Svissneska parið dæmt í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júní 2015 15:28 Parið var dæmt fyrir nokkra þjófnaði á Vestfjörðum. Svissneska parið sem braust inn í Kaupfélagið í Norðurfirði í liðinni viku, og var handtekið í gær, var í dag dæmt í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir nokkra þjófnaði í umdæminu. Fólkið er nú laust úr haldi lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum var ákæra á hendur parinu gefin út í dag og fékk málið sérstaka flýtimeðferð þar sem um ferðamenn er að ræða.Sjá einnig: Parið hélt Árneshreppi í gíslingu Parið var dæmt fyrir að hafa farið í tvígang í óleyfi inn í bárujárnsklæddan reykkofa við tjaldstæði og stolið þaðan reyktum rauðmaga sem þau svo borðuðu. Þá voru þau einnig dæmd fyrir að brjótast inn í verslun og stela þaðan 25.000 krónum í reiðufé. Þaðan stálu þau jafnframt vörum fyrir um 100 þúsund krónur, meðal annars matvöru, hannyrðum, sokkum og dömubindum. Þau játuðu brot sín fyrir dómi en ekki liggur fyrir hvort þau eigi sakaferil að baki erlendis. Áður hafði fólkið játað að hafa brotist inn í Kaupfélagið í Norðurfirði og fóru þau þangað í fylgd lögreglu og greiddu fyrir þær vörur sem þau tóku þar. Erfitt getur reynst að vísa fólkinu úr landi þar sem þau eru svissneskir ríkisborgarar. Dómurinn yfir þeim og gögn tengd honum hafa þó verið send til Útlendingastofnunar sem mun þá leggja mat á hvort þeim verði vísað frá landinu eður ei.Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var talað um Norðfjörð. Hið rétta er að um Norðurfjörð var að ræða. Hefur þetta verið leiðrétt. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Handtekin í þágu rannsóknar Lögregla hafði í gær hendur á hári þjófóttra ferðamanna á Ströndum. 16. júní 2015 08:00 Glæpasaga úr íslenskri sveit: Frönskumælandi glæpapar heldur hreppnum í heljargreipum Braust inn í Kaupfélagið í Norðurfirði en heldur kyrru fyrir á staðnum, í tjaldi sínu, eins og ekkert hafi í skorist. 12. júní 2015 14:49 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Svissneska parið sem braust inn í Kaupfélagið í Norðurfirði í liðinni viku, og var handtekið í gær, var í dag dæmt í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir nokkra þjófnaði í umdæminu. Fólkið er nú laust úr haldi lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum var ákæra á hendur parinu gefin út í dag og fékk málið sérstaka flýtimeðferð þar sem um ferðamenn er að ræða.Sjá einnig: Parið hélt Árneshreppi í gíslingu Parið var dæmt fyrir að hafa farið í tvígang í óleyfi inn í bárujárnsklæddan reykkofa við tjaldstæði og stolið þaðan reyktum rauðmaga sem þau svo borðuðu. Þá voru þau einnig dæmd fyrir að brjótast inn í verslun og stela þaðan 25.000 krónum í reiðufé. Þaðan stálu þau jafnframt vörum fyrir um 100 þúsund krónur, meðal annars matvöru, hannyrðum, sokkum og dömubindum. Þau játuðu brot sín fyrir dómi en ekki liggur fyrir hvort þau eigi sakaferil að baki erlendis. Áður hafði fólkið játað að hafa brotist inn í Kaupfélagið í Norðurfirði og fóru þau þangað í fylgd lögreglu og greiddu fyrir þær vörur sem þau tóku þar. Erfitt getur reynst að vísa fólkinu úr landi þar sem þau eru svissneskir ríkisborgarar. Dómurinn yfir þeim og gögn tengd honum hafa þó verið send til Útlendingastofnunar sem mun þá leggja mat á hvort þeim verði vísað frá landinu eður ei.Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var talað um Norðfjörð. Hið rétta er að um Norðurfjörð var að ræða. Hefur þetta verið leiðrétt.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Handtekin í þágu rannsóknar Lögregla hafði í gær hendur á hári þjófóttra ferðamanna á Ströndum. 16. júní 2015 08:00 Glæpasaga úr íslenskri sveit: Frönskumælandi glæpapar heldur hreppnum í heljargreipum Braust inn í Kaupfélagið í Norðurfirði en heldur kyrru fyrir á staðnum, í tjaldi sínu, eins og ekkert hafi í skorist. 12. júní 2015 14:49 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Handtekin í þágu rannsóknar Lögregla hafði í gær hendur á hári þjófóttra ferðamanna á Ströndum. 16. júní 2015 08:00
Glæpasaga úr íslenskri sveit: Frönskumælandi glæpapar heldur hreppnum í heljargreipum Braust inn í Kaupfélagið í Norðurfirði en heldur kyrru fyrir á staðnum, í tjaldi sínu, eins og ekkert hafi í skorist. 12. júní 2015 14:49