Styttan af Ingibjörgu H. Bjarnason afhjúpuð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2015 17:11 Styttan af Ingibjörgu H. Bjarnason stendur við Skála Alþingis. Í dag var afhjúpuð stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni sem kjörin var til setu á Alþingi, en styttan stendur við Skála Alþingis. Ingibjörg var kjörin af kvennalista árið 1922, sjö árum eftir að konur hlutu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Styttan af Ingibjörgu er fyrsta heila höggmyndin af nafngreindri konu í Reykjavík.Ingibjörg var öflugur málsvari kvenna og kvennasamtaka á þingi. Hún barðist ötullega fyrir velferðarmálum og réttindum kvenna, barna og ekki síst þeirra sem höllum fæti stóðu í samfélaginu. Ingibjörg sat á Alþingi í átta ár, eina konan í hópi karlanna. Höggmyndin af Ingibjörgu er eftir Ragnhildi Stefánsdóttur, myndhöggvara. Ragnhildur er fædd árið 1958, stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1977 – 1981 og hlaut MFA-gráðu frá Carnegie Mellon University, College of Fine Art í Pittsburgh í Bandaríkjunum, þar sem hún var við nám 1986 – 1988. Styttan er steypt í brons á bronsverkstæðinu Kollinger í Elchingen í Þýskalandi. BM Vallá steypti stöpulinn og Þór Sigmundsson steinsmiður hjá Steinkompaníinu gerði steininn sem gengur upp úr stöplinum. Eftirtaldir aðilar gefa höggmyndina af fyrstu konunni sem settist á Alþingi í tilefni dagsins: Arion banki, Landsbankinn, Íslandsbanki, MP banki, Seðlabankinn, Valitor, Borgun, Eimskip, BM Vallá og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Uppfært kl. 20:25: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar láðist að geta þess var styttan sjálf var steypt. Því hefur nú verið bætt við fréttina. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Í dag var afhjúpuð stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni sem kjörin var til setu á Alþingi, en styttan stendur við Skála Alþingis. Ingibjörg var kjörin af kvennalista árið 1922, sjö árum eftir að konur hlutu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Styttan af Ingibjörgu er fyrsta heila höggmyndin af nafngreindri konu í Reykjavík.Ingibjörg var öflugur málsvari kvenna og kvennasamtaka á þingi. Hún barðist ötullega fyrir velferðarmálum og réttindum kvenna, barna og ekki síst þeirra sem höllum fæti stóðu í samfélaginu. Ingibjörg sat á Alþingi í átta ár, eina konan í hópi karlanna. Höggmyndin af Ingibjörgu er eftir Ragnhildi Stefánsdóttur, myndhöggvara. Ragnhildur er fædd árið 1958, stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1977 – 1981 og hlaut MFA-gráðu frá Carnegie Mellon University, College of Fine Art í Pittsburgh í Bandaríkjunum, þar sem hún var við nám 1986 – 1988. Styttan er steypt í brons á bronsverkstæðinu Kollinger í Elchingen í Þýskalandi. BM Vallá steypti stöpulinn og Þór Sigmundsson steinsmiður hjá Steinkompaníinu gerði steininn sem gengur upp úr stöplinum. Eftirtaldir aðilar gefa höggmyndina af fyrstu konunni sem settist á Alþingi í tilefni dagsins: Arion banki, Landsbankinn, Íslandsbanki, MP banki, Seðlabankinn, Valitor, Borgun, Eimskip, BM Vallá og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Uppfært kl. 20:25: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar láðist að geta þess var styttan sjálf var steypt. Því hefur nú verið bætt við fréttina.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira