Þakkarræða Halldóru sló í gegn: "Við verðum að ákveða hvernig samfélag við viljum búa til“ Bjarki Ármannsson skrifar 16. júní 2015 21:24 Halldóra Geirharðsdóttir hlaut mikið lof fyrir ræðu sína á Grímuhátíðinni í kvöld. Vísir/Andri Marinó Halldóra Geirharðsdóttir leikkona sló rækilega í gegn með þakkarræðu sinni á verðlaunaafhendingu Grímunnar, sem fram fór í kvöld. Halldóra, sem valin var besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í sýningunni Billy Elliot, hlaut mikið lófaklapp viðstaddra fyrir að nýta ræðutíma sinn í að fjalla um stöðu barna efnaminni fjölskyldna í samfélaginu. „Það sem mig langar að segja, og þá fá ég kökkinn í hálsinn því mér liggur það á hjarta, er að mér finnst samfélagið okkar vera að halla sér of mikið í þá átt að fólk þurfi meiri og meiri pening í poka til þess að börnin þeirra eigi framtíð. Og eigi jafnmikla möguleika og hvert einasta barn í þessu landi,“ sagði Halldóra. „Við verðum að ákveða hvernig samfélag við viljum búa til. Það á aldrei að skipta máli hvað mamma þín og pabbi eiga mikið eða hvaða bakland er á bakvið hvert einasta barn. Billy Elliot er um þetta og þess vegna er svo auðvelt að leika í henni.“ Halldóra hlaut sem fyrr segir frábærar viðtökur, bæði meðal viðstaddra gesta og á samskiptamiðlum beint í kjölfarið.Halldóra Geirharðsdóttir hefur alltaf verið uppáhalds leikkonan mín. Núna er hún hetjan mín #Gríman— Sigríður Margrét (@sirmaeinars) June 16, 2015 YASSSS HALLDÓRA GEIRHARÐSDÓTTIR! YAAAAAASSSS #Gríman— Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm) June 16, 2015 Má ég fá fav á mömmu? #gríman— Steiney Skúladóttir (@steiney_skula) June 16, 2015 Gríman Leikhús Menning Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Halldóra Geirharðsdóttir leikkona sló rækilega í gegn með þakkarræðu sinni á verðlaunaafhendingu Grímunnar, sem fram fór í kvöld. Halldóra, sem valin var besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í sýningunni Billy Elliot, hlaut mikið lófaklapp viðstaddra fyrir að nýta ræðutíma sinn í að fjalla um stöðu barna efnaminni fjölskyldna í samfélaginu. „Það sem mig langar að segja, og þá fá ég kökkinn í hálsinn því mér liggur það á hjarta, er að mér finnst samfélagið okkar vera að halla sér of mikið í þá átt að fólk þurfi meiri og meiri pening í poka til þess að börnin þeirra eigi framtíð. Og eigi jafnmikla möguleika og hvert einasta barn í þessu landi,“ sagði Halldóra. „Við verðum að ákveða hvernig samfélag við viljum búa til. Það á aldrei að skipta máli hvað mamma þín og pabbi eiga mikið eða hvaða bakland er á bakvið hvert einasta barn. Billy Elliot er um þetta og þess vegna er svo auðvelt að leika í henni.“ Halldóra hlaut sem fyrr segir frábærar viðtökur, bæði meðal viðstaddra gesta og á samskiptamiðlum beint í kjölfarið.Halldóra Geirharðsdóttir hefur alltaf verið uppáhalds leikkonan mín. Núna er hún hetjan mín #Gríman— Sigríður Margrét (@sirmaeinars) June 16, 2015 YASSSS HALLDÓRA GEIRHARÐSDÓTTIR! YAAAAAASSSS #Gríman— Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm) June 16, 2015 Má ég fá fav á mömmu? #gríman— Steiney Skúladóttir (@steiney_skula) June 16, 2015
Gríman Leikhús Menning Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira