu Pipp-súkkulaði og bréflegri kröfu um tíu milljóna greiðslu. Þeir voru handteknir eftir að hafa sótt pakka sem þeir töldu að innihéldi peningana. 4. september 2013 00:01 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03
Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14
Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44
Lögregla egndi gildru fyrir súkkulaðikúgara Tveir menn stungu umslagi inn um lúguna hjá forstjóra Nóa Síríuss með bremsuvökvamenguðu Pipp-súkkulaði og bréflegri kröfu um tíu milljóna greiðslu. Þeir voru handteknir eftir að hafa sótt pakka sem þeir töldu að innihéldi peningana. 4. september 2013 00:01