Ingvi Hrafn sendir hjúkrunarfræðingum fingurinn Jakob Bjarnar skrifar 1. júní 2015 10:39 Mynd af Ingva Hrafni, þar sem hann sendir hjúkrunarfræðingum fingurinn af skjánum, hefur vakið upp verulega reiði meðal heilbrigðisstétta. Mynd af Ingva Hrafni Jónssyni, stjórnvarpsstjörnu á ÍNN, gengur nú um netið, í lokuðum hópum meðal hjúkrunarfræðinga. Myndin er af Ingva Hrafni þar sem hann sendir þeim fingurinn á skjánum, í þætti sínum Hrafnaþing. Þar úthúðaði hann þeim og verkfallsaðgerðum þeirra að hætti hússins. Ingvi Hrafn er afar ósáttur við hvernig heilbrigðisstéttirnar hafa notað verkfallsréttinn til að knýja fram launahækkanir, hver stéttin þar á fætur annarri heldur heilbrigðiskerfinu í gíslingu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hjúkrunarfræðingar eru upp til hópa hneykslaðir á Ingva Hrafni; hann er sannarlega ekki í hávegum hafður í þeim hópi nema síður sé.Pyntingar á fólki Þegar Vísir bar þetta undir sjónvarpsmanninn tæpitungulausa, og þá gremjuna sem hann hefur vakið upp meðal hjúkrunarfræðinga, þá dró hann ekkert í land, það þó hann væri að kafna úr kvefi og lægi rúmfastur í hálsbólgu. „Nei. Ég hef reyndar velt því fyrir mér ef ég yrði nú svo óheppinn að veikjast þannig að ég færi á sjúkrahús, þá yrði ég sennilega settur eitthvað afsíðis. Í einhverja herbergiskytruna og hafður þar. En, þetta er dauðans alvara. Ég á vinafólk sem er að berjast við krabbamein. Sýnum er haldið í gíslingu og ég þekki óttann og kvíðann og skelfingu sem heilu fjölskyldurnar eru að upplifa. Þetta er fjarri öllu því sem hjúkrunarfræðingar hafa staðið fyrir. Þetta eru pyntingar á fólki,“ segir Ingvi Hrafn, sem dregur hvergi af sér í lýsingum á því hversu mjög honum gremst þetta: „Þetta eru ógeðsleg vinnubrögð sem hafa ekkert með neyðarrétt fólks til sómasamlegra launa að gera; stjórnað af spunadokturum úti í bæ og annað: Þessar heilbrigðisstéttir hafa verið í hringverkföllum meira og minna undanfarin ár og þetta er eins allsherjar heilbrigðismafía og ríkisvaldi verður að grípa inní og breyta leikreglum. Fólk á stjórnarskrárbundinn rétt að fá bestu aðhlynningu sem völ er á.“Hefur enga samúð með hjúkrunarfræðingum Blaðamaður þarf að hafa sig allan við til að ná niður setningum viðmælanda síns en tókst að skjóta inn einni spurningu: En, má ekki segja að stjórnvöld beri einhverja ábyrgð á stöðunni? „Stjórnvöld hafa nú komið með gríðarmikið fé úr samafla sjóðum, milljarða, til að fyrir friði á vinnumarkaði næstu þrjú árin, en svörin sem fást frá formanni hjúkrunarfræðinga að þessir samningar henti ekki hjúkrunarfræðingum en þeir séu tilbúnir að samþykkja 30 prósenta launahækkun á meðallaun sem eru, sá ég einhvers staðar, 620 þúsund krónur, sem myndu lyfta þeim 800 þúsund. Ég hef enga samúð með þessu fólki og dreg ekki tommu í land með það; þetta er ógeðfellt og á ekki að gerast. Vinnulöggjöfinni á að breyta til að koma í veg fyrir svona hryðjuverk. Gerðardómur á að ákveða þetta. Ég er sannfærður um að fólk er nú þegar farið að deyja ótímabærum dauða vegna þessa að heilbrigðisstéttirnar eru í verkfalli.“ Verkfall 2016 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Mynd af Ingva Hrafni Jónssyni, stjórnvarpsstjörnu á ÍNN, gengur nú um netið, í lokuðum hópum meðal hjúkrunarfræðinga. Myndin er af Ingva Hrafni þar sem hann sendir þeim fingurinn á skjánum, í þætti sínum Hrafnaþing. Þar úthúðaði hann þeim og verkfallsaðgerðum þeirra að hætti hússins. Ingvi Hrafn er afar ósáttur við hvernig heilbrigðisstéttirnar hafa notað verkfallsréttinn til að knýja fram launahækkanir, hver stéttin þar á fætur annarri heldur heilbrigðiskerfinu í gíslingu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hjúkrunarfræðingar eru upp til hópa hneykslaðir á Ingva Hrafni; hann er sannarlega ekki í hávegum hafður í þeim hópi nema síður sé.Pyntingar á fólki Þegar Vísir bar þetta undir sjónvarpsmanninn tæpitungulausa, og þá gremjuna sem hann hefur vakið upp meðal hjúkrunarfræðinga, þá dró hann ekkert í land, það þó hann væri að kafna úr kvefi og lægi rúmfastur í hálsbólgu. „Nei. Ég hef reyndar velt því fyrir mér ef ég yrði nú svo óheppinn að veikjast þannig að ég færi á sjúkrahús, þá yrði ég sennilega settur eitthvað afsíðis. Í einhverja herbergiskytruna og hafður þar. En, þetta er dauðans alvara. Ég á vinafólk sem er að berjast við krabbamein. Sýnum er haldið í gíslingu og ég þekki óttann og kvíðann og skelfingu sem heilu fjölskyldurnar eru að upplifa. Þetta er fjarri öllu því sem hjúkrunarfræðingar hafa staðið fyrir. Þetta eru pyntingar á fólki,“ segir Ingvi Hrafn, sem dregur hvergi af sér í lýsingum á því hversu mjög honum gremst þetta: „Þetta eru ógeðsleg vinnubrögð sem hafa ekkert með neyðarrétt fólks til sómasamlegra launa að gera; stjórnað af spunadokturum úti í bæ og annað: Þessar heilbrigðisstéttir hafa verið í hringverkföllum meira og minna undanfarin ár og þetta er eins allsherjar heilbrigðismafía og ríkisvaldi verður að grípa inní og breyta leikreglum. Fólk á stjórnarskrárbundinn rétt að fá bestu aðhlynningu sem völ er á.“Hefur enga samúð með hjúkrunarfræðingum Blaðamaður þarf að hafa sig allan við til að ná niður setningum viðmælanda síns en tókst að skjóta inn einni spurningu: En, má ekki segja að stjórnvöld beri einhverja ábyrgð á stöðunni? „Stjórnvöld hafa nú komið með gríðarmikið fé úr samafla sjóðum, milljarða, til að fyrir friði á vinnumarkaði næstu þrjú árin, en svörin sem fást frá formanni hjúkrunarfræðinga að þessir samningar henti ekki hjúkrunarfræðingum en þeir séu tilbúnir að samþykkja 30 prósenta launahækkun á meðallaun sem eru, sá ég einhvers staðar, 620 þúsund krónur, sem myndu lyfta þeim 800 þúsund. Ég hef enga samúð með þessu fólki og dreg ekki tommu í land með það; þetta er ógeðfellt og á ekki að gerast. Vinnulöggjöfinni á að breyta til að koma í veg fyrir svona hryðjuverk. Gerðardómur á að ákveða þetta. Ég er sannfærður um að fólk er nú þegar farið að deyja ótímabærum dauða vegna þessa að heilbrigðisstéttirnar eru í verkfalli.“
Verkfall 2016 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira